Akstursíþróttir

Fréttamynd

Vélhjól reka á fjörur í Englandi

Fólk hefur flykkst á strendur í Branscombe í Englandi í dag og hefur farið þar um ruplandi því sem rekið hefur í land frá flutningaskipinu MSC Napoli, sem strandaði við Englandsstrendur í síðustu viku. Meðal þess sem fólk hefur haft á brott með sér eru BMW-vélhjól.

Sport
Fréttamynd

Stutt gaman hjá Pourcel

Frakkinn Ungi og efnilegi Christophe Pourcel sem tók sinn fyrsta sigur í Phoenix nú á dögunum er farinn aftur heim til Frakklands. Pourcel, sem hefur verið að keppa í minni flokknum "Lites" og hefur verið að sýna svakalega flottan akstur, meiddist við æfingar og brákaði fót og hönd.

Sport
Fréttamynd

Ísakstursæfingar á Hvaleyrarvatni

Íslenskir mótorhjólamenn hafa undanfarið verið að æfa ískross á Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnafjörð. Þetta er góð viðbót í sportið þar sem ekki er hægt að keyra mikið enduro eða motocross á veturna. Svo virðist sem sportið og útivistarfólk fari vel saman, en Hvaleyrarvatn er mikið notað sem útivistarsvæði fyrir göngu- og hlaupafólk.

Sport
Fréttamynd

Ricky Carmichael yfirgefur supercrossið

Einn af betri supercrossmönnum allra tíma Ricky Carmichael hefur gefið það út að hann sé hættur að keppa í supercross. Í byrjun keppnistímabilsins tilkynnti Ricky að hann væri að fara út í Nascar kappaksturinn og ætlaði því að hætta að keppa í supercrossi.

Sport
Fréttamynd

Viðhaldsnámskeið fyrir stelpur

Mótorhjólaverslunin Nítró sem hefur lengi verið þekkt fyrir að vera frumkvöðull í stelpumálum tengdum sportinu hefur ákveðið að halda námskeið í viðhaldi torfæruhjóla fyrir stelpur á öllum aldri. Á námskeiðinu verður kennt allt það helsta um viðhald á torfæruhjólum, s.s. loftsíuskipti, olíuskipti, kertaskipti o.mfl.

Sport
Fréttamynd

ÍSÍ & FIM aðild

24. nóvember 2006 var Mótorhjóla & Snjósleðasamband Íslands formlega stofnað og tekið inn í ÍSÍ sem sérsamband fyrir þessar keppnisgreinar. Sama dag var Mótorsportsambandi Íslands formlega slitið en það var stofnað í janúar árið 2000 til þess að fara með keppnismál mótorhjóla og snjósleða ásamt því að vinna að stofnun sérsambands innan ÍSÍ og aðildar að FIM alþjóða keppnissamtökunum. Þessum áfanga hefur nú loksins verið náð og teljast þessar íþróttagreinar nú undir þessum samböndum.

Sport
Fréttamynd

Skráning opin í Red Bull Romaniacs

Skráning er hafin í eina erfiðustu endurokeppni í heimi Red Bull romaniacs. Keppnin er haldin árlega og er mjög vinsæl. Það er ekkert grín að keppa í henni þar sem þú lendir í því að keyra yfir steina á stærð við hjólið þitt, fara upp snarbrattar og grýttar brekkur og stökkva niður úr blokkaríbúð. Þessi keppni reynir mjög mikið á keppendur bæði andlega og líkamlega.

Sport
Fréttamynd

Kawasaki / Pro circuit tók þrjú efstu sætin í Phoenix

Kawasaki / Pro Circuit "lites" liðið er vel mannað þetta árið. Það sannaðist um helgina þegar liðið skellti sér í þrjú efstu sætin í minni flokknum í Supercross keppninni í Phoenix. Þetta hefur ekki gerst áður fyrir Team Kawasaki og eru menn því mjög sáttir í þeim herbúðum.

Sport
Fréttamynd

David Vuillemin óskaddaður eftir slæma byltu í Pheonix

Frakkinn og MDK/Honda liðsmaðurinn David Vuillemin átti feikna byltu í Pheonix nú um helgina þegar keppt var í AMA Supercross. Keppnin var stöðvuð eftir tvo hringi og var óttast að David væri stórslasaður. Betur fór en á horfðist og kom í ljós við nánari skoðun á næsta sjúkrahúsi að allt var óbrotið og hann var aðeins blár og marinn.

Sport
Fréttamynd

Nýir Motocrossskór frá Scott

Scott hefur verið til frá árinu 1958 og eru þeir best þekktir í mótorhjólaheiminum fyrir að vera fyrstir til að búa til sérstök motocross gleraugu. Þeir komu einnig með motocrossskóna upp úr '70, en síðan þá hafa Scott ekki verið nógu duglegir með að framleiða og hanna skó, en nú er að koma smá von í menn eftir að Scott tilkynnti nýja línu af motocrossskóm núna um daginn.

Sport
Fréttamynd

Snjókross á Skjá Einum í vetur

Mótorsport verslunin Mótormax, sem er afurð sameiningar Gísla Jónssonar (Ski-doo umboðið) og Yamaha umboðs P.Samúelssonar, stendur í viðræðum við Skjá Einn um kostun og sýningu á öllum mótum Snjókross í vetur. Um er að ræða allt að 10 þátta seríu af fjórum Íslandsmótum og einu bikarmóti.

Sport
Fréttamynd

Beltabúnaður fyrir torfæruhjól á markað

Verslunin Nitro hefur hafið innflutning á beltabúnaði fyrir torfæruhjól. Búnaðinn má koma fyrir á flestum tegundum torfæruhjóla og gagnast í snjó, sandi og hverskonar torfærum jarðvegi. Hægt er að fá nagla í beltið og skíði á framdekkið og breyta þannig hjólinu í snjósleða!

Sport
Fréttamynd

Dusty Klatt ekki brotinn

"Þetta lítur betur út en á horfðist" segir Dusty Klatt um byltuna sem hann átti í annari umferð í minni flokknum í Anaheim síðastliðina helgi. Dusty Klatt sem var gríðarlega sterkur í tímatökum og átti eina hröðustu hringina datt þegar þegar hann var í svokölluðum þvottabretta-kafla.

Sport
Fréttamynd

Gylfi Freyr í axlaraðgerð

Gylfi Freyr Guðmundsson, núverandi Íslandsmeistari í Mótorkrossi, gekkst nýverið undir aðgerð á öxl, en Gylfi átti við þrálát meiðsl að stríða undir lok síðasta keppnistímabils. Aðgerðin heppnaðist vel og reiknar Gylfi með að geta beitt sér að fullu í sumar.

Sport
Fréttamynd

Ragnar Ingi áfram hjá KTM

Ragnar Ingi Stefánsson, nífaldur Íslandsmeistari í Mótorkrossi, mun keppa fyrir KTM í sumar. Ragnar ók KTM 525 keppnishjóli s.l. sumar og átti ágætt tímabil en reiknar með því að aka nýrri týpu, KTM 505 í sumar en það er útboruð keppnisútgáfa af hinu vinsæla 450 hjóli frá KTM.

Sport
Fréttamynd

James Stewart sigraði í Anaheim

James Stewart vann í þriðju umferð í supercrossinu í Anaheim. Annar varð Ricky Carmichael og Chad Reed þriðji. Í minni flokknum var það hinn ungi og efnilegi Ryan Villopoto sem sigraði. Annar var Christophe Pourcel en þriðji varð Jason Lawrance.

Sport
Fréttamynd

Josh Grant með marið lunga

Sobe/Samsung Honda ökumaðurinn ungi Josh Grant kláraði ekki keppni í 125 flokknum í Anaheim. Josh meiddist á æfingu og var fluttur á slysadeild þar sem hann var greindur með marið lunga.

Sport
Fréttamynd

Ivan Tedesco komin á ról

Team Suzuki/Makita ökumaðurinn Ivan Tedesco er farinn að keyra og æfa af krafti eftir slæmnt handleggsbrot í desember. Ivan lenti í árekstri við James Stewart á æfingum fyrir fyrsta Supercross mótið í Toronto.

Sport
Fréttamynd

Dusty Klatt hlakkar til Anahaim

Dusty Klatt segist fyrst og fremst líða mjög vel hjá Yamaha, en hann skipti yfir í Star Racing/Yamaha ekki alls fyrir löngu eftir að hafa verið hjá Blackfoot/Honda í nokkur ár.

Sport
Fréttamynd

Ricky Carmichael efstur

Suzuki ökumaðurinn Ricky Carmichael #4 er nú efstur að stigum þegar 3ja umferð AMP Mobile heimsmeistaramótsins í supercross fer fram í Anaheim, Kaliforníu 6 Janúar.

Sport