Grindavík Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út ásamt öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna manns sem var villtur í nágrenni Grindavíkur. Innlent 18.1.2025 23:41 Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Innlent 17.1.2025 11:01 „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Erlendu leikmenn Grindavíkur, og þá sérstaklega DeAndre Kane, reyndust mikilvægir í öllum þeim áföllum sem dundu á bæjarbúum síðasta vetur. Körfubolti 15.1.2025 13:30 „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Mig langar bara að segja bless til þess að ljúka þessum kafla,“ segir Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir í nýjasta þættinum af Grindavík, þar sem henni er fylgt í kveðjuheimsókn á heimili sitt í Grindavík. Körfubolti 15.1.2025 08:02 Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu. Körfubolti 14.1.2025 11:01 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar. Innlent 14.1.2025 10:30 „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. Körfubolti 8.1.2025 07:02 „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. Körfubolti 7.1.2025 07:01 Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. Innlent 2.1.2025 08:56 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Innlent 31.12.2024 11:33 Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. Viðskipti innlent 30.12.2024 12:21 Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Fyrsti þáttur heimildaþáttaraðarinnar Grindavík fór í loftið í gær. Þar var stiklað á stóru sigrunum í körfuboltasögu Grindvíkinga. Körfubolti 30.12.2024 07:00 Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Í heimildaþáttaröðinni Grindavík lýsa bæjarbúar meðal annars upplifun sinni af hinum örlagaríka degi, 10. nóvember 2023, þegar þeir þurftu að flýja heimili sín. Körfubolti 29.12.2024 10:01 Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ „Einangrunin er að setjast inn. Öll rútína daglegs lífs er farin út um gluggann. Það er ekkert að gera nema hugsa og hafa áhyggjur af öllu saman,“ segir í dagbók Karitas Nínu Viðarsdóttur. Áskorun 28.12.2024 08:02 Hætta leitinni í Meradölum Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun. Innlent 27.12.2024 16:40 Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Innlent 27.12.2024 12:48 Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” „Flestir nemendur voru þó jákvæðir en allan morguninn voru skjálftarnir í bakgrunninum og skólinn hristist endalaust. Á tímabili voru skjálftarnir svo margir að mér leið eins og ég væri á skipi sem ruggaði fram og til baka, mér varð óglatt.“ Áskorun 25.12.2024 08:00 Landris heldur áfram á stöðugum hraða Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða og því áframhaldandi kvikusöfnun. Síðasta eldgos á svæðinu var það annað stærsta frá því í desember í fyrra en í gær 18. desember var eitt ár liðið frá því að fyrsta eldgosið í atburðarrásinni á Sundhnúksgígaröðinni hófst. Hættumat gildir að óbreyttu til 2. janúar 2025. Innlent 19.12.2024 12:44 Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Innlent 18.12.2024 11:37 Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Grindavíkurbær hefur kynnt fyrstu drög að rammaskipulagi sem byggir á hugmyndum og tillögum Grindvíkinga um framtíðarsýn á bænum. Innlent 18.12.2024 11:31 Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 17.12.2024 10:44 Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Innlent 16.12.2024 12:58 Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Innlent 15.12.2024 12:01 Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Innlent 13.12.2024 08:00 Eldgosinu er lokið Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg. Innlent 9.12.2024 14:45 Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Meira magn af kviku virðist streyma úr dýpra kvikuhólfi með hverju gosinu, enda verður leiðin alltaf greiðfærari. Innlent 7.12.2024 16:25 Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur dregist saman hægt og rólega síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. Innlent 6.12.2024 18:23 Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ „Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 5.12.2024 09:48 Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 2.12.2024 07:04 Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. Körfubolti 30.11.2024 12:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 75 ›
Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út ásamt öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna manns sem var villtur í nágrenni Grindavíkur. Innlent 18.1.2025 23:41
Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. Innlent 17.1.2025 11:01
„Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Erlendu leikmenn Grindavíkur, og þá sérstaklega DeAndre Kane, reyndust mikilvægir í öllum þeim áföllum sem dundu á bæjarbúum síðasta vetur. Körfubolti 15.1.2025 13:30
„Karfan er æði en lífið er skítt“ „Mig langar bara að segja bless til þess að ljúka þessum kafla,“ segir Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir í nýjasta þættinum af Grindavík, þar sem henni er fylgt í kveðjuheimsókn á heimili sitt í Grindavík. Körfubolti 15.1.2025 08:02
Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Í þriðja þætti heimildaþáttaraðarinnar Grindavík er meðal annars farið yfir daginn örlagaríka fyrir sléttu ári síðan, þegar hraun rann inn í bæinn. Guðríður Hanna Sigurðardóttir og Morten Szmiedowicz voru á meðal þeirra sem sáu húsið sitt verða hrauninu að bráð í beinni sjónvarpsútsendingu. Körfubolti 14.1.2025 11:01
Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Ár er liðið frá því hraun rann inn í Grindavík þann 14. janúar 2024 í öðru eldgosi hrinunnar við Sundhnúksgíga. Gosið hófst um áttaleytið um morguninn og náði hraun fyrsta húsinu í Efrahópi um fimm tímum síðar. Innlent 14.1.2025 10:30
„Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Bræðurnir Jóhann Þór og Ólafur Ólafssynir eru allt í öllu í karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum. Jóhann þjálfar liðið og Ólafur er fyrirliði liðsins. Þegar Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn á síðasta tímabili þá reyndi mjög mikið á þá tvo við að halda liðinu gangandi. Körfubolti 8.1.2025 07:02
„Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Það var mjög sárt fyrir Grindvíkinga að þurfa að flýja heimabæ sinn en körfuboltinn náði að þjappa bæjarbúum saman. Margir ætla líka að snúa aftur heim í Grindavík þegar þeir mega það. Körfubolti 7.1.2025 07:01
Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. Innlent 2.1.2025 08:56
Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Innlent 31.12.2024 11:33
Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sögulegt ár á fasteignamarkaði vegna Grindavíkuráhrifa er að baki að sögn fasteignasala og kaupsamningar voru nærri helmingi fleiri en í fyrra. Hann spáir allt að tíu prósenta hækkun á fasteignaverði á næsta ári. Viðskipti innlent 30.12.2024 12:21
Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Fyrsti þáttur heimildaþáttaraðarinnar Grindavík fór í loftið í gær. Þar var stiklað á stóru sigrunum í körfuboltasögu Grindvíkinga. Körfubolti 30.12.2024 07:00
Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Í heimildaþáttaröðinni Grindavík lýsa bæjarbúar meðal annars upplifun sinni af hinum örlagaríka degi, 10. nóvember 2023, þegar þeir þurftu að flýja heimili sín. Körfubolti 29.12.2024 10:01
Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ „Einangrunin er að setjast inn. Öll rútína daglegs lífs er farin út um gluggann. Það er ekkert að gera nema hugsa og hafa áhyggjur af öllu saman,“ segir í dagbók Karitas Nínu Viðarsdóttur. Áskorun 28.12.2024 08:02
Hætta leitinni í Meradölum Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun. Innlent 27.12.2024 16:40
Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Innlent 27.12.2024 12:48
Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” „Flestir nemendur voru þó jákvæðir en allan morguninn voru skjálftarnir í bakgrunninum og skólinn hristist endalaust. Á tímabili voru skjálftarnir svo margir að mér leið eins og ég væri á skipi sem ruggaði fram og til baka, mér varð óglatt.“ Áskorun 25.12.2024 08:00
Landris heldur áfram á stöðugum hraða Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða og því áframhaldandi kvikusöfnun. Síðasta eldgos á svæðinu var það annað stærsta frá því í desember í fyrra en í gær 18. desember var eitt ár liðið frá því að fyrsta eldgosið í atburðarrásinni á Sundhnúksgígaröðinni hófst. Hættumat gildir að óbreyttu til 2. janúar 2025. Innlent 19.12.2024 12:44
Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Innlent 18.12.2024 11:37
Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Grindavíkurbær hefur kynnt fyrstu drög að rammaskipulagi sem byggir á hugmyndum og tillögum Grindvíkinga um framtíðarsýn á bænum. Innlent 18.12.2024 11:31
Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 17.12.2024 10:44
Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Innlent 16.12.2024 12:58
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Innlent 15.12.2024 12:01
Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Innlent 13.12.2024 08:00
Eldgosinu er lokið Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg. Innlent 9.12.2024 14:45
Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Meira magn af kviku virðist streyma úr dýpra kvikuhólfi með hverju gosinu, enda verður leiðin alltaf greiðfærari. Innlent 7.12.2024 16:25
Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Virkni í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur dregist saman hægt og rólega síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið minnkandi þegar horft er til síðustu daga. Innlent 6.12.2024 18:23
Frumsýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“ „Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 5.12.2024 09:48
Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Á meðan landsmenn gengu til Alþingiskosninga mallaði eldgosið á Reykjanesskaga áfram. Lítil breyting hefur orðið á hegðun gossins samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu. Innlent 2.12.2024 07:04
Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, sótti ekki aðeins mikilvægan sigur í Sláturhúsið í Keflavík í gær heldur bætti hann einnig leikjamet félagsins í úrvalsdeild karla. Körfubolti 30.11.2024 12:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti