Slökkvilið

Fréttamynd

Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring

Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum.

Innlent
Fréttamynd

Gryfjan í Stúdenta­kjallaranum „eins og sund­laug“

Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar Stúdenta, sem rekur Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta og veitingasöluna Hámu á Háskólatorgi segir ekki ljóst hversu mikið tjón stofnunarinnar er vegna vatnslekans sem varð í Háskóla Íslands í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu

Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Hurðir sprungu undan gríðar­legum vatns­flaumnum

Gríðarlegt tjón varð á byggingum Háskóla Íslands í miklum vatnsleka á svæðinu í nótt, að sögn sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs skólans. Tvær byggingar; Gimli og Háskólatorg, fóru verst úti. Hurðir sprungu undan vatninu og í Gimli náði flaumurinn upp í rafmagnstöflur.

Innlent
Fréttamynd

Alelda bíll í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór á síðasta sólarhring í 117 sjúkraflutninga, þar af voru 22 forgangsverkefni og átta voru vegna Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Skólastarf fellur niður vegna brunans í Glerárskóla

Skólastarf fellur niður í Glerárskóla á Akureyri í fyrramálið vegna elds sem upp kom kjallara skólans fyrr í kvöld. Eldurinn olli rafmagnsleysi í stórum hluta bæjarins sem gerði það að verkum að viðbragðstími slökkviliðsins var lengri en ella þar sem dyr slökkvistöðvarinnar eru rafknúnar og því þurfti að ná dælubílum út með öðrum ráðum.

Innlent
Fréttamynd

Vöknuðu við rúðurnar springa

Talsverður eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi á Ásbrú í Reykjanesbæ í nótt. Tvö voru sofandi í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði en vöknuðu þegar rúður sprungu vegna hita og komust óhult út, að sögn varðstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja. Víkurfréttir greindu fyrst frá málinu á Facebook-síðu sinni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt

Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann.

Innlent
Fréttamynd

Ísinn brast undan mótor­hjóla­manni á Hafra­vatni

Maður á mótorhjóli datt ofan í Hafravatn þegar ísinn á vatninu brast undan honum skömmu eftir hádegi í dag. Maðurinn var kominn í land af sjálfsdáðum þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn en var fluttur blautur og hrakinn á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í gistiheimili

Eldur kom upp á gistiheimili á Ránargötu í Vesturbæ Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í gámi í Hafnarfirði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í ruslatunnu eða gámi í hverfi 221 í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í ruslatunnu sem brann til kaldra kola

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um sex leytið í kvöld vegna elds í ruslatunnu við Einivelli í Hafnarfirði. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem fréttastofu barst af atvikinu logaði töluverður eldur í tunnunni sem var farin að fjúka til. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var kveikt í tunnunni með vítissprengju eða skoteld.

Innlent
Fréttamynd

Slasaðist við að slökkva eld í potti

Einn slasaðist við að slökkva eld sem kom upp í potti við Múlasíðu á Akureyri nú síðdegis. Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Hol­ræsin hafa ekki undan og slökkvi­liðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatns­skemmdum

Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara áfall“

Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu.

Innlent
Fréttamynd

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut

Harður árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar á tólfta tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent