Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

„Það er væntan­lega með skert ferða­frelsi“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur sagt að til skoðunar sé að koma á fót búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd en neitar að yfirgefa landið. Hún segir búsetuúrræði með takmörkunum alls ekki vera fínna orð yfir flóttamannabúðir.

Innlent
Fréttamynd

Vill opna „bú­setúr­ræði með tak­mörkunum“ fyrir flótta­fólk

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, skoðar nú þann möguleika að koma upp nýju búsetuúrræði með takmörkunum fyrir fólk sem hefur fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og misst rétt á húsnæði eða þjónustu. Hún segir sveitarfélögum ekki bera skylda til að taka við fólki sem sýnir ekki samstarfsvilja og hefur ekki rétt á þjónustu lengur.

Innlent
Fréttamynd

Inn­sýn inn líf flótta­manns

Árið er 1994. Þrettán ára gömul lítil stelpa stendur fyrir framan Rauða krossinn með litla bróður sínum sem er ári yngri en hún og foreldrum þeirra. Þau setjast í rútu með eina ferðatösku á mann sem farangur. Þarna er fullt af fólki og tvær fullar rútur voru klárar að leggja af stað.

Skoðun
Fréttamynd

Hafna því að sveitar­fé­lög beri á­byrgð á hælis­leit­endunum

Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar því að sveitarfélög beri ábyrgð á þeim hælisleitendum sem hafi verið sviptir grunnþjónustu í samræmi við ný útlendingalög. Sambandið segist harma þá stöðu sem upp sé komin og að sveitarfélög séu sett í afar erfiða stöðu gagnvart þessum hópi.

Innlent
Fréttamynd

Þingmaður spyr „hvar er þetta fólk?“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir þjónustusvipta hælisleitendur strandaglópa hér á landi þar sem þeir komist ekkert án ferðaskilríkja. Fimmtíu manns séu á götunni og hún spyr hvar fólkið sé? Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir erfitt að horfa upp á einstaklinga þjást. Fara verði eftir lögum.

Innlent
Fréttamynd

Býr í tjaldi í hraun­gjótu

Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 

Innlent
Fréttamynd

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni

Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

„Lögin eru að virka sem skyldi“

Dómsmálaráðherra segir ný útlendingalög virka sem skyldi. Fólk sem missi þjónustu 30 dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd verði að sýna samstarfsvilja um að fara úr landi. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“

Flótta­konan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni á­samt hópi flótta­fólks var gert að yfir­gefa húsa­kynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnar­firði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endan­lega synjun um al­þjóð­lega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög.

Innlent
Fréttamynd

Flótta­fólk er bara fólk

Á síðasta ári varð mikil aukning flóttafólks á Íslandi. 3500 einstaklingar fengu alþjóðlega vernd, 70% komu frá Úkraínu, 20% komu frá Venesúela og 10% komu frá öðrum löndum. Árið 2021 fengu 500 einstaklingar alþjóðlega vernd, svo þetta er augljós aukning, en hún er aðallega tengd átökunum í Úkraínu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er nokkuð viss um að fleiri hefðu viljað koma sínum sjónar­miðum á fram­færi“

Samráðsgátt stjórnvalda þjónar ekki tilgangi sínum þegar umsagnarfrestur að drögum að breytingu á reglugerðum er settur í miðju sumarfríi þorra landsmanna að sögn framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty. Drög að breytingu á reglugerð um útlendinga þrengi möguleika ákveðins hóps til að fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Innlent
Fréttamynd

„Ef við förum aftur til Grikk­lands bíður dauðinn okkar“

Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Styrk­leiki hversu margir eru af er­lendu bergi brotnir

Þótt skólakerfið í Reykjanesbæ hafi tekist á við miklar áskoranir með fjölgun flóttamanna í bæjarfélaginu, segir sviðsstjóri menntasviðs það einnig fela í sér styrkleika hversu margir nemenda eru af erlendu bergi brotnir.

Innlent
Fréttamynd

Inn­viðir eru ekki að springa vegna flótta­fólks

Síðustu misseri hefur ítrekað komið fram í fjölmiðlum að innviðir íslensks samfélags séu sprungnir og því sé erfitt að þjónusta fólk sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Ísland hefur aldrei veitt jafn mörgum vernd og árið 2022 og má það einkum rekja til ákvörðunar stjórnvalda um að veita fólki frá Venesúela og Úkraínu vernd.

Skoðun