Keflavíkurflugvöllur Flugvélum beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar Flutningaflugvél UPS lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í kvöld vegna sprengjuhótunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvélin á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar flugstjóri óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. Ekki er vitað nánar hvernig sú hótun barst áhöfn flugvélarinnar. Innlent 29.9.2022 00:21 Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Innlent 19.9.2022 19:46 Hættustig á landamærum vegna yfirálags Embætti ríkislögreglustjóra hefur hækkað viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags til þess að tryggja örugga móttöku á fólki sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi. Innlent 16.9.2022 10:53 Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Innlent 16.9.2022 07:01 Sleppt úr varðhaldi en sætir áfram farbanni vegna dópsmygls Landsréttur hefur úrskurðað konu til að sæta farbanni til 27. september næstkomandi eftir að hún gerði, í félagi við aðra konu, tilraun til að smygla amfetamíni með flugi til landsins um miðjan síðasta mánuð. Innlent 13.9.2022 13:57 Tvítugur Letti reyndi að smygla inn nær hreinu kókaíni Tvítugur karlmaður frá Lettlandi hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að koma nokkuð miklu magni af nær hreinu kókaíni fram hjá tollvörðum í Leifsstöð. Innlent 12.9.2022 23:45 Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. Innlent 9.9.2022 20:06 Rúmlega hundrað þúsund farþegar flugu með Play Flugfélagið Play flutti tæplega 109 þúsund farþega í ágúst. Um er að ræða sambærilegan fjölda og í júlí en félagið segist hafa styrkt stöðu sína á mörkuðum með afgerandi hætti í sumar. Viðskipti innlent 7.9.2022 15:39 Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:27 Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:09 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Innlent 1.9.2022 22:39 Auglýsa eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum Flugfélagið Play hefur ákveðið að auglýsa eftir 150 flugliðum fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf, auk 55 flugmanna, bæði með og án reynslu. Viðskipti innlent 1.9.2022 09:53 Gotteríið töluvert ódýrara í lágvöruverðsverslunum en í Fríhöfninni Vörur í Fríhöfninni í Leifsstöð eru oft mun dýrari en í lágvöruverðsverslunum á borð við Bónus, Krónuna og Costco. Neytendur 1.9.2022 07:11 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. Innlent 26.8.2022 22:12 Vetraráætlunin á pari við þá sem var fyrir faraldur Vetraráætlun Icelandair er nokkurn veginn á pari af því framboði sem var veturinn 2019 til 2020, fyrir heimsfaraldur. Mest er tíðni flugferða félagsins til Kaupmannahafnar, London, New York og Boston. Viðskipti innlent 24.8.2022 10:16 Óvissuflugið þarf að enda Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu. Skoðun 16.8.2022 07:31 Brottfarir erlendra ferðamanna fleiri nú í júlí en árið 2019 Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í júlímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er meiri fjöldi en árið 2019 og um leið fjórði fjölmennasti júlímánuðurinn frá því að mælingar hófust. Innlent 10.8.2022 11:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. Innlent 8.8.2022 07:25 Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar. Innlent 5.8.2022 13:09 Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Innlent 3.8.2022 12:25 Fimm teknir í tollinum með Oxycontin á þremur vikum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn mikið magn ópíóíðalyfsins Oxycontin. Mennirnir voru teknir á þriggja vikna tímabili með efni í fórum sér en þeir eru allir ákærðir hver í sínu lagi og því er ekki litið á brot þeirra sem samverknað. Innlent 3.8.2022 07:49 Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. Innlent 2.8.2022 11:23 Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Innlent 27.7.2022 16:21 Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Innlent 26.7.2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Innlent 25.7.2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. Innlent 25.7.2022 17:45 Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Innlent 14.7.2022 15:52 Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. Innlent 12.7.2022 20:42 Kormákur & Skjöldur og Epal opna í Leifsstöð Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og hönnunarverslunin Epal opnuðu í dag nýja verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Verslunin verður í sama rými og verslun Eymundssonar var áður. Viðskipti innlent 12.7.2022 16:07 Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. Innlent 11.7.2022 18:31 « ‹ 14 15 16 17 18 19 20 21 22 … 44 ›
Flugvélum beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar Flutningaflugvél UPS lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan ellefu í kvöld vegna sprengjuhótunar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var flugvélin á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar flugstjóri óskaði eftir leyfi til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar. Ekki er vitað nánar hvernig sú hótun barst áhöfn flugvélarinnar. Innlent 29.9.2022 00:21
Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Innlent 19.9.2022 19:46
Hættustig á landamærum vegna yfirálags Embætti ríkislögreglustjóra hefur hækkað viðbúnaðarstig á landamærunum á hættustig vegna yfirálags til þess að tryggja örugga móttöku á fólki sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi. Innlent 16.9.2022 10:53
Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Innlent 16.9.2022 07:01
Sleppt úr varðhaldi en sætir áfram farbanni vegna dópsmygls Landsréttur hefur úrskurðað konu til að sæta farbanni til 27. september næstkomandi eftir að hún gerði, í félagi við aðra konu, tilraun til að smygla amfetamíni með flugi til landsins um miðjan síðasta mánuð. Innlent 13.9.2022 13:57
Tvítugur Letti reyndi að smygla inn nær hreinu kókaíni Tvítugur karlmaður frá Lettlandi hefur verið ákærður fyrir að hafa reynt að koma nokkuð miklu magni af nær hreinu kókaíni fram hjá tollvörðum í Leifsstöð. Innlent 12.9.2022 23:45
Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. Innlent 9.9.2022 20:06
Rúmlega hundrað þúsund farþegar flugu með Play Flugfélagið Play flutti tæplega 109 þúsund farþega í ágúst. Um er að ræða sambærilegan fjölda og í júlí en félagið segist hafa styrkt stöðu sína á mörkuðum með afgerandi hætti í sumar. Viðskipti innlent 7.9.2022 15:39
Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:27
Rúmlega hálf milljón farþega ferðaðist með Icelandair í ágúst Alls flutti Icelandair 514 þúsund farþega í ágústmánuði en sætanýting var 89 prósent. Farþegafjöldinn tæplega tvöfaldaðist en í ágúst í fyrra voru þeir 264 þúsund talsins. Viðskipti innlent 6.9.2022 16:09
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Innlent 1.9.2022 22:39
Auglýsa eftir 150 flugliðum og 55 flugmönnum Flugfélagið Play hefur ákveðið að auglýsa eftir 150 flugliðum fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf, auk 55 flugmanna, bæði með og án reynslu. Viðskipti innlent 1.9.2022 09:53
Gotteríið töluvert ódýrara í lágvöruverðsverslunum en í Fríhöfninni Vörur í Fríhöfninni í Leifsstöð eru oft mun dýrari en í lágvöruverðsverslunum á borð við Bónus, Krónuna og Costco. Neytendur 1.9.2022 07:11
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. Innlent 26.8.2022 22:12
Vetraráætlunin á pari við þá sem var fyrir faraldur Vetraráætlun Icelandair er nokkurn veginn á pari af því framboði sem var veturinn 2019 til 2020, fyrir heimsfaraldur. Mest er tíðni flugferða félagsins til Kaupmannahafnar, London, New York og Boston. Viðskipti innlent 24.8.2022 10:16
Óvissuflugið þarf að enda Reykjanesskagi hefur enn á ný bært á sér. Jarðvísindamenn halda því fram að eldgosið í Meradölum og gosið í Geldingardölum gætu verið upphafið að löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga. Ekki er útilokað að þetta gostímabil gæti virkjað eldstöðvar nær Reykjavík þótt litlar líkur séu þó á því. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en með vitneskju um mögulega ógn af hraunrennsli næstu ár er eðlilegt að við hugum að því hvaða uppbyggingu við viljum fjárfesta í á svæðinu. Skoðun 16.8.2022 07:31
Brottfarir erlendra ferðamanna fleiri nú í júlí en árið 2019 Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í júlímánuði samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er meiri fjöldi en árið 2019 og um leið fjórði fjölmennasti júlímánuðurinn frá því að mælingar hófust. Innlent 10.8.2022 11:40
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. Innlent 8.8.2022 07:25
Ráðherra innviða ekki æstur í að sjá gosið Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra virðist ekki vera á leiðinni upp að eldgosinu í Meradölum ef marka má orð hans eftir ríkisstjórnarfund í dag. Hann bíður niðurstaðna vísindamanna sem kanna aðstæður í Hvassahrauni með tilliti til náttúruvár vegna nýs flugvallar. Innlent 5.8.2022 13:09
Innviðaráðherra telur minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni Innviðaráðherra telur ljóst að líkurnar á flugvelli í Hvassahrauni fari minnkandi vegna jarðhræringa á svæðinu. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda fundar í dag um jarðhræringar á Reykjanesi. Innlent 3.8.2022 12:25
Fimm teknir í tollinum með Oxycontin á þremur vikum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært fimm pólska karlmenn fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, með því að hafa flutt inn mikið magn ópíóíðalyfsins Oxycontin. Mennirnir voru teknir á þriggja vikna tímabili með efni í fórum sér en þeir eru allir ákærðir hver í sínu lagi og því er ekki litið á brot þeirra sem samverknað. Innlent 3.8.2022 07:49
Eldgos gæti tekið af okkur báða vegina til Suðurnesja Eldfjallafræðingur segir það vera skynsamlegt að byggja annan alþjóðaflugvöll fjarri Keflavíkurflugvelli. Það gæti gerst að eldgos taki af okkur bæði Suðurstrandarveg og Reykjanesbrautina þannig að engin leið sé fyrir bílaumferð til og frá Reykjanesi. Innlent 2.8.2022 11:23
Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Innlent 27.7.2022 16:21
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. Innlent 26.7.2022 20:46
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. Innlent 25.7.2022 22:07
Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. Innlent 25.7.2022 17:45
Leiguvél hleypur í skarðið vegna flugvélaskorts Icelandair Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann. Innlent 14.7.2022 15:52
Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. Innlent 12.7.2022 20:42
Kormákur & Skjöldur og Epal opna í Leifsstöð Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og hönnunarverslunin Epal opnuðu í dag nýja verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli. Verslunin verður í sama rými og verslun Eymundssonar var áður. Viðskipti innlent 12.7.2022 16:07
Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. Innlent 11.7.2022 18:31