Bretland

Fréttamynd

Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi

Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Bretar form­lega gengnir úr Evrópu­sam­bandinu

Bretland hefur formlega segið skilið við Evrópusambandið en Bretar yfirgáfu innri markað sambandsins og tollabandalagið klukkan ellefu í gærkvöldi. Þetta markar nýtt tímabil í sögu Bretlands en það hefur verið aðili að Evrópusambandinu, og þar áður Evrópubandalaginu, frá 1. janúar 1973.

Erlent
Fréttamynd

Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland.

Erlent
Fréttamynd

Copy/Paste í Brexit-díl: Nýr samningur, úreltur texti

Grunur leikur á að kaflar í nýjum samningi Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið teknir í heilu lagi úr gömlum lögum eða samningum, þar sem í þeim má finna tilvísanir í úrelta tækni á borð við Netscape Communicator og 1024-bita RSA dulkóðun.

Erlent
Fréttamynd

Væntir hörmunga í Englandi verði aðgerðir ekki hertar

Vísindamaður sem hefur ráðlagt yfirvöldum í Englandi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar segir nauðsynlegt að herða sóttvarnir til muna svo koma megi í „hamfarir“ á nýju ári. Smituðum fari hratt fjölgandi í landinu og sporna verði gegn því.

Erlent
Fréttamynd

Í fyrsta sinn frá upp­hafi greindust yfir 40 þúsund á einum degi

Mjög mikil fjölgun þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni í Englandi veldur heilbrigðisyfirvöldum þar í landi vaxandi áhyggjum. Heilbrigðisstofnanir eiga æ erfiðara með að bregðast við fjölgun sjúklinga sem þurfa að leggjast inn. Í fyrsta sinn frá upphafi faraldursins greindust yfir fjörutíu þúsund með covid-19 á einum degi í Bretlandi.

Erlent
Fréttamynd

Stefna að því að bólu­setja milljónir Breta í janúar

Útlit er fyrir að bóluefni AstraZeneca og Oxford fari í dreifingu í Bretlandi þann 4. janúar næstkomandi. Bóluefnið hefur enn ekki verið samþykkt af yfirvöldum þar í landi en búist er við því heilbrigðisyfirvöld gefi grænt ljós á allra næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Alræmdi njósnarinn George Blake er látinn

George Blake, fyrrum njósnari bresku leyniþjónustunnar MI6 og einn alræmdasti „tvöfaldi útsendarinn“ á tímum Kalda stríðsins er látinn, 98 ára að aldri. Á yfir níu ára tímabili starfaði Blake sem njósnari fyrir Sovétríkin en hann afhenti upplýsingar sem leiddu til þess að upp komst um að minnsta kosti fjörutíu útsendara MI6 í Austur Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Nýja af­brigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum

Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur.

Erlent
Fréttamynd

Hertar aðgerðir taka gildi í Bretlandi

Milljónir Breta búa nú við strangari sóttvarnaaðgerðir eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í landinu á miðnætti. Greint var frá 570 dauðsföllum í landinu í gær, en smitum hefur farið fjölgandi undanfarnar vikur.

Erlent
Fréttamynd

„Þið eruð ekki ein“

Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“

Erlent
Fréttamynd

Fagna samningnum sem verður kynntur í dag

Búist er við að kynning verði haldin á samningi vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í dag fyrir fulltrúm þjóða sambandsins. Bretar yfirgáfu sambandið formlega í janúar á þessu ári og átti frestur til að ná útgöngusamningi að renna út 31. desember næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Drottningin bregður út af vananum í ár

Jóladagur verður með öðruvísi móti í ár hjá Elísabetu Bretlandsdrottningu sem mun eyða honum í Windsor-kastala ásamt eiginmanni sínum Filippusi. Yfirleitt hafa hjónin haldið upp á jóladag í Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni.

Lífið
Fréttamynd

Þurfa í sýna­töku fyrir brott­för til Banda­ríkjanna

Allir farþegar frá Bretlandi þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku til þess að geta ferðast til Bandaríkjanna. Er þetta gert vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi að undanförnu, en það er talið mun meira smitandi en önnur.

Erlent