Kjaramál Stytting vinnuvikunnar kostar Slökkviliðið 418 milljónir Gert er ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar muni auka launakostnað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um 418 milljónir króna eða um tólf prósent á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að það varð að ráða 24 starfsmenn til að viðhalda þjónustustigi. Þetta kemur fram í svari frá Slökkviliðinu við fyrirspurn Innherja. Innherji 7.10.2022 15:25 Ólöf Helga ætlar í formannsslag við Ragnar Þór Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Hún greinir frá framboði sínu í fréttatilkynningu og segist ekki geta látið embættið baráttulaust í hendur fólks sem sé sjúkt í völd. Innlent 7.10.2022 12:11 Saka hvor aðra um njósnir og innbrot Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sakar Agnieszku Ewu Ziólkowsku, fyrrverandi formann Eflingar um að stunda njósnir með aðgangi hennar að tölvupóstfangi Sólveigar hjá Eflingu. Agnieszka segir að hún hafi gefið Sólveigu frest, samkvæmt starfslokasamningi, til að fjarlægja persónuleg gögn úr tölvupósthólfi. Hún segir að sér hafi borið að nálgast gögn Sólveigar og Viðars til að halda starfsemi Eflingar áfram. Innlent 7.10.2022 07:00 Þarf „einbeittan brotavilja ef þetta á að fara illa“ Seðlabankastjóri segist ekki treysta sér til að leggja mat á hvað séu „ásættanlegar“ launahækkanir fyrir komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði út frá verðstöðugleika á tímum þegar verðbólgan mælist yfir níu prósent. Þumalfingurreglan segi hins vegar að til lengdar sé svigrúm til árlegra launahækkana á heildina litið ekki meira en um 4 prósent. Innherji 6.10.2022 17:51 Telja Ragnar Þór ekki geta valdið hlutverki forseta verkafólks Formenn ellefu verkalýðsfélaga undir hatti Alþýðusambands Íslands segja Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki færan um að gegna hlutverki forseta ASÍ. Þau segja hann sækjast í völd og ætla að sitja með tvo hatta í komandi kjaraviðræðum. Þar sé skýr hagsmunaárekstur á ferðinni. Innlent 6.10.2022 14:39 Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta. Skoðun 6.10.2022 14:01 „Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir. Innlent 6.10.2022 12:00 Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag. Innlent 5.10.2022 20:07 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. Viðskipti innlent 5.10.2022 11:00 Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn klukkan 15:00 í Borgarleikhúsinu. Þar er ætlunin að stilla saman strengi meðlima Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjaraviðræðna. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi. Viðskipti innlent 29.9.2022 14:30 Forseti EFTA-dómstólsins segir umræðu um kaupauka vera Pandórubox Enginn stjórnmálamaður er tilbúinn að leggja æru sína að veði til að opna á umræðu um kaupauka fjármálafyrirtækja, sérstaklega í ljósi þess hversu mikla reiði kaupaukar föllnu bankanna vöktu hjá almenningi í kjölfar fjármálahrunsins. Innherji 27.9.2022 17:01 Orðin lenska að taka langan tíma í kjarasamninga Yfir 99 prósent kjarasamninga á Íslandi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlutfall sem skapar óvissu fyrir launafólk og atvinnurekendur að mati ríkissáttasemjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni framtíð. Innlent 27.9.2022 16:39 Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Innlent 27.9.2022 09:11 Endurskoða þarf séríslenskar reglur um kaupauka, segir meðeigandi LOGOS Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni. Innherji 27.9.2022 07:30 Ísland best í heimi? Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd. Skoðun 23.9.2022 11:33 Halla hættir sem framkvæmdastjóri ASÍ: „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi“ Halla Gunnarsdóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal. Hún segir að um skemmtilegt og lærdómsríkt ferli hafi verið að ræða en síðustu ár hafi einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi og vinnuskilyrðin hafi oft verið óbærileg. Vonandi takist að leysa einhverja hnúta og komast að samkomulagi fyrir veturinn. Innlent 22.9.2022 15:34 Kristín Linda nýr formaður samninganefndar ríkisins Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, verður nýr formaður samninganefndar ríkisins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samninganefndarinnar fyrir komandi kjaraviðræður. Innlent 21.9.2022 17:17 Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Innlent 18.9.2022 12:22 Elísabet, vínið og veikindin Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown. Skoðun 16.9.2022 08:01 Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Innlent 15.9.2022 10:13 VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. Innlent 14.9.2022 18:55 ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. Innlent 14.9.2022 12:09 Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Skoðun 14.9.2022 07:01 Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Innlent 13.9.2022 13:05 Hver ber ábyrgð á menntamálum? Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Skoðun 13.9.2022 08:01 Íslenskukennsla og kjarasamningar Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“ Skoðun 12.9.2022 15:01 Konur af erlendum uppruna gagnrýna ummæli Sólveigar Önnu harðlega Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. Innlent 11.9.2022 21:13 Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. Innlent 11.9.2022 17:24 Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Skoðun 9.9.2022 16:03 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 5.9.2022 10:13 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 156 ›
Stytting vinnuvikunnar kostar Slökkviliðið 418 milljónir Gert er ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar muni auka launakostnað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um 418 milljónir króna eða um tólf prósent á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að það varð að ráða 24 starfsmenn til að viðhalda þjónustustigi. Þetta kemur fram í svari frá Slökkviliðinu við fyrirspurn Innherja. Innherji 7.10.2022 15:25
Ólöf Helga ætlar í formannsslag við Ragnar Þór Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Hún greinir frá framboði sínu í fréttatilkynningu og segist ekki geta látið embættið baráttulaust í hendur fólks sem sé sjúkt í völd. Innlent 7.10.2022 12:11
Saka hvor aðra um njósnir og innbrot Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sakar Agnieszku Ewu Ziólkowsku, fyrrverandi formann Eflingar um að stunda njósnir með aðgangi hennar að tölvupóstfangi Sólveigar hjá Eflingu. Agnieszka segir að hún hafi gefið Sólveigu frest, samkvæmt starfslokasamningi, til að fjarlægja persónuleg gögn úr tölvupósthólfi. Hún segir að sér hafi borið að nálgast gögn Sólveigar og Viðars til að halda starfsemi Eflingar áfram. Innlent 7.10.2022 07:00
Þarf „einbeittan brotavilja ef þetta á að fara illa“ Seðlabankastjóri segist ekki treysta sér til að leggja mat á hvað séu „ásættanlegar“ launahækkanir fyrir komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði út frá verðstöðugleika á tímum þegar verðbólgan mælist yfir níu prósent. Þumalfingurreglan segi hins vegar að til lengdar sé svigrúm til árlegra launahækkana á heildina litið ekki meira en um 4 prósent. Innherji 6.10.2022 17:51
Telja Ragnar Þór ekki geta valdið hlutverki forseta verkafólks Formenn ellefu verkalýðsfélaga undir hatti Alþýðusambands Íslands segja Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, ekki færan um að gegna hlutverki forseta ASÍ. Þau segja hann sækjast í völd og ætla að sitja með tvo hatta í komandi kjaraviðræðum. Þar sé skýr hagsmunaárekstur á ferðinni. Innlent 6.10.2022 14:39
Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta. Skoðun 6.10.2022 14:01
„Mér hlýtur að finnast það alveg skelfilegt“ Formaður Starfsgreinasambandsins segir það skelfilegt að seðlabankastjóri skuli beina þeim skilaboðum til aðila vinnumarkaðarins að leggja sitt af mörkum til að hemja verðbólguna. Eina tækifæri launafólks í vaxtaumhverfinu nú til að rétta sín kjör sé þegar kjarasamningar eru lausir. Innlent 6.10.2022 12:00
Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag. Innlent 5.10.2022 20:07
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. Viðskipti innlent 5.10.2022 11:00
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Ársfundur atvinnulífsins verður haldinn klukkan 15:00 í Borgarleikhúsinu. Þar er ætlunin að stilla saman strengi meðlima Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda kjaraviðræðna. Fundurinn er í beinni útsendingu á Vísi. Viðskipti innlent 29.9.2022 14:30
Forseti EFTA-dómstólsins segir umræðu um kaupauka vera Pandórubox Enginn stjórnmálamaður er tilbúinn að leggja æru sína að veði til að opna á umræðu um kaupauka fjármálafyrirtækja, sérstaklega í ljósi þess hversu mikla reiði kaupaukar föllnu bankanna vöktu hjá almenningi í kjölfar fjármálahrunsins. Innherji 27.9.2022 17:01
Orðin lenska að taka langan tíma í kjarasamninga Yfir 99 prósent kjarasamninga á Íslandi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlutfall sem skapar óvissu fyrir launafólk og atvinnurekendur að mati ríkissáttasemjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni framtíð. Innlent 27.9.2022 16:39
Breyta fyrirkomulagi launagreiðslna ríkisstarfsmanna eftir gagnrýni Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur heimilað Fjársýslunni að breyta fyrirkomulaginu á launagreiðslum ríkisstarfsmanna eftir mikla gagnrýni á fyrirkomulagið. Með breytingunni verða laun greidd út fyrsta hvers mánaðar, óháð því hvort dagsetningin lendi á helgi eða lögbundnum frídegi. Innlent 27.9.2022 09:11
Endurskoða þarf séríslenskar reglur um kaupauka, segir meðeigandi LOGOS Það er ástæða til þess, að sögn Óttars Pálssonar, lögmanns og meðeiganda hjá LOGOS, að endurskoða núverandi takmarkanir á kaupaukum fjármálafyrirtækja með það fyrir augum að færa gildissvið þeirra og efnisreglur nær því sem þekkist í löndunum í kringum okkur. Séríslenskar takmarkanir á kaupaukum skerða samkeppnishæfni, hækka föst laun bankastarfsmanna verulega og geta jafnvel stuðlað að óæskilegri ákvarðanafælni. Innherji 27.9.2022 07:30
Ísland best í heimi? Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd. Skoðun 23.9.2022 11:33
Halla hættir sem framkvæmdastjóri ASÍ: „Síðustu ár hafa einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi“ Halla Gunnarsdóttir hefur tilkynnt að hún muni ekki snúa til baka til starfa sem framkvæmdastjóri ASÍ eftir afsögn Drífu Snædal. Hún segir að um skemmtilegt og lærdómsríkt ferli hafi verið að ræða en síðustu ár hafi einkennst af hatrammri valdabaráttu og niðurrifi og vinnuskilyrðin hafi oft verið óbærileg. Vonandi takist að leysa einhverja hnúta og komast að samkomulagi fyrir veturinn. Innlent 22.9.2022 15:34
Kristín Linda nýr formaður samninganefndar ríkisins Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, verður nýr formaður samninganefndar ríkisins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samninganefndarinnar fyrir komandi kjaraviðræður. Innlent 21.9.2022 17:17
Hefur áhyggjur af framtíð ASÍ vegna „einræðistilburða“ Formaður Bárunnar, stærsta stéttarfélags á Suðurlandi, hefur miklar áhyggjur af framtíð Alþýðusambandsins verði Ragnar Þór formaður þess. Hún segir skjóta skökku við að hópur sem hafi hrakið fyrrverandi forseta sambandsins frá völdum með ofbeldi taki við stjórninni. Innlent 18.9.2022 12:22
Elísabet, vínið og veikindin Ég ákvað að vera smá óþekk á föstudagskvöld og hella mér í smá vínglas. Ég er ekki vön því enda er ég alin upp af fólki sem liggur við að megi kalla heittrúað á það að allt vín sé böl. Mig bara langaði smá til að skála fyrir þessari æðislegri fyrirmynd kvenna, sterku og staðföstu drottningunni henni Elísabetu og hámhorfa um leið á nokkra þætti af Crown. Skoðun 16.9.2022 08:01
Ragnar Þór hyggst sækjast eftir forsetaembættinu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október. Innlent 15.9.2022 10:13
VR í hart við Eflingu VR hefur stefnt stéttarfélaginu Eflingu vegna uppsagnar fyrrverandi starfsmanns Eflingar. Málið verður tekið fyrir í Félagsdómi hinn 11. október. Innlent 14.9.2022 18:55
ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. Innlent 14.9.2022 12:09
Alþýðusamband Íslands njóti sannmælis Heildarsamtök eru aldrei sterkari en sú samstaða sem ríkir innan þeirra. Í störfum mínum fyrir ASÍ undanfarin 10 ár eða svo hef ég fundið mjög áþreifanlega fyrir mismunandi viðbrögðum stjórnvalda við málflutningi okkar eftir því hvernig samstaðan eða samstöðuleysið er innan verkalýðshreyfingarinnar. Skoðun 14.9.2022 07:01
Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Innlent 13.9.2022 13:05
Hver ber ábyrgð á menntamálum? Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Skoðun 13.9.2022 08:01
Íslenskukennsla og kjarasamningar Smágrein sem ég skrifaði hér á föstudaginn hefur valdið meira uppþoti en ég hafði ímyndað mér, allt út af einni málsgrein: „Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma.“ Skoðun 12.9.2022 15:01
Konur af erlendum uppruna gagnrýna ummæli Sólveigar Önnu harðlega Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. Innlent 11.9.2022 21:13
Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. Innlent 11.9.2022 17:24
Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Skoðun 9.9.2022 16:03
Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 5.9.2022 10:13