Reykjavík

Fréttamynd

Ís­lendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti

Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn.

Innlent
Fréttamynd

Há­vaxnasti maður landsins loksins í al­menni­legu rúmi

Það getur verið æði flókið að vera hávaxnasti maður landsins og get ekki sofið í rúmi án þess að fæturnir standi langt fram úr eins og fréttamaður varð vitni af þegar hann lagðist í rúmið með manninum, sem er tveir metrar og tuttugu sentímetrar á hæð.

Lífið
Fréttamynd

Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliða­ár í Víðidal

Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði dyravörðum skemmti­staðar með hníf

Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar

Innlent
Fréttamynd

Kalt vatn flæðir inn í kjallara og bíl­skúr

Kalt vatn sem lekur úr vatnslögn í Hlíðunum hefur fundið sér leið inn í að minnsta kosti tvo kjallara og einn bílskúr. Þetta staðfestir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Eig­andi Vy-þrifa orðinn eini eig­andi Wokon

Davíð Viðarsson, framkvæmdastjóri og eigandi þrifafyrirtækisins Vy-þrifa sem er til rannsóknar hjá lögreglu meðal annars fyrir mansal er orðinn einn eigandi og framkvæmdastjóri Wokon ehf. sem rekur samnefnda veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og víða um land.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björguðu einum út úr í­búðinni

Tvei íbúar voru inni í íbúð þar sem eldur kviknaði laust fyrir klukkan 09:30 í morgun. Annar komst út af sjálfsdáðum en slökkvilið bjargaði hinum út úr íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í fjöl­býli í Yrsufelli

Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í fjölbýli í Yrsufelli í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun. Tveir íbúar komu sér út úr íbúðinni af sjálfsdáðum og verða fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Fór huldu höfði á landinu í sam­tals tvö ár

Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag.

Innlent
Fréttamynd

DNA konu fannst á typpi karl­manns en dugði ekki til

Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun með því að hafa á árshátíð stungið lim sínum í munn samstarfskonu eiginkonu sinnar á klósettinu. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Of mikill vafi þótti á því hvort maðurinn hefði verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Grætur ekki gamla heimilið í Elliða­ár­dalnum

Lengi hefur staðið til að rífa húsið Skálará í Elliðaárdalnum sem varð eldi að bráð í gærkvöldi. Fyrrverandi íbúi segir húsið hafa verið handónýtt og tilefni til að rífa það fyrir löngu síðan. Hann sér ekki á eftir heimili sínu um árabil.

Innlent
Fréttamynd

Ekki talinn hæfur til að vera meðal al­mennings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna einstaklings í annarlegu ástandi í miðborginni. Var viðkomandi metinn óhæfur til að vera á meðal almennings og vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

35 fer­metrar á 220 þúsund krónur

Dæmi eru um það að leiguverð á litlum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu sé komið yfir sex þúsund krónur á fermetrann. Leiguverðið er langt yfir meðalfermetraverði á höfuðborgarsvæðinu. 

Neytendur
Fréttamynd

Piltar taldir hafa verið að verki

Ekki er vitað hversu margir gerendur voru að verki þegar pilti var ógnað með hnífi við Laugardalslaug í gær. Tilkynnt var um atvikið um hálftíma eftir að það átti sér stað og talið er að aðrir piltar hafi verið að verki.

Innlent