Skipulag

Fréttamynd

„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Innlent
Fréttamynd

Skot­svæðinu á Álfs­nesi lokað enn á ný

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að bera skaðann?

Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Færanleg göngu- og hjólabrú hitar upp fyrir stokk í Vogabyggð

Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut, sem er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og að innra rými verði aðlaðandi. Áætlaður kostnaður er um 250 milljónir en verkinu á að ljúka í síðasta lagi sumarið 2024.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki gengur né rekur að koma æfinga­flugi úr Vatns­mýrinni

Enn var tekist á um flugvöllinn í Vatnsmýrinni að þessu sinni í frísklegum umræðum í Pallborði Vísis og Stöðvar 2. Þar mættust þeir Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, og Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fóru yfir þetta sígilda hitamál.

Innlent
Fréttamynd

Segja ríki og borg spila með fram­tíðar­öryggi lands­byggðarinnar

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í fjórtán sveitarfélögum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem áform innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um að hefjast handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning íbúðauppbyggingar í Skerjafirði eru fordæmd. Þau setji framtíð Reykjavíkurflugvallar, og þar með framtíðaröryggi landsbyggðarinnar í uppnám. 

Innlent
Fréttamynd

Hollywood muni laðast að Gufu­nesi

Borgarstjóri segir að verið sé undirbúa framtíðina með stóru F-i í Gufunesi. Tvöföldun kvikmyndaveranna þar er meðal hundruð verkefna sem kynnt eru fundinum Athafnaborgin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar

Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Fót­spor mann­virkja

Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni.

Skoðun
Fréttamynd

Er gott að búa í Túnunum?

Vinkona mín skutlaði mér heim um daginn og kvaddi mig með þessum orðum: „Já, býrðu hér? Ég hef alltaf átt erfitt með að ímynda mér þetta hverfi sem íbúðarhverfi, hvað þá fjölskylduhverfi.“

Skoðun
Fréttamynd

Óttast frekar jarða­kaup út­lendinga því þeir vilji „vera í friði“

Formaður Samút, samtaka útivistarfélaga á Íslandi, segir að fréttir af kaupum kanadísks auðjöfurs á jörðinni Horni sé ekkert einsdæmi. Það sé enn eitt dæmið sem falli undir ferðafrelsisbaráttu samtakanna. Hann segist frekar óttast kaup erlendra aðila á íslenskum jörðum því þeir loki frekar fyrir aðgengi fólks að jörðum sínum því þeir vilji vera í friði.

Innlent
Fréttamynd

„Við viljum ekki hægja á umferðinni“

Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Málið sé bænum ekki til fram­dráttar

Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan nefnir niðurrif Árbæjarstíflu sem valkost

Niðurrif Árbæjarstíflu er meðal valkosta sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fyrir borgaryfirvöld með ósk um samstarf um það sem kallað er „niðurlagningaráætlun Elliðaárvirkjunar“. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fallist á að málið verði unnið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði

Borginni bárust 56 erindi eftir að hafa auglýst eftir fyrirtækjum sem væru áhugasöm um að byggja á Hólmsheiði. Heildarþörfin á svæðinu er 978 þúsund fermetrar lands undir atvinnuhúsnæði á 239 þúsund fermetrum.

Innlent