Frjálslyndi flokkurinn Vill veiðibann á loðnuna Loðnuveiðar á að stöðva og setja á veiðibann strax, sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, við upphaf þingfundar. Hann sagði ástand loðnustofnsins grafalvarlegt og vildi að hætt yrði að veiða það litla sem finndist við loðnuleit. Innlent 20.1.2006 10:44 Ráða ráðum sínum gegn Norðlingaölduveitu Stjórnarandstæðingar komu saman til fundar á tólfta tímanum til að ræða sameiginlegan málflutning gegn því að ráðist yrði í framkvæmdir við Norðlingaölduveitu. Innlent 16.1.2006 12:06 Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. Innlent 12.1.2006 14:45 Þingmaður í loðnuleit Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er farinn út á sjó að leita að loðnu. Hann fór í loðnuleit sem afleysingaháseti á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá Akranesi í gær, skömmu eftir að skipinu var rennt úr slippnum í Reykjavík. Innlent 4.1.2006 12:53 Ríkisstjórnin klúðraði málinu Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Innlent 30.12.2005 16:32 Vill þingfund fyrir áramót Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Innlent 29.12.2005 13:21 Til í að endurskoða forsendurnar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokk sinn reiðubúinn að taka þátt í nefndarstörfum þar sem farið er yfir lög um kjaradóm. Innlent 28.12.2005 21:04 Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Innlent 9.12.2005 12:48 Kostnaður orðinn 200 milljónir Framboð Íslands við framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er kominn í 200 milljónir króna og á eftir að tvöfaldast áður en yfir lýkur að því er fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Innlent 8.12.2005 07:06 Stefna á framboð í sex sveitarfélögum Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra. Innlent 7.12.2005 08:05 Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Innlent 16.11.2005 18:07 Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Innlent 13.10.2005 19:12 Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:11 Forysta Frjálslyndra fær það óþvegið Sigurður Ingi Jónsson, sem skipaði 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu alþingiskosningar, skrifar harðorðan pistil á heimasíðu sína í dag. Sigurður Ingi sendir forystu Frjálsyndra tóninn og segir niðurstöðu nýafstaðins landsþings flokksins öllum, sem að komu, til háðungar. Þá segir Sigurður Ingi að Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður flokksins eigi við drykkjuvandamál að stríða sem orðið hafi honum til háðungar og flokknum til skammar. Innlent 13.10.2005 18:52 Gunnar í varaformanninn Gunnar Örlygsson alþingismaður Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni, á landsþingi flokksins sem fram fer um næstu helgi. Innlent 13.10.2005 18:50 Frjálslynda vantar sýnileika "Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, en samkvæmt skoðanakönnun blaðsins fengi flokkurinn 3,1 prósent fylgi og tvo menn kjörna. Innlent 13.10.2005 14:57 Vinstri grænir á flugi Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar. Innlent 13.10.2005 14:57 Reykjavíkurlistinn gagnrýndur Margrét Sverrisdóttir, áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarráði, spurðist fyrir um það á fundi ráðsins í gær hvenær mætti vænta þess að fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar yrðu kynntar fyrir borgarfulltrúum og starfsfólki borgarinnar. Innlent 13.10.2005 14:45 Stjórnarandstaðan vinnur saman Stjórnarandstaðan ætlar að vinna nánar saman í vetur en dæmi eru um áður og veita ríkisstjórninni harða andstöðu. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé orðin spillt og fótumtroði lýðræðið í landinu. Innlent 13.10.2005 14:43 « ‹ 1 2 ›
Vill veiðibann á loðnuna Loðnuveiðar á að stöðva og setja á veiðibann strax, sagði Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, við upphaf þingfundar. Hann sagði ástand loðnustofnsins grafalvarlegt og vildi að hætt yrði að veiða það litla sem finndist við loðnuleit. Innlent 20.1.2006 10:44
Ráða ráðum sínum gegn Norðlingaölduveitu Stjórnarandstæðingar komu saman til fundar á tólfta tímanum til að ræða sameiginlegan málflutning gegn því að ráðist yrði í framkvæmdir við Norðlingaölduveitu. Innlent 16.1.2006 12:06
Of lágt boðið í hlut borgarinnar. Borgarfulltrúar allra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur eru ósáttir við það verð sem ríkisvaldið er reiðubúið að greiða fyrir hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Stjórnvöld eru reiðubúin að greiða 56 milljarða króna en það eru fulltrúar R-lista, Sjálfstæðisflokks og Frjálslynda flokksins sammála um að sé of lágt. Innlent 12.1.2006 14:45
Þingmaður í loðnuleit Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður Frjálslynda flokksins, er farinn út á sjó að leita að loðnu. Hann fór í loðnuleit sem afleysingaháseti á nótaskipinu Víkingi AK 100 frá Akranesi í gær, skömmu eftir að skipinu var rennt úr slippnum í Reykjavík. Innlent 4.1.2006 12:53
Ríkisstjórnin klúðraði málinu Klúður er orðið sem stjórnarandstæðingar nota yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við úrskurði kjaradóms. Þeir eru afar ósáttir við að forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu ekki kalla þing saman til að fresta gildistöku launahækkunar þingmanna og ráðherra. Innlent 30.12.2005 16:32
Vill þingfund fyrir áramót Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn tilbúinn til að tilnefna fulltrúa í nefnd forsætisráðherra vegna niðurstöðu Kjaradóms, að því gefnu að þing verði kallað saman á morgun eða á gamlársdag, til að setja lög sem fresta gildistöku launahækkana æðstu embættismanna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, telur enn hægt að kalla þing saman fyrir áramót. Innlent 29.12.2005 13:21
Til í að endurskoða forsendurnar Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir flokk sinn reiðubúinn að taka þátt í nefndarstörfum þar sem farið er yfir lög um kjaradóm. Innlent 28.12.2005 21:04
Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Innlent 9.12.2005 12:48
Kostnaður orðinn 200 milljónir Framboð Íslands við framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er kominn í 200 milljónir króna og á eftir að tvöfaldast áður en yfir lýkur að því er fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Innlent 8.12.2005 07:06
Stefna á framboð í sex sveitarfélögum Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra. Innlent 7.12.2005 08:05
Nær fjórðungur fyrrum ráðherrar Sex fyrrum ráðherrar hafa verið skipaðir sendiherrar frá árinu 1995. Meirihluti sendiherra á þessu tímabili kemur þó úr störfum innan utanríkisþjónustunnar, eða fimmtán af 27 sendiherrum. Innlent 16.11.2005 18:07
Gunnar fær engan stuðning eigin varaþingmanns Sigurlín Margrét Sigurðardóttir 1. varaþingmaður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmis Gunnars Örlygssonar ætlar ekki að fylgja honum í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar náði kjöri í þessu kjördæmi sem uppbótarþingmaður Frjálslynda flokksins í Alþingiskosningunum þann 10. maí árið 2003. F-listinn fékk 6,75% prósent gildra atkvæða þar. Innlent 13.10.2005 19:12
Gunnar yfirgefur frjálslynda Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur ákveðið að ganga úr flokknum og sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir Gunnar hafa skýrt sér frá því í fyrradag að hann teldi ástæðu til að skoða sína stöðu í flokknum; hans staða væru sú að ef til vill væri best fyrir hann að yfirgefa flokkinn. Innlent 13.10.2005 19:11
Forysta Frjálslyndra fær það óþvegið Sigurður Ingi Jónsson, sem skipaði 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu alþingiskosningar, skrifar harðorðan pistil á heimasíðu sína í dag. Sigurður Ingi sendir forystu Frjálsyndra tóninn og segir niðurstöðu nýafstaðins landsþings flokksins öllum, sem að komu, til háðungar. Þá segir Sigurður Ingi að Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður og varaformaður flokksins eigi við drykkjuvandamál að stríða sem orðið hafi honum til háðungar og flokknum til skammar. Innlent 13.10.2005 18:52
Gunnar í varaformanninn Gunnar Örlygsson alþingismaður Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni, á landsþingi flokksins sem fram fer um næstu helgi. Innlent 13.10.2005 18:50
Frjálslynda vantar sýnileika "Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, en samkvæmt skoðanakönnun blaðsins fengi flokkurinn 3,1 prósent fylgi og tvo menn kjörna. Innlent 13.10.2005 14:57
Vinstri grænir á flugi Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar. Innlent 13.10.2005 14:57
Reykjavíkurlistinn gagnrýndur Margrét Sverrisdóttir, áheyrnarfulltrúi Frjálslynda flokksins í borgarráði, spurðist fyrir um það á fundi ráðsins í gær hvenær mætti vænta þess að fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar yrðu kynntar fyrir borgarfulltrúum og starfsfólki borgarinnar. Innlent 13.10.2005 14:45
Stjórnarandstaðan vinnur saman Stjórnarandstaðan ætlar að vinna nánar saman í vetur en dæmi eru um áður og veita ríkisstjórninni harða andstöðu. Formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnin sé orðin spillt og fótumtroði lýðræðið í landinu. Innlent 13.10.2005 14:43