Rússland

Fréttamynd

Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu á við alla íbúa Króatíu

Í dag náði fjöldi flóttamanna frá Úkraínu að fara yfir fjórar milljónir eða sem samsvarar öllum íbúum Króatíu. Flóttafólk sem kom til Póllands í dag treystir ekki yfirlýsingum Rússa um að þeir ætli að draga úr árásum á borgir í norðurhluta Úkraínu. Sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum segir ganga vel að afvopna Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Flugu með kjarnorkuvopn inn í lofthelgi Svíþjóðar

Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar innrásarsveitir hafa neyðst til að hörfa aftur til Rússlands og Hvíta-Rússlands til enduskipuleggja sig og sækja birgðir. Ákvörðun Rússa um að einbeita sér að því að „frelsa“ Donetsk og Luhansk sé líklega til marks um að þeir geti ekki sótt fram nema á einum stað.

Erlent
Fréttamynd

Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna

Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu raunhæfu skrefin stigin í átt til friðar í Úkraínu

Nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Sjö óbreyttir borgarar féllu í árás á stjórnarbyggingu í Mykolaiv í dag og fjöldi manns særðist.

Erlent
Fréttamynd

Um stríð og frið

Hvers vegna eru Eystrasaltsþjóðir ævinlega þakklátar Íslendingum fyrir stuðning okkar á örlagastundu við baráttu þeirra fyrir endurheimt sjálfstæðis? Það er ekki (bara) vegna þess að Íslendingar hafi orðið fyrstir í einhverju kapphlaupi um viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á sjálfstæði þessara þjóða. Það er vegna þess að við vorum eina ríkið (sér í lagi innan NATO) , sem andmæltum afstöðu leiðtoga Vesturveldanna til sjálfstæðisbaráttu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum

Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO.

Erlent
Fréttamynd

Leiðtogar NATO-ríkja ekki á sömu bylgjulengd

Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins eru ekki á sama máli um hvernig best sé að nálgast mögulegar viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta um vopnahlé á milli Rússa og Úkraínu. Frakkar og Þjóðverjar telja að hægt sé að semja við Pútín. Bretar og Pólverjar segja hins vegar að ekki sé hægt að treysta Pútín.

Erlent
Fréttamynd

Tekur ummælin um Pútín ekki til baka

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að taka ummæli hans um að Vladímir Pútín Rússlandsforseti geti ekki verið áfram við völd, til baka. Biden segir þó að orð hans feli ekki í sér stefnubreytingu af hálfu bandarískra yfirvalda.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Úkraínski herinn sækir á

Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Erlent
Fréttamynd

Telja að eitrað hafi verið fyrir Abramovich og erindrekum Úkraínu

Þrír meðlimir sendinefndar Úkraínumanna í friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, auk Romans Abramovich, rússnesks auðjöfurs og eiganda Chelsea FC, eru taldir hafa verið fórnarlamb eitrunar fyrr í þessum mánuði. Abramovich er hefur komið að friðarviðræðunum fyrir hönd Úkraínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið

Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar.

Erlent
Fréttamynd

Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins

Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 

Erlent
Fréttamynd

Segja Rússa beita efna­vopnum í Austur-Úkraínu

Bandaríkjaforseti var harðorður í garð forseta Rússlands í ávarpi sem hann flutti í Varsjá í Póllandi í gærkvöldi. Hann kallaði Vladimír Pútín slátrara og lýsti því yfir að hann gæti ekki setið lengur á valdastóli. 

Erlent
Fréttamynd

Rússar sprengdu upp eldsneytisgeymslu í Lviv

Rússar sprengdu upp vöruhús úkraínska hersins í borginni Lviv í nótt, sem er í vesturhluta landsins. Rússneska varnarmálaráðuneytið gaf það út í morgun að hárnákvæmar stýriflaugar hafi verið notaðar til verksins. 

Erlent