Næturlíf

Fréttamynd

Smit rakið til Bankastræti Club

Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club.

Innlent
Fréttamynd

Halda loks opnunarpartí eftir tveggja ára lokun

Skemmti- og tónleikastaðurinn Húrra í Tryggvagötu í miðbæ Reykjavíkur opnar dyr sínar aftur fyrir gestum í opnunarpartíi á föstudaginn. Á dagskrá er djamm, og það er opið til hálffimm eins og áður fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu

Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkams­á­rásir í bænum í nótt

Til­kynnt var um tvær líkams­á­rásir við skemmti­staði í mið­bænum í nótt. Fyrir utan þetta fór nætur­líf mið­borgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla ekki að endurvekja næturstrætó

Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum.

Innlent
Fréttamynd

Nætur­vaktin eins og stór­við­burður væri í bænum

Mikið hefur mætt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring. Raunar var svo mikið að gera í nótt að það var sem stórviðburður hefði verið í bænum, eins og það er orðað í Facebook-færslu slökkviliðsins í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

Innlent
Fréttamynd

„Partíið er byrjað“

Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar.

Innlent
Fréttamynd

Tón­leika­höllin Húrra opnar dyr sínar á ný

Vafalaust hafa margir tónlista- og skemmtanahaldsunnendur saknað skemmtistaðarins Húrra, sem lokaði dyrum sínum formlega haustið 2019. Nú geta þeir glaðst á ný en Húrra mun opna dyr sínar í sumar og boðar rekstrarstjóri staðarins mikið líf á þessum hornsteini skemmtanahalds í Reykjavík.

Viðskipti innlent