Heilbrigðismál

Fréttamynd

Rautt eða hvítt?

Aðventan er sá tími árs þegar margir leggja áherslu á að halda í ýmis konar hefðir, yfirleitt í hópi vina eða fjölskyldu.

Skoðun
Fréttamynd

Börn geðveikra sett í ruslflokk

Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segir að það þurfi að búa börnum geðveikra skjól og líflínu, líkt og börnum sem eiga foreldra með aðra sjúkdóma.

Innlent
Fréttamynd

Aðstandendur geðveikra gleymast

Það vantar stuðning og fræðslu fyrir börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Þetta segir stjórnarmaður Geðhjálpar sem sjálf ólst upp hjá veikri móður. Hún hafi verið hrædd og kvíðin alla æsku sína og beri þess merki í dag sem fullorðin kona.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var dofin og leitaði mér ekki hjálpar“

Thelma Dögg Guðmundsen er með kvíðaröskun og geðhvörf og þjáðist hún í mörg ár áður en hún fékk rétta greiningu á geðsjúkdómnum eftir margar læknisheimsóknir. Í einlægu viðtali segir Thelma að hún hafi verið brotin og týnd áður en hún var greind.

Lífið
Fréttamynd

Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni

Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Heilaskemmdir fylgi offitu hjá unglingum

Ný rannsókn bendir til að bólgur sem geta myndast í heila of feitra unglinga geti valdið skemmdum þar. Offitan hafi einnig áhrif á hormónabúskap þeirra. Hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirvigt í örum vexti.

Erlent
Fréttamynd

Mikið um hálkuslys

Á sjötta tug einstaklinga leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á rúmum sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Upplýstari en flestir

Nýlega skrifuðum ég og maki minn undir upplýst samþykki um val á fæðingarstað því við stefnum að fæðingu í Björkinni, sem er fæðingarstofa í Reykjavík. Við þurftum ekki að hugsa okkur tvisvar um, enda bæði vel upplýst um hvað þjónustan í Björkinni felur í sér.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil óánægja á BUGL

Mikil starfsmannavelta er á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna lélegra launa og álags. Fagfólk segir ástandið ganga í berhögg við vilja stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn og unglinga.

Innlent
Fréttamynd

Umskurður drengja er tímaskekkja

Það eru ómetanleg forréttindi að fá að búa og alast upp á Íslandi við frelsi og frið. Við Íslendingar búum yfir því láni að hafa frelsi til athafna og getum verið stolt af þeim framförum sem hafa áunnist m.a. í jafnréttismálum, réttindabaráttu hinsegin fólks og réttindum barna.

Skoðun
Fréttamynd

Geð­heil­brigði stúdenta

Í ávarpi heilbrigðisráðherra á heilbrigðisþingi 15. nóv sl. sagði hún að fjármagn er takmarkað í heilbrigðismál. Það er miður, en staðreynd eins og þegar kemur að öllum málaflokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö hundruð bíða meðferðar á Vogi

Síðustu tvö ár hafa um og yfir sjö hundruð manns verið á biðlista eftir meðferð á Vogi og þurft að bíða í allt að hálft ár. Þó greiðir SÁÁ um tvö hundruð milljónir á ári til að geta veitt hundruðum meðferð sem ríkið greiðir ekki með.

Innlent
Fréttamynd

Börn í krabbameinsmeðferðum skrá sögu sína með perlum

Þrátt fyrir að krabbameinsmeðferðir barna séu erfiðar er dýrmætt að halda utan um hvað börnin ganga í gengum. Þetta segir móðir sem átti frumkvæði að því kynna sérstakan söguþráð fyrir íslenskum börnum eftir að hafa nýtt sér hann þegar sonur hennar var í krabbameinsmeðferð í Hollandi.

Innlent