Reykjavík

Fréttamynd

Bjargar deginum að komast að­eins úr klefanum

Fangar á Hólmsheiði eru á fullu þessa dagana að framleiða, mála og búa til jólaskraut sem þeir selja. Fangi segir það gríðarlega mikilvægt að fá að gera eitthvað á daginn annað en að hanga inni í klefa.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægi­síðu

Re­bekka Rafns­dótt­ir, kvik­mynda­gerðarkona og rithöfundur, hefur sett fallega hæð við Ægisíðu á sölu. Um er að ræða 174 fermetra hæð í húsi sem var byggt árið 1952 og steinað meðal annars með íslenskri hrafntinnu. 

Lífið
Fréttamynd

Höll sumar­landsins komin á sölu

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa sett íbuð sína við Skeljanes á sölu. Ásett verð er 108 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Villi Vill og Halla Vil­hjálms á Nínu

Það var líf og fjör á opnun skemmtistaðarins Nínu við Hverfisgötu á dögunum. Eigendur segja staðinn vera svar við kalli landsmanna um öðruvísi og lágstemmdari skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig.

Lífið
Fréttamynd

„Mikil­vægt fyrir dalinn að það sé komin á­kvörðun“

Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. 

Innlent
Fréttamynd

Hundarnir áttu ekki að vera saman

Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Kærastinn fær á­heyrn í Menningarnæturmálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað.

Innlent
Fréttamynd

Laugarneshverfi verður á­fram eitt skóla­hverfi

Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“

„Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum ekki að skaffa Land­spítalanum fleiri verk­efni“

Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði hundi í lög­reglu­mann

Ágreiningur milli mæðra fór svo að önnur kastaði litlum hundi sem hún hélt á í bringu lögreglumanns. Konan var töluvert ölvuð og var að lokum handtekin. Hundurinn reyndist ómeiddur eftir kastið.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur og Guð­rún flytja inn saman

Ólaf­ur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og kærastan hans Guðrún Ragna Hreins­dótt­ir, gæðastjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, hafa fest kaup á fallegu raðhúsi í Ártúnsholti í Reykjavík. Parið opinberaði samband sitt í lok árs í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Arnar Grant flytur í Vogahverfið

Einkaþjálf­ar­inn Arn­ar Grant hefur fest kaup á íbúð við Drómundarvog í Reykjavík. Íbúðina keypti hann af Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekanda. 

Lífið
Fréttamynd

Sam­þykkja að leikskóla­byggingin verði rifin

Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Jón Nor­dal er látinn

Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur við Holta­garða

Betur fór en á horfðist þegar sendibíll og fólksbíll rákust á við gatnamót Sæbrautar og Holtavegar í austurhluta Reykjavíkur á tíunda tímanum. Enginn slasaðist alvarlega í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Tveir grunaðir um frelsis­sviptingu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um rán og frelsissviptingu í íbúð í Breiðholti. Tveir voru handteknir þegar lögregluþjóna bar að garði og settir í fangaklefa.

Innlent