Áfengi og tóbak

Fréttamynd

„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju?

Nýlega rann út umsagnarfrestur um frumvarp til laga sem snýr að því að taka af allan vafa um að netverslun með áfengi sé heimil hér á landi. Eins og títt er um fréttir hér á landi hefur stuttlega verið sagt frá skoðunum hinna ýmsu aðila en því miður er aldrei spurt nánar út í þau álit t.d. með framhaldsspurningu á borð við ,,af hverju?”

Skoðun
Fréttamynd

Haukur Heiðar yfir til Borgar

Haukur Heiðar Leifsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Borg Brugghúsi. Haukur er mikill áfengissérfræðingur, hefur verið áberandi í íslenskri áfengismenningu og haldið úti umfjöllun um áfengi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talsmenn hafta hverfa jafnan á öskuhauga sögunnar

Almenningur hér á landi þarf auðvitað ekkert á milligöngu Hafdísar eða hennar líkum að halda vegna kaupa á áfengi eða annarri matvöru. Þeir sem hafa hag af helsinu þurfa hins vegar á henni að halda og vita sem er að „það er bara best að kjósa framsókn“.

Umræðan
Fréttamynd

Netverslunarfrumvarp Hildar flaug í gegnum fyrstu umræðu í þinginu

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir umdeildu lagafrumvarpi um netverslun með áfengi í kvöld sem var svo ekkert deilt um. Frumvarpið heimilar netverslun með áfengi. Málið fer nú fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Von Hildar stendur til þess að loksins muni mál tengt auknu frelsi með áfengi ekki daga uppi í nefnd.

Innherji
Fréttamynd

Sunnudagarnir þurfa ekki að vera santé

Þann 1. mars sl. á 33 ára afmæli bjórsins á Íslandi skrifaði Arnar Sigurðsson, vínkaupmaður áhugaverða grein á svæði Innherja á Vísi.is þar sem hann hefur tekið að sér hlutverk sagnfræðings og rekur sögu verslunar á Íslandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Al­sæla finnist í kampa­víni

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar um tilvik þar sem kampavíni hefur verið skipt út fyrir vímuefnið alsælu eða MDMA í þriggja lítra flöskum merktum Moét & Chandon Ice Imperial. Einn hefur látist við að drekka úr slíkri flösku en kampavínið er ekki selt hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Vín­búðin tekur rúss­neskan vodka úr sölu

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hvað verður um afgreiðslustúlkurnar?“

Kostulegt er að rifja upp rök þeirra sem hæst töluðu gegn lögleiðingu bjórs hér á landi. Bjórinn var meðal annars ekki einkamál eiginmanna því bjórvömbin yrði líka vandamál eiginkvenna og unglingum yrði umsvifalaust drekkt í óreglu. Þjóðin stóð á barmi hengiflugs.

Umræðan
Fréttamynd

Sakar þingmenn um að ganga erinda áfengisframleiðenda

Dregið var hressilega úr viðvörunum gegn áfengisneyslu á síðustu stundu þegar Evrópuþingið samþykkti nýja lýðheilsuáætlun til að sporna við krabbameini. Formaður Evrópsku krabbameinssamtakanna segir að þingmenn hafi gengið erinda áfengisframleiðenda í Suður-Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Vín­búðir opnar á sunnu­dögum?

Um áralangt skeið hafa frjálshyggjan og íhaldssemin tekist á um aðgengi neytenda að áfengi. Málefni sem við fyrstu sýn er ekki það stórt, en hefur orðið einn holdgervinga reipitogsins milli tveggja póla.

Skoðun
Fréttamynd

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda

Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. 

Skoðun
Fréttamynd

Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.

Innherji
Fréttamynd

Innkalla bjórdósir sem geta sprungið

ÁTVR hefur innkallað vöruna Svartálfur Potato Porter, sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem umbúðir vörunnar geta bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.

Neytendur