Vísindi

Fréttamynd

Geimfarar drekka endurunnið þvag

Á verkefnalista geimfaranna sem lögðu af stað með geimferjunni Endeavour í gær áleiðis að alþjóðlegu geimstöðinni verður að koma fyrir nýju kerfi sem endurvinnur allt vatn um borð og gerir það drykkjarhæft. Þegar talað er um allt vatn um borð er einnig átt við þvagið úr geimförunum en þeir munu í framtíðinni drekka það.

Erlent
Fréttamynd

NASA birtir myndir af plánetum í öðru sólkerfi

NASA birtir í dag í fyrsta sinn myndir af plánetum utan okkar sólkerfis. Með allra nýjustu tækni í ljósmyndun með stjörnusjónauka hefur vísindamönnum NASA auðnast að ná myndum af fjórum plánetum sem nýlega voru uppgötvaðar utan okkar sólkerfis.

Erlent
Fréttamynd

Áður óþekktir hlutar Merkúrs opinberast

Vísindamenn hjá NASA hafa skoðað 95 prósent af yfirborði Merkúrs með aðstoð könnunarfarsins Messenger sem nýlega flaug hjá reikistjörnunni og fer að líkindum á sporbaug um hana árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Kanna hvaðan askan í pottum Maya kom

Efnagreining á eldfjallaöskunni sem hinir fornu Mayar í Mið Ameríko og Mexíkó notuðu til pottagerðar, getur að öllum líkindum komið vísindamönnum á snoðir um hvaðan hráefnið var fengið. Atli Steinn Guðmundsson segir frá.

Erlent
Fréttamynd

Sólin ekki öll þar sem hún er séð

Vísindamenn við Kaliforníuháskóla göptu af undrun þegar þeir skoðuðu myndir af sólinni frá nýju könnunarfari NASA og áttuðu sig á því að hún breytir lögun sinni reglubundið.

Erlent
Fréttamynd

Hvít jól á Mars?

Ekki er útilokað að hvít jól verði á Mars þótt sennilega verði ekki mörg vitni að þeim. Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafa nú í fyrsta sinn orðið vitni að snjókomu á rauðu plánetunni

Erlent
Fréttamynd

Vilja sækja sýni úr smástirnum

Hópur breskra vísindamanna vinnur nú hörðum höndum að því að þróa áætlun um það hvernig megi senda ómannað geimfar eftir sýnum úr smástirnum.

Erlent
Fréttamynd

Voru risaeðlurnar bara heppnar?

Ýmislegt þykir benda til þess að yfirburðastaða risaeðla á jörðinni fyrir rúmum 200 milljónum ára hafi verið hrein tilviljun.

Erlent
Fréttamynd

Uppgötvaði útdauða flugu á ebay

Skordýrafræðingurinn Richard Harrington datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti steingerfða flugu hjúpaða rafi á uppboðsvefnum ebay. Harrington keypti steingerfinginn á tuttugu dollara, eða sextán hundruð krónur íslenskar, af manni í Litháen.

Erlent
Fréttamynd

Vonir um fuglaflensumótefni eftir rannsókn á spænsku veikinni

Rannsókn á þeim sem lifðu af spænsku veikina sem var árið 1918 gæti hjálpað til við að finna mótefni gegn fuglaflensunni. Rannsóknin leiddi í ljós að eftirlifendurnir veikinnar hefðu enn mótefni gegn H1N1 veirunni sem lagði um 50 milljón manns árið 1918.

Erlent
Fréttamynd

Rómverskt hof fannst undir kirkju

Ísraelskir fornleifafræðingar hafa fundið rústir rómversks hofs undir grunni kirkju á Zippori í Ísrael sem var höfuðborg Galíleu á rómverskum tíma. Hofið hefur verið rænt og ruplað í fornöld og stendur því aðeins grunnurinn nú eftir.

Erlent
Fréttamynd

Tæknivæddur fornleifauppgröftur

Fornleifafræðingar hafa tekið stökk inn í framtíðina og nota nú rafmagns- og örbylgjusenda til að grennslast fyrir um lifnaðarhætti landnámsmanna í Skagafirði.

Erlent
Fréttamynd

Huliðshjálmur á næsta leiti

Vísindamenn við Berkley háskóla í Kaliforníu segjast nú skrefi nær að þróa aðferðir til að gera fólk ósýnilegt. Í grein sem birtist í tímaritunum Nature og Science segjast þeir hafa þróað efni sem getur sveigt ljós framhjá þrívíðum hlutum og þar með látið þá hverfa.

Erlent