Reykjavík

Fréttamynd

Torf­bærinn í Vestur­bænum sem stóð fram á níunda ára­tuginn

Þegar síðasti torfbærinn í Reykjavík var rifinn voru Blúsbræðurnir í bíóhúsum bæjarins, Bubbi var nýbúinn að gefa út Ísbjarnarblús og Vigdís Finnbogadóttir hafði verið forseti Íslands í rúmt hálft ár. Á horni Suðurgötu og Eggertsgötu, þar sem nú er bílastæði við Hjónagarða, stóð torfbærinn Litla-Brekka og hann var ekki rifinn fyrr en árið 1981.

Lífið
Fréttamynd

Gríska húsinu lokað

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lokaði veitingastaðnum Gríska húsinu í kjölfar aðgerða lögreglu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Teknóhátíð á Radar alla helgina

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Dubfire spilar á tónlistarhátíðinni Libertyfest á klúbbnum Radar um helgina. Hátíðin er haldin í annað sinn um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skipuleggjendur stefna á að halda hana árlega héðan í frá. 

Lífið
Fréttamynd

Vetrarþjónustan þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3.292 milljónir króna á þremur fyrstu mánuðum ársins. Það er 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Meðal þess sem skýrir lakari afkomu er vetrarþjónusta borgarinnar, sem fór 782 milljónir króna umfram fjárheimildir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun
Fréttamynd

Enok sak­felldur

Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur hlotið sex mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tveggja líkamsárása. Annar maður, sem var ákærður fyrir að fremja aðra líkamsárásina ásamt Enoki hlýtur fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm.

Innlent
Fréttamynd

Frederiksen víkur fyrir Bird

Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Sárs­auka­fullt að sjá“ IKEA vasa dýrari í Góða hirðinum

Dyggur viðskiptavinur nytjamarkaða rak upp stór augu í dag þegar hún sá að IKEA blómavasi til sölu í Góða hirðinum kostaði meira en sami blómavasi nýr úr IKEA. Hún hefur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni. Forsvarsmaður Góða hirðisins segir tilfelli þegar vara er dýrari en ný teljast til algerra undantekninga. Verslunin sé fyrst og fremst óhagnaðardrifið umhverfisverkefni. 

Neytendur
Fréttamynd

Spegil­mynd af sam­fé­laginu muni búa á Heklureit

Heklureiturinn svokallaði í Reykjavík er að taka algerum stakkaskiptum. Ný íbúðarhús eru að rísa þar sem áður voru verkstæði. Framkvæmdastjóri Heklureits segir allt að 440 íbúðir munu rísa á reitnum og þær fyrstu verði afhentar haustið 2025. 

Innlent
Fréttamynd

Lit­rík hlaupagleði í Laugar­dalnum

Líf og fjör var í Laugardalnum síðastliðna helgi þegar hið árlega Litahlaup, eða Color Run, var haldið í áttunda sinn. Hlaupið er fimm kíló­metrar þar sem þátt­tak­end­ur eru litaðir með lita­púðri eft­ir hvern kíló­metra. Sannkölluð fjölskylduveisla!

Lífið
Fréttamynd

Gosmóða yfir höfuð­borgar­svæðinu í dag

Aðeins meiri virkni var í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt en daginn áður og gígurinn ansi líflegur að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent