Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Enn læstur úti en ó­viss um að hann langi aftur inn

Hjálmar Örn Jóhannsson skemmtikraftur og leikari er ennþá læstur út af samfélagsmiðlinum Facebook eftir að samfélagsmiðillinn hrundi í gær. Hann man ekki lykilorðið sitt en segist þrátt fyrir allt vera að íhuga að hætta bara alfarið á miðlinum.

Lífið
Fréttamynd

Söngva­keppnin sýni að of margir séu fastir í drullu­polli

Félagsráðgjafi segir ljóta umræðu á samfélagsmiðlum eftir úrslit Söngvakeppninnar síðustu helgi sýna að of mörgum líði illa hér á landi. Hann segir hugarfarsbreytingu þurfa að eiga sér stað og hefur áhyggjur af því að félagsleg einangrun hafi aukist með tilkomu snjalltækja og samfélagsmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Facebook virkar á ný

Facebook, Instagram, Workplace, Threads og aðrir miðlar samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta liggja niðri. Ástæðan liggur ekki fyrir en svo virðist sem vandamálið sé á heimsvísu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hjarðhegðun Ís­lendinga

Hjarðhegðun Íslendinga endurspeglar smæð samfélagsins og hræðsluna við það að vera utangátta. Eða hvað? Hvers vegna er landinn á einu auga bragði klæddur í samskonar skó, ferðast til sömu áfangastaðanna og kaupir eins húsgögn? 

Lífið
Fréttamynd

Ástar­játningar og húð­flúr á Valentínusar­daginn

Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan.

Lífið
Fréttamynd

Fólk hefur gengið örna sinna í garði Bjarna

Jón Gunnarsson fyrrverandi dómsmálaráðherra og Brynjar Níelsson aðstoðarmaður hans voru gestir í hlaðvarpinu Chess after dark og þar upplýsti Jón um að Bjarni Benediktsson mætti sæta ótrúlegasta aðkasti í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Bönnum fjáraflanir for­eldra fyrir börnin sín á Facebook

Á dögunum birtist fyrir augum mér auglýsing frá foreldri á Facebook. Hann Gunni okkar er að safna fyrir X og til að geta farið í ferðina er hann að selja dýrindis klósettpappír og lakkrís. Tek við pöntunum í kommentum. Flesta daga hefði ég verið líklegur til að styrkja viðkomandi, af hverju ekki? Sýna lit. En þarna fann ég til mótþróa. Og skrifaði stutta færslu á Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks

Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Tækni­fram­farir eru ekki náttúru­ham­farir

Ég er ekki með stúdentspróf og ekki heldur grunnskólapróf. Ég er samt með meistarapróf í lögfræði frá HÍ, af því að þegar ég var lítil var mér kennt að lesa, án truflunar frá algrímisstýrðum samfélags- og andfélagsmiðlum. Ég upplifði bernskuna og var viðstödd æskuna.

Skoðun
Fréttamynd

Bryn­hildur Gunn­laugs hélt með­göngunni leyndri

Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir og körfuboltamaðurinn Dani Koljanin eignuðust stúlku 4. desember síðastliðinn. Brynhildur hélt þunguninni leyndri frá fylgjendum sínum og segist ekki ætla að birta myndum af dótturinni á miðlunum.

Lífið
Fréttamynd

Camilla Rut loggar sig út

Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur og athafnakona hefur ákveðið að taka sér frí frá samfélagsmiðlum og vera meira í núinu. Þeir hafi tekið of mikinn tíma frá henni.

Lífið
Fréttamynd

TikTok-takkó sem slær öllu við

Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, birti uppskrift af Smashburger taco á vefsíðu sinni. Rétturinn hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Ekki sannað að af­­sökunar­beiðni væri frá meintum geranda

Karlmaður, sem var ákærður fyrir að nauðga frænku sinni á heimili sínu í júlí 2019, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var ákærður fyrir að hafa við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis, með því að notfæra sér að hún gæti ekki spornað við verknaðinum vegna áhrifa áfengis. Þá var honum gefið að sök að hafa beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar sem frændi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Mafíu-trendið sem tröll­ríður TikTok

Samfélagsmiðlar geta haft gríðarleg áhrif á tískubylgjur hvort sem það er í fatnaði, förðun, tónlist, kvikmyndum eða öðru. Nýtt trend tröllríður nú samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Það snýr að ýktum glamúr stíl sem kallast mafíu-eiginkonu fagurfræðin eða „Mob wife aesthetic“. 

Lífið
Fréttamynd

„Er klár­lega með breiðara bak í dag“

„Það er alltaf svolítið áhugavert þegar að fólk kemur upp að manni og segir: Vá, ég hélt að þú værir allt öðruvísi. Ég viðurkenni alveg að mér finnst það skrýtin athugasemd, manni líður eins og fólk sé að segja: Ég hélt að þú værir ótrúlega heimsk og vitlaus og þú ert það ekki,“ segir útvarps- og sjónvarpskonan Jóhanna Helga Jensdóttir.

Lífið
Fréttamynd

„Það er svo mikil pressa í nú­tíma sam­fé­lagi“

Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna.

Lífið