Næturlíf

Fréttamynd

Nætur­vaktin eins og stór­við­burður væri í bænum

Mikið hefur mætt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring. Raunar var svo mikið að gera í nótt að það var sem stórviðburður hefði verið í bænum, eins og það er orðað í Facebook-færslu slökkviliðsins í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hinn eini sanni b5 opnar í nýju hús­næði

Skemmti­staðurinn b5 mun opna aftur í sumar eftir árs­hlé á starf­semi sinni. Hann verður hins vegar ekki í Banka­stræti 5 eins og forðum, en þaðan dregur staðurinn nafn sitt, heldur á horni Hverfis­götu og Smiðju­stígs, þar sem Hverfis­barinn var áður til húsa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

Innlent
Fréttamynd

„Partíið er byrjað“

Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar.

Innlent
Fréttamynd

Tón­leika­höllin Húrra opnar dyr sínar á ný

Vafalaust hafa margir tónlista- og skemmtanahaldsunnendur saknað skemmtistaðarins Húrra, sem lokaði dyrum sínum formlega haustið 2019. Nú geta þeir glaðst á ný en Húrra mun opna dyr sínar í sumar og boðar rekstrarstjóri staðarins mikið líf á þessum hornsteini skemmtanahalds í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði

Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Partýsprengja um helgina

Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Dóms­mála­ráð­herra stendur vörð um djammið

Eigendur skemmtistaða í miðbænum telja málflutning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um að sjá megi ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða vegna faraldursins, byggja á veikum forsendum. Lögreglan hefur kallað eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma. Dómsmálaráðherra segir af og frá að reglum verði breytt á þessum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta ár sýni á­vinning af styttri opnunar­tíma skemmti­staða

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel

Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Allt annað líf að fá að standa ber­skjaldaður andspænis kúnnunum

Ætla má að veitinga­húsa- og bar­eig­endur landsins hafi margir hverjir séð til­efni til að gleðjast í dag yfir boðuðum til­slökunum á sótt­varna­reglum. Það er Björn Árna­son, eig­andi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að af­greiða fólk grímu­laus.

Innlent