NBA

Fréttamynd

Stoudemire ætlar að spila í kvöld

Leikur Miami Heat og Phoenix Suns verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Miðherjinn Amare Stoudemire snýr aftur með liði Phoenix eftir meiðsli og Miami reynir að afstýra tapi í 18. leiknum í röð í öllum keppnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir 200 milljónir horfa í kvöld

Fastlega er gert ráð fyrir að yfir 200 milljónir Kínverja muni í nótt fylgjast með leik Houston og Milwaukee í NBA deildinni þar sem tvær helstu körfuboltastjörnur landsins leiða saman hesta sína.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas fékk uppreisn æru

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor.

Körfubolti
Fréttamynd

Ég er enn mesti fanturinn í deildinni

Miðherjinn Shaquille O´Neal hefur ekki riðið feitum hesti frá fyrstu leikjum sínum með Miami í NBA það sem af er leiktíðinni. Liðið tapar hverjum leiknum á fætur öðrum og tröllið virðist ekki geta borið liðið á herðum sér án Dwyane Wade sem er meiddur.

Körfubolti
Fréttamynd

Skotglaður Durant

Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics í NBA deildinni er ekki hræddur við að taka skotin í fyrstu leikjum sínum meðal þeirra bestu. Skotgleði hans er sú næst mesta hjá nýliða í NBA í 30 ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuleikurinn verður í Phoenix árið 2009

Nú hefur verið staðfest að hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fari fram í Phoenix árið 2009. Leikurinn fór síðast fram í borginni árið 1995 þegar stórskyttan Mitch Richmond var valinn verðmætasti leikmaðurinn í stórsigri vesturliðsins. Stjörnuleikurinn 2008 verður haldinn í New Orleans í febrúar.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston valtaði yfir Denver

Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Metin féllu í Staples Center

NBA lið New Orleans Hornets gerði góða ferð til Los Angeles í nótt þar sem það vann öruggan sigur á LA Lakers 118-104. Þeir Peja Stojakovic og Chris Paul settu glæsileg félagsmet í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

McGrady og Granger leikmenn vikunnar

Tracy McGrady hjá Houston og Danny Granger hjá Indiana voru í gær útnefndir leikmenn vikunnar í NBA deildinni. Granger fór fyrir Indiana í 3-0 viku með því að skora tæp 23 stig og hirða 8,7 fráköst í leik og var valinn leikmaður vikunnar í Austurdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Terry fór fyrir Dallas í sigri á Houston

Aðeins einn leikur var á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem Texas-liðin Dallas og Houston áttust við. Varamaðurinn Jason Terry hjá Dallas leiddi sitt lið til 107-98 sigurs með frábærri innkomu af bekknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Phoenix skellti Cleveland

Góður seinni hálfleikur tryggði Phoenix Suns 103-92 sigur á Cleveland í NBA deildinni í nótt en heimamenn voru án Amare Stoudemire sem hvíldi lúið hné í nótt. Miami Heat er enn án sigurs.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston fer vel af stað

Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Boston Celtics unnu sannfærandi sigur á Washington Wizards í fyrsta leik sínum á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigandi Sonics sækir um flutning á liðinu

Clay Bennett, eigandi Seattle Supersonics í NBA deildinni, staðfesti í kvöld að hann ætlaði að óska eftir því við forráðamenn deildarinnar að liðið verði flutt frá Seattle eins fljótt og hægt er.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston - Washington í beinni á Sýn í nótt

Sjónvarpsstöðin Sýn hefur beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta á miðnætti í nótt þegar stöðin sýnir beint frá viðureign Boston og Washington. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu í Boston.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjárfestar í Seattle vilja kaupa Sonics

Hópur fjárfesta í Seattle gaf það út í dag að þeir hefðu í huga að kaupa NBA lið Seattle Supersonics af núverandi eiganda Clay Bennett, með það fyrir augum að halda liðinu í borginni. Fátt bendir til annars en að Bennett flytji liðið til heimaborgar sinnar Oklahoma.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili hetja San Antonio

Það var nóg um að vera í NBA-deildinn í nótt en átta leikir fóru fram. San Antonio vann góðan sigur á Memphis í æsispennandi leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Odom fékk heilahristing eftir árekstur

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers lenti í árekstri í gærkvöldi þegar hann var á leið á opnunarleik liðsins gegn Houston í gærkvöld. Benz-birfreið hans gjöreyðilagðist í árekstrinum og þurfti að klippa ökumann hinnar bifreiðarinnar út úr bílflakinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Tvær beinar útsendingar á NBA TV í nótt

Það verður mikil körfuboltaveisla á NBA TV í nótt þegar tveir leikir verða sýndir beint frá miðnætti. Meistarar San Antonio sækja Memphis heim og þá tekur Denver á móti Seattle um klukkan hálf þrjú í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Magic: Kobe fer ekki til Chicago

Magic Johnson, varaforseti LA Lakers í NBA deildinni, segir að ekkert geti orðið af því að Kobe Bryant fari til Chicago Bulls eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðustu vikurnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe með 45 stig en Lakers tapaði

LA Lakers tapaði í nótt fyrsta leik sínum á tímabilinu fyrir Houston Rockets, 95-93, á heimavelli. Kobe Bryant skoraði 45 stig í leiknum en brenndi af níu vítaskotum. Það var þar að auki púað á hann fyrir leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard kominn aftur til Dallas

NBA lið Dallas Mavericks fékk góðan liðstyrk í nótt þegar liðið gekk frá samningi við framherjann reynda Juwan Howard sem keyptur var út úr samningi sínum hjá Minnesota á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Duncan að framlengja við Spurs

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio er búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár ef marka má fréttaskot ESPN sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA deildin hefst í nótt

Í kvöld hefst deildarkeppnin í NBA deildinni í körfubolta með þremur leikjum og verður leikur Golden State Warriors og Utah Jazz sýndur beint á NBA TV rásinni á fjölvarpinu klukkan hálf þrjú eftir miðnætti.

Körfubolti