Ísrael Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Erlent 11.4.2025 20:04 Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Handbolti 11.4.2025 15:13 Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Handbolti 11.4.2025 12:34 Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. Innlent 10.4.2025 12:00 Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Innlent 9.4.2025 19:41 Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. Handbolti 9.4.2025 10:30 Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Handbolti 9.4.2025 08:00 „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Handbolti 8.4.2025 16:13 Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Handbolti 8.4.2025 14:36 „Ekki leika þennan leik“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Innlent 8.4.2025 13:47 Mikilvægur fundur með Íran framundan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Erlent 7.4.2025 21:58 Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Erlent 7.4.2025 18:52 Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7.4.2025 12:31 „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6.4.2025 21:00 „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handbolti 6.4.2025 19:53 Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu. Handbolti 6.4.2025 17:19 Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Erlent 6.4.2025 15:29 Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Erlent 6.4.2025 10:16 Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Erlent 4.4.2025 08:52 Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. Erlent 3.4.2025 09:00 Fordæma árás á sjúkraliða Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá. Erlent 31.3.2025 06:39 Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Erlent 29.3.2025 21:15 Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti. Handbolti 28.3.2025 18:01 Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs. Erlent 28.3.2025 14:31 Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Erlent 27.3.2025 21:02 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. Erlent 26.3.2025 07:31 Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. Erlent 24.3.2025 23:21 Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. Erlent 24.3.2025 06:58 Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði. Erlent 21.3.2025 10:34 Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. Innlent 21.3.2025 10:27 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 48 ›
Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Erlent 11.4.2025 20:04
Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Handbolti 11.4.2025 15:13
Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. Handbolti 11.4.2025 12:34
Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna. Innlent 10.4.2025 12:00
Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Innlent 9.4.2025 19:41
Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. Handbolti 9.4.2025 10:30
Sniðganga var rædd innan HSÍ „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Handbolti 9.4.2025 08:00
„Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir stöðu íslenska kvennalandsliðsins vera snúna fyrir komandi leiki við Ísrael í umspili um sæti á HM í nóvember. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni en íslenska liðið er aðeins þessum tveimur leikjum frá heimsmeistaramóti. Handbolti 8.4.2025 16:13
Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Perla Ruth Albertsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur greint frá því að leikmönnum landsliðsins hafi borist skilaboð á samfélagsmiðlum vegna leikja landsliðsins við Ísrael í umspili um sæti á HM. Leikirnir fara fram í skugga gagnrýni á morgun og hinn. Handbolti 8.4.2025 14:36
„Ekki leika þennan leik“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, hefur ritað opið bréf til landsliðskvenna í handbolta þar sem hann skorar á þær að leika ekki við ísraelska landsliðið. Innlent 8.4.2025 13:47
Mikilvægur fundur með Íran framundan Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. Erlent 7.4.2025 21:58
Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Blaðamannafundi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamins Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sem halda átti í kvöld hefur verið aflýst. Þeir munu svara spurningum útvaldra blaða- og fréttamanna. Erlent 7.4.2025 18:52
Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Síðar í dag ræðst það hvort fjölmiðlar fái tækifæri til að ræða við leikmenn og þjálfara í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta í aðdraganda leikja við Ísrael hér heima sem verða spilaðir fyrir luktum dyrum eftir ráðleggingar frá embætti Ríkislögreglustjóra. Handbolti 7.4.2025 12:31
„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið. Handbolti 6.4.2025 21:00
„Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Jón Halldórsson formaður HSÍ segir að sambandið hafi átt mjög góðar umræður við embætti ríkislögreglustjóra í tengslum við leik Íslands og Ísrael í undankeppni HM. Engir áhorfendur verða á leikjunum tveimur sem fram fara í næstu viku. Handbolti 6.4.2025 19:53
Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael HSÍ hefur gefið út tilkynningu þar sem greint er frá því að leikir Íslands og Ísraels í undankeppni HM kvenna í handknattleik verði leiknir fyrir luktum dyrum. Þetta sé vegna tilmæla lögreglu. Handbolti 6.4.2025 17:19
Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. Erlent 6.4.2025 15:29
Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. Erlent 6.4.2025 10:16
Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Ísraelsher rannsakar nú dráp á hópi starfsmanna alþjóðlegra hjálparsamtaka á Gasaströndinni sem hafa vakið mikla reiði. Talsmaður hersins hafnar ásökunum um að mennirnir hafi verið teknir af lífi. Erlent 4.4.2025 08:52
Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. Erlent 3.4.2025 09:00
Fordæma árás á sjúkraliða Talsmenn Alþjóðahreyfingar Rauða krossins og Rauða hálfmánans segja að dráp á átta sjúkraliðum á vegum samtakanna á Gasa-svæðinu sé svívirða. Níu manns voru að störfum í Rafah 23. mars síðastliðinn þegar árás var gerð á þá. Erlent 31.3.2025 06:39
Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. Erlent 29.3.2025 21:15
Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Hapoel Ashdod sem var ísraelskur bikarmeistari í dag með 37-32 sigri gegn MK Holon í úrslitaleik. Akureyringurinn varði alls sextán skot í leiknum, þar af tvö víti. Handbolti 28.3.2025 18:01
Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs. Erlent 28.3.2025 14:31
Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið. Erlent 27.3.2025 21:02
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. Erlent 26.3.2025 07:31
Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Ísraelskir landtökumenn réðust á og börðu Hamdan Ballal, palestínskan leikstjóra óskarsverðlaunamyndarinnar No other Land í dag. Árásin átti sér stað á Vesturbakkanum en í kjölfarið var leikstjórinn tekinn á brott af hermönnum. Erlent 24.3.2025 23:21
Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Yfir 50 þúsund manns hafa látist í árásum Ísraels á Gasa, að sögn heilbrigðisráðuneytis Hamas á svæðinu. Fjöldinn jafngildir ríflega tveimur prósentum af íbúafjöldanum þegar stríðið hófst. Erlent 24.3.2025 06:58
Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í morgun að Ísraelar muni innlima hluta Gasastrandarinnar. Það verði gert ef leiðtogar Hamas sleppi ekki þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Ráðherrann hefur skipað hernum að hernema einhver hverfi Gasastrandarinnar og hefur Palestínumönnum verið skipað að yfirgefa þessi svæði. Erlent 21.3.2025 10:34
Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa. Innlent 21.3.2025 10:27