Fréttir Vilja mosku hjá Veðurstofunni Félag múslima á Íslandi á í viðræðum við Reykjavíkurborg um byggingarlóð fyrir mosku. Í erindi til skipulagsfulltrúa leggur félagið til þrjár mögulegar lóðir. Helst vilja múslimar reisa moskuna á borgarlandi við Bústaðaveg vestan við hús Landsvirkjunar og Veðurstofunnar. Innlent 20.5.2010 22:18 Knúti breytt í sjóræningjaskip Knútur RE, 30 tonna netabátur sem smíðaður var í kringum 1960, gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga sem sjóræningjaskip í skemmtigarðinum í Grafarvogi. Þar mun báturinn vera hluti af nýrri og glæsilegri minigolfbraut sem smíðuð verður í kringum „golfvöllinn“. Þessi ævintýralegi 18 holu golfvöllur verður annar tveggja sem til stendur að opna á svæðinu. Innlent 20.5.2010 22:35 Rætt um ýmsar hliðar orkumála Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra situr nú hnattvæðingarþing norrænu ráðherranefndarinnar í Danmörku. Innlent 20.5.2010 22:34 Telur Magma traustari bakhjarl en GGE Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Viðskipti innlent 20.5.2010 22:18 Fresta lokun göngudeildar SÁÁ hefur ákveðið að fresta lokun göngudeildar á Akureyri en henni átti að loka 1. júní. Innlent 20.5.2010 22:18 Fyrsta skipið til Seyðisfjarðar Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að bryggju við Strandarbakka hér á Seyðisfirði í gær. Með skipinu eru rúmlega 500 farþegar. Innlent 20.5.2010 22:18 Fuglar velja sér síður lífrænt Rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle hefur leitt í ljós að fuglar velja síður lífrænt ræktað korn ef hefðbundið korn er einnig í boði. Erlent 20.5.2010 22:18 Vörðu mannvirki fyrir eðjuflóði Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar í gær til að verja mannvirki fyrir flóðinu í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum. Fyrir hádegi tók að rigna og óx í ánni að sama skapi, að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri. Innlent 20.5.2010 22:18 Hjálpa bændum í öskuskýi „Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur," segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrktar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára. Innlent 20.5.2010 22:18 Borgarráð vill svör frá Árna Borgarráð vill skýringar frá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga hans um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Borgarráð hefur áhyggjur af áhrifum þessa á atvinnuástand í Reykjavík. Innlent 20.5.2010 22:34 Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði „Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Innlent 20.5.2010 22:35 Vilja veðsetja Vatnsmýrina Vinna á nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni fyrir byggingarlóðum. Innlent 20.5.2010 22:18 Segja veggjöld óásættanleg Bæjarstjórn Hveragerðis lýsir furðu sinni á því að í samgönguáætlun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir framlagi til Suðurlandsvegar heldur eigi að horfa til aðkomu lífeyrissjóðanna. Komið hafi fram að arður lífeyrissjóðanna ætti að felast í veggjöldum. Innlent 20.5.2010 22:18 Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap „Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Innlent 20.5.2010 22:18 Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Innlent 20.5.2010 22:18 Hilton-keðjan velur íslenskt Hótelkeðjan Hilton Worldwide hefur ákveðið að íslenska flöskuvatnið Icelandic Glacial verði í hávegum haft á meira en 750 hótelum sínum um víða veröld. Innlent 20.5.2010 22:18 Auðlindamálin sett á dagskrá Kosið verður til stjórnlagaþings í síðasta lagi 31. október samkvæmt breytingatillögu meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi forsætisráðherra um þingið. Innlent 20.5.2010 22:18 Búist við langvarandi átökum í Taílandi Óttast er að pólitísku átökin á Taílandi brjótist fram með misalvarlegum hætti næstu árin, þótt kyrrð hafi komist á í gær eftir heiftarlegar óeirðir í höfuðborginni Bangkok á miðvikudag. Erlent 20.5.2010 22:18 Þúsundir mótmæla í Aþenu Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Aþenu í gær, þegar fjórða allsherjarverkfall landsins á þessu ári hófst. Erlent 20.5.2010 22:18 Stuðningur Baracks Obama fælir frá Úrslit nokkurra forkosninga bandarísku stjórnmálaflokkanna benda til þess að mikil uppstokkun sé í vændum í þingkosningunum þar vestra næsta haust. Forkosningar voru í fjórum ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag, en helstu tíðindin þar voru forkosningar demókrata í Pennsylvaníu, þar sem Arlen Spector náði ekki kjöri, en hann var talinn eiga nokkuð öruggt þingsæti í öldungadeildinni eftir þrjátíu ára setu þar. Erlent 20.5.2010 22:18 Lekinn reynist meiri Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Erlent 20.5.2010 22:18 Picasso og Matisse stolið af safni í París Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Erlent 20.5.2010 22:18 Nota um 70% minna eldsneyti Hópur vísindamanna undir forystu sérfræðinga frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum hefur hannað farþegaþotu sem eyðir um 70 prósentum minna eldsneyti en þær þotur sem nú eru í notkun. Erlent 20.5.2010 22:18 20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Innlent 19.5.2010 22:12 Í-listinn mælist með hreinan meirihluta Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 19.5.2010 22:26 Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Innlent 19.5.2010 22:12 Hungurverkfall stóð í einn dag Fyrrum auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er hættur í hungurverkfalli sem stóð í sólarhring. Erlent 19.5.2010 22:12 Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Innlent 19.5.2010 22:12 Aðstæður gjörbreyttar „Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Innlent 19.5.2010 22:11 Tunga og hjarta þykir lostæti ytra Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Innlent 19.5.2010 22:12 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 334 ›
Vilja mosku hjá Veðurstofunni Félag múslima á Íslandi á í viðræðum við Reykjavíkurborg um byggingarlóð fyrir mosku. Í erindi til skipulagsfulltrúa leggur félagið til þrjár mögulegar lóðir. Helst vilja múslimar reisa moskuna á borgarlandi við Bústaðaveg vestan við hús Landsvirkjunar og Veðurstofunnar. Innlent 20.5.2010 22:18
Knúti breytt í sjóræningjaskip Knútur RE, 30 tonna netabátur sem smíðaður var í kringum 1960, gengur á næstunni í endurnýjun lífdaga sem sjóræningjaskip í skemmtigarðinum í Grafarvogi. Þar mun báturinn vera hluti af nýrri og glæsilegri minigolfbraut sem smíðuð verður í kringum „golfvöllinn“. Þessi ævintýralegi 18 holu golfvöllur verður annar tveggja sem til stendur að opna á svæðinu. Innlent 20.5.2010 22:35
Rætt um ýmsar hliðar orkumála Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra situr nú hnattvæðingarþing norrænu ráðherranefndarinnar í Danmörku. Innlent 20.5.2010 22:34
Telur Magma traustari bakhjarl en GGE Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að bæjarstjórnin muni láta meta fjárhagslega getu Magma Energy og skoða hvort áhætta bæjarsjóðs aukist við það að móðurfélagið Magma Canada taki yfir greiðslu á 6,3 milljarða króna skuldabréfi sem bærinn á og Geysir Green Energy (GGE) gaf upphaflega út. Viðskipti innlent 20.5.2010 22:18
Fresta lokun göngudeildar SÁÁ hefur ákveðið að fresta lokun göngudeildar á Akureyri en henni átti að loka 1. júní. Innlent 20.5.2010 22:18
Fyrsta skipið til Seyðisfjarðar Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagðist að bryggju við Strandarbakka hér á Seyðisfirði í gær. Með skipinu eru rúmlega 500 farþegar. Innlent 20.5.2010 22:18
Fuglar velja sér síður lífrænt Rannsókn vísindamanna við háskólann í Newcastle hefur leitt í ljós að fuglar velja síður lífrænt ræktað korn ef hefðbundið korn er einnig í boði. Erlent 20.5.2010 22:18
Vörðu mannvirki fyrir eðjuflóði Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar í gær til að verja mannvirki fyrir flóðinu í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum. Fyrir hádegi tók að rigna og óx í ánni að sama skapi, að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri. Innlent 20.5.2010 22:18
Hjálpa bændum í öskuskýi „Þetta gekk bara framar björtustu vonum og krakkarnir eru himinlifandi, enda búnir að standa sig eins og hetjur," segir Sif Árnadóttir, móðir Marisol Árnýjar og Michaels Adams Amador, sem ásamt Silju Maren Björnsdóttur, vinkonu þeirra, efndu til tombólu á Akureyri í gær til styrktar bændum undir Eyjafjöllum. Marisol er níu ára, Michael Adam fimm ára og Silja Maren sjö ára. Innlent 20.5.2010 22:18
Borgarráð vill svör frá Árna Borgarráð vill skýringar frá Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra vegna yfirlýsinga hans um fækkun starfa í heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og velferðar- og öldrunarþjónustu. Borgarráð hefur áhyggjur af áhrifum þessa á atvinnuástand í Reykjavík. Innlent 20.5.2010 22:34
Frambjóðendur frá Fæðingarorlofssjóði „Það er alls ekki ólíklegt að það verði fjórir héðan sem setjast í sveitarstjórnina,“ segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Innlent 20.5.2010 22:35
Vilja veðsetja Vatnsmýrina Vinna á nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni fyrir byggingarlóðum. Innlent 20.5.2010 22:18
Segja veggjöld óásættanleg Bæjarstjórn Hveragerðis lýsir furðu sinni á því að í samgönguáætlun Alþingis sé ekki gert ráð fyrir framlagi til Suðurlandsvegar heldur eigi að horfa til aðkomu lífeyrissjóðanna. Komið hafi fram að arður lífeyrissjóðanna ætti að felast í veggjöldum. Innlent 20.5.2010 22:18
Eigendur sumarhúsa svara með sóðaskap „Það er einfaldlega sorglegt að nokkur maður finni sig í því að henda rusli á víðavangi,“ segir Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, þar sem menn glíma nú við að rusl er skilið eftir þar sem áður voru gámar. Innlent 20.5.2010 22:18
Sæstrengur kostar nærri 350 milljarða Í frumhagkvæmnisathugun á lagningu sæstrengs fyrir rafmagn frá Íslandi um Færeyjar til Bretlands er ráð fyrir því gert að fjárfesting í verkefninu skili sér til baka á fjórum til fimm árum, eftir þróun raforkuverðs. Innlent 20.5.2010 22:18
Hilton-keðjan velur íslenskt Hótelkeðjan Hilton Worldwide hefur ákveðið að íslenska flöskuvatnið Icelandic Glacial verði í hávegum haft á meira en 750 hótelum sínum um víða veröld. Innlent 20.5.2010 22:18
Auðlindamálin sett á dagskrá Kosið verður til stjórnlagaþings í síðasta lagi 31. október samkvæmt breytingatillögu meirihluta allsherjarnefndar á frumvarpi forsætisráðherra um þingið. Innlent 20.5.2010 22:18
Búist við langvarandi átökum í Taílandi Óttast er að pólitísku átökin á Taílandi brjótist fram með misalvarlegum hætti næstu árin, þótt kyrrð hafi komist á í gær eftir heiftarlegar óeirðir í höfuðborginni Bangkok á miðvikudag. Erlent 20.5.2010 22:18
Þúsundir mótmæla í Aþenu Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum í Aþenu í gær, þegar fjórða allsherjarverkfall landsins á þessu ári hófst. Erlent 20.5.2010 22:18
Stuðningur Baracks Obama fælir frá Úrslit nokkurra forkosninga bandarísku stjórnmálaflokkanna benda til þess að mikil uppstokkun sé í vændum í þingkosningunum þar vestra næsta haust. Forkosningar voru í fjórum ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag, en helstu tíðindin þar voru forkosningar demókrata í Pennsylvaníu, þar sem Arlen Spector náði ekki kjöri, en hann var talinn eiga nokkuð öruggt þingsæti í öldungadeildinni eftir þrjátíu ára setu þar. Erlent 20.5.2010 22:18
Lekinn reynist meiri Olíufélagið BP hefur viðurkennt að olíulekinn í Mexíkóflóa sé meiri en fyrirtækið hefur hingað til gefið upp. Olía hefur nú borist upp á votlendið við strendur Louisiana, auk þess sem hún er byrjuð að berast út í hafstrauma sem flytja hana út á opið haf austur með Flórídaskaga. Erlent 20.5.2010 22:18
Picasso og Matisse stolið af safni í París Þjófur hafði á brott með sér fimm dýrmæt listaverk úr Nútímalistasafninu í París í fyrrinótt. Verkin eru meðal annars eftir Picasso og Matisse. Virði þeirra er talið nema nærri 100 milljónum evra, eða um 16 milljörðum króna. Erlent 20.5.2010 22:18
Nota um 70% minna eldsneyti Hópur vísindamanna undir forystu sérfræðinga frá MIT-háskólanum í Bandaríkjunum hefur hannað farþegaþotu sem eyðir um 70 prósentum minna eldsneyti en þær þotur sem nú eru í notkun. Erlent 20.5.2010 22:18
20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Innlent 19.5.2010 22:12
Í-listinn mælist með hreinan meirihluta Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfulltrúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Innlent 19.5.2010 22:26
Laus allra mála eftir 11 mánaða rannsókn Lögregla hefur fellt niður að fullu mál á hendur Sigurði Hilmari Ólasyni, sem handtekinn var í fyrrasumar grunaður um að tengjast einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í heiminum. Innlent 19.5.2010 22:12
Hungurverkfall stóð í einn dag Fyrrum auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovskí er hættur í hungurverkfalli sem stóð í sólarhring. Erlent 19.5.2010 22:12
Seðlabankinn stígur ný skref eftir efnahagshrunið Forsendur skapast til að draga úr gjaldeyrishöftum og lækka stýrivexti frekar í kjölfar samkomulags Seðlabanka Íslands og Lúxemborgar um kaup á íslenskum skuldabréfapakka sem setið hefur fastur ytra frá falli gamla Landsbankans í október 2008. Már Guðmundsson seðlabankastjóri undirritaði samninginn ásamt Yves Mersch, kollega sínum í Lúxemborg, í gær. Innlent 19.5.2010 22:12
Aðstæður gjörbreyttar „Í nóvember var ferðaþjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorgun. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fundarins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfirstaðið eða í rénun. Innlent 19.5.2010 22:11
Tunga og hjarta þykir lostæti ytra Hrafnreyður KÓ-100 heitir nýuppgert skip Hrefnuveiðimanna ehf. sem fékk í gær haffærisskírteini og hélt samdægurs út til veiða frá Kópavogshöfn. Innlent 19.5.2010 22:12
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent