Reykjavík

Fréttamynd

Gæti þurft að reisa varnar­garða á höfuð­borgar­svæðinu

Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Fékk slá í höfuðið og Hæsti­réttur klofnaði

Karlmaður sem hlaut líkamstjón þegar hliðslá á lóð Heklu hf. féll á höfuðið á honum fær engar bætur úr hendi vátryggingarfélags Heklu. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þó að hann ætti rétt á bótum.

Innlent
Fréttamynd

Hinir grunuðu lausir úr ein­angrun

Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

(Ó)merkilegir í­búar

Það er svo að stundum vilja dagsetningar festast í minni okkar mannana, afmæli, fótboltaleikir, árshátíðir og svo margt fleira jákvætt sem við upplifum kemur upp í huga okkar reglulega. Við setjum upp lítið bros og höldum svo áfram með daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Líf ó­lík­lega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst

Tiltölulega litlar líkur eru á því að mannslíf væru í hættu vegna hraunrennslis á höfuðborgarsvæðinu myndi eldgos verða svo nálægt borginni þannig að henni væri ógnað. Það væri vegna þess að í flestum tilfellum væri nægur tími til að rýma byggð. Hins vegar gæti tjón á byggingum og innviðum orðið gífurlegt og gjöreyðilegging möguleg.

Innlent
Fréttamynd

Viður­kenndi brot gegn barn­ungri systur en sýknaður

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn yngri systur sinni á árunum 2003 til 2007. Hann gekkst við því að hafa brotið gegn systur sinni en ekki eftir að hann varð fimmtán ára og þar með sakhæfur. Dómurinn taldi ekki sannað að hann hefði brotið gegn systurinni á þeim árum sem ákært var fyrir og sýknaði hann af þeim sökum.

Innlent
Fréttamynd

ÍR kveikti á skiltinu án leyfis

Íþróttafélag Reykjavíkur breytti flettiskilti á horni Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Breiðholti í ljósaskilti án leyfis borgarinnar. Félaginu hefur nú verið skipað að slökkva á skiltinu en það má breyta því í gamaldags flettiskilti.

Innlent
Fréttamynd

Ég hataði raf­íþróttir!

Það eru ekki sérlega mörg ár síðan ég bókstaflega sá rautt þegar fólk var að dásama rafíþróttir. Ég gat ekki með nokkrum móti skilið að það að spila tölvuleiki gæti átt neitt sameiginlegt með íþróttum.

Skoðun
Fréttamynd

Á­frýja og stofna fé­lag um réttinn til að mót­mæla

Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.

Innlent
Fréttamynd

Bleik og ævin­týra­leg miðbæjarperla

Við Blómvallagötu í miðbæ Reykjavíkur er að finna heillandi og vel skipulagða 68 fermetra íbúð í sex íbúða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1931. Ásett verð er 67,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Borgar­full­trúi Pírata í veikinda­leyfi

Magnús Davíð Norðdahl, borgarfulltrúi Pírata, fór í ótímabundið veikindaleyfi frá störfum í borgarstjórn um mánaðamótin. Hann hefur setið í borgarstjórn frá síðustu kosningum árið 2022.

Innlent
Fréttamynd

Stórt inn­grip í rekstur íþrótta­félaga!

Á ferðum okkar um borgina og raun landið allt blasa við okkur skilti og skjáir. Þessi litli færanlegi oftast kallaður sími, skjárinn í bílnum, auglýsingaskjáir og skilti á verslunum sem og auglýsingaskjáir sem finna má við fjölfarna staði.

Skoðun
Fréttamynd

Tón­hylur sam­einar reynslu­bolta og þá efni­legustu

Í Árbænum vinna margir af reyndustu og efnilegustu tónlistarmönnum landsins að því að skapa tónlist í sérstökum tónlistarklasa. Stjórnarformaður segir eitt markmiðanna hafa verið að ólíkt listafólk geti fengið ráð hjá hvoru öðru og skapað eitthvað saman.

Lífið
Fréttamynd

Grunur um hóp­nauðgun í Reykja­vík

Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju

Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn.

Innlent
Fréttamynd

Mikil­vægt að á Ís­landi sé fram­leitt úr ís­lenskri ull

Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Beitti bar­efli í líkams­á­rás

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.

Innlent