Fréttir

Fréttamynd

Markaðurinn bíður átekta

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskir karlar langlífastir í Evrópu

Í fyrra dóu 2.017 einstaklingar búsettir á Íslandi, 1.063 karlar og 954 konur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands létust 6,3 á hverja 1.000 íbúa, en dánartíðni stóð í stað milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Velta eykst á millibankamarkaði

Tölur Seðlabankans um daglega veltu á millibankamarkaði í febrúar benda, að mati Greiningar Íslandsbanka, til þess að veltan verði sú mesta í einum mánuði síðan í nóvember árið 2009.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundruð manna enn í rústum húsa

Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir.

Erlent
Fréttamynd

Enn kvarnast úr liði Gaddafís

Austan til í Líbíu fagnar fólk sigri yfir Muammar Gaddafí, en í vesturhlutanum er ástandið lævi blandið. Stjórnarherinn er sagður skjóta handahófskennt á hvern sem lætur sjá sig úti á götum höfuðborgarinnar Trípólí.

Erlent
Fréttamynd

Íslenskar útgerðir á umdeildu hafsvæði

Íslensk útgerðarfyrirtæki hafa um árabil stundað fiskveiðar á umdeildu hafsvæði út frá ströndum Vestur-Sahara. Evrópusambandið (ESB) hefur löngum haft veiðiheimildir á svæðinu í krafti samnings við Marokkó, sem hefur stjórnað Vestur-Sahara frá árinu 1975 í óþökk flestra landsmanna og ýmissa ríkja og alþjóðastofnana.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að um 100 manns hafi látist

Björgunarsveitir og hermenn leituðu enn að fólki í húsarústum í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi í gærkvöldi eftir að jarðskjálfti sem mældist 6,3 á Richter reið yfir um miðnætti að íslenskum tíma á mánudagskvöld.

Erlent
Fréttamynd

Icesave snýr stjórnlagaþingi

Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun

Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita.

Innlent
Fréttamynd

Ný kjörstjórn á næstu dögum

Kjördagur fyrir Icesave-samkomulagið verður kynntur á föstudag, sem og hvort og hvenær kosið verði til stjórnlagaþings. Ný landskjörstjórn verður kosin á Alþingi á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum.

Innlent
Fréttamynd

Ætluðu til Túnis en enduðu á Íslandi

„Í stað þess að keyra um í sól og 30 stiga hita í Túnis eru ferðamennirnir hér í snjó og þriggja stiga hita,“ sagði Jón Baldur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins ISAK, staddur á Kaldadal í gær. Hann var þar fararstjóri í ellefu bíla flota og bílstjórarnir voru allir þýskir ferðamenn. Jón Baldur leigir út sérútbúna Land-Rover Defender og aðrir ellefu bílar frá honum fóru um Kjöl í gær og að Langjökli, með hluta af sama hópi.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt mat er 50% lægra

Land sem Hafnarfjarðarbær tók eignarnámi í Kapelluhrauni í apríl 2008 var 400 milljóna króna virði á þeim tíma segja tveir fasteignasalar sem voru dómkvaddir sem matsmenn af Héraðsdómi Reykjaness.

Innlent
Fréttamynd

1.800 gistirými eru ekki á skrá

1.800 gistirými á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri eru án starfsleyfa. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök ferðaþjónustunnar gerðu nýlega, en þetta jafngildir því að um 15 prósent gistirýma á höfuðborgarsvæðinu séu rekin án leyfa og um 30 prósent á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Forsetahjónin heimsóttu Lækjarskóla

„Börnin voru himinlifandi því forsetahjónin tóku sér tíma til að vera með þeim. Þau voru ekkert að flýta sér,“ segir Arna B. Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Ný neytenda-samtök stofnuð

Ný neytendasamtök, Samtök lífrænna neytenda, hafa nú litið dagsins ljós. Tilgangur þeirra er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu lífrænna vara á Íslandi með hagsmuni neytenda, búfénaðar, bænda og umhverfisins að leiðarljósi.

Innlent
Fréttamynd

Avant heldur samningum

Avant er fyrsta fjármögnunarfyrirtækið sem hefur samþykkt kröfur Samtaka lánþega (SL) og riftir ekki lánasamningum til bílakaupa við fólk í greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara.

Innlent
Fréttamynd

Réðust á mann og stórslösuðu

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir mörg brot, þar á meðal líkamsárás, sem hann er talinn hafa staðið að ásamt öðrum manni.

Innlent
Fréttamynd

Strípuðu íbúðir fyrir uppboð

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvær konur í Garði fyrir að hreinsa allt innan úr íbúð, sem var veðsett Landsbankanum fyrir ríflega 30 milljónir króna, áður en þær misstu hana. Þá var par í Sandgerði ákært fyrir sömu sakir. Hús þess var veðsett Glitni fyrir 22 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Reisa fyrsta ökugerðið

Fyrsta ökugerði landsins verður að öllum líkindum vígt við Reykjanesbrautina í lok sumars. Um er að ræða aðstöðu þar sem æfa má akstur við mismunandi aðstæður og nýtist bæði ökunemum og öðrum.

Innlent