Börn og uppeldi

Fréttamynd

Að vera mjúkur kennari í hörðum heimi

Að starfa í skóla með börnum eru forréttindi. Því miður eru margir sem álíta það fremur lítilfjörleg hlutskipti. Það þykir meira töff að vinna í öðrum geirum og höndla peninga og völd heldur en að vinna með fólki. Oft hefur verið talað um að kennarastarfið tilheyri „mjúku störfunum“ þ.e. störfum þar sem kvenlægir eiginleikar eins og færni í samskiptum, umhyggja og umönnun eru veigamestir.

Skoðun
Fréttamynd

Fá hvergi inni fyrir barnið og ekki krónu með gati frá borginni

Foreldrar sem hafa orðið fyrir tekjumissi þar sem 21 mánaða gömul dóttir þeirra fær hvorki vistun hjá dagforeldrum né pláss í leikskóla segja stöðuna í leikskóla-og dagforeldramálum svo slæma að stór hópur muni ekki fá krónu frá borgarstjórn sem boðað hafi styrki handa foreldrum.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar þú færð þessar fréttir þá bara hrynur heimurinn“

„Í gegnum allt þetta ferli var nákvæmlega ekkert sem greip okkur. Það var ekkert hugað neitt sérstaklega að andlegri líðan okkar, hvaða áhrif þetta hafði á okkur. Það var engin eftirfylgni. Það þykir eðlilegt að einstaklingar sem missa fóstur, sérstaklega á fyrri hluta meðgöngu, séu bara sendir heim og látnir gúgla framhaldið, hvað þeir eigi að gera eða ekki gera,“ segir Tinna Berg Rúnarsdóttir en árið 2022 gengu hún og eiginmaður hennar í gegnum erfiðan fósturmissi á 12.viku meðgöngu.

Lífið
Fréttamynd

Ekkert barnabann í Há­skóla Ís­lands

Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Börnin okkar allra

Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls.

Skoðun
Fréttamynd

Norðlingaskóla breytt í Hogwarts: „Þau blómstra“

Norðlingaskóli er nánast óþekkjanlegur en honum hefur verið breytt í einn frægasta galdraskóla heims, Hogwarts þar sem nemendurnir keppa í þrautum og leysa námsverkefni á óhefðbundinn hátt. Kennararnir segja að það mætti gera meira af því að kenna börnum í gegnum leik enda blómstra börnin.

Lífið
Fréttamynd

Frekari at­hugun verði gerð á með­ferð vöggustofubarna

Þriggja manna nefnd óháðra sérfræðinga verður skipuð til að gera heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979 en skýrsla sem gerð var um starfsemi hennar auk vöggustofunnar á Hlíðarenda sýndi fram á að börn sem þar dvöldu hefðu orðið fyrir varanlegum skaða vegna vistunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hefði frestað barn­eign hefði hún vitað af barnabanni

Einstæð móðir með barn á brjósti þarf að velja á milli þess að segja sig úr áfanga í fjarnámi í leikskólafræði við Háskólann á Akureyri eða sætta sig við lægri einkunn. Ástæðan er sú að ekki er leyfilegt að vera með barn í kúrsinum. Forsvarsmenn HA segja reynt að koma til móts við foreldra en gæta þurfi hagsmuna annarra nemenda um leið. 

Innlent
Fréttamynd

Börnin villtu á sér heimildir og seldu kyn­ferðis­legar myndir

Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið.

Innlent
Fréttamynd

„Pabbi minn, þetta verður allt í lagi“

Þuríður Arna Óskarsdóttir var þriggja ára þegar læknar sögðu að hún ætti nokkra mánuði eftir ólifaða. Þvert á yfirlýsingar lækna lifði hún til rúmlega tvítugs. Foreldrar hennar komu í Ísland í dag til að segja frá baráttu Þuríðar og hvernig fjölskyldan tókst á við veikindi hennar.

Lífið
Fréttamynd

Kærir sjálfan sig til lög­reglu

Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega.

Innlent
Fréttamynd

„Er ekki dýrt að eiga svona barn?“

„Ég fæ reglulega spurningar eins og „Er þetta ekki erfitt?“ eða „Hvernig farið þið að þessu?“ segir Guðný Erla Guðnadóttir, móðir hins sjö ára gamla Sigurðar Hjálmars. Sigurður Hjálmar er greindur með ódæmigerða einhverfu, þroskahömlun, ADHD, hegðunarerfiðleika, frávik í gróf og fínhreyfifærni og frávik í skynjun.

Lífið
Fréttamynd

Áttu von á tví­burum en komu heim með eitt barn

Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða.

Lífið
Fréttamynd

Dönsk börn: Undskyld!

Danski barna- og menntamálaráðherrann, Mattias Tesfaye (S), bað dönsk börn afsökunar í síðustu viku. Hann bað þau afsökunar á að þau hafi verið notuð sem stafræn tilraunadýr, digitale forsøgskaniner, í mörg ár og að þau hafi verið rænd hæfileikanum að kafa á dýptina, einbeita sér að námsefni án truflunar frá símum, spjaldtölvum og samfélagsöppum. Og ástæðan væri barnaleg tæknitrú og ákefð.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykja­vík?

Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Segir skólana hafa fengið tröll­vaxin verk­efni í fangið án stuðnings

Fyrrverandi skólastjóri til átta ára segir menntamálayfirvöldum hafa mistekist að innleiða og fylgja eftir stórum og afdrifaríkum ákvörðunum sem þau hafi tekið í skólamálum. Grunnskólar og sveitarfélög sitji uppi ein með flókin verkefni sem þurfi að framkvæma án nokkurs stuðnings svo heitið geti.

Innlent
Fréttamynd

Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni

Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ná­lægt því að upp­fylla bókaþörf barnanna

Safnstjóri skólasafns Seljaskóla kannast ekki við að börn og unglinga skorti áhuga á lestri, þvert á móti geti fátæklegt úrval íslenskra bóka ekki mettað eftirspurn þeirra. Hún segir að styðja þurfi betur við íslenska barnabókahöfunda, helst þurfi að bera þá á gullstól. 

Innlent