Fréttir

Fréttamynd

Dómi undirréttar snúið við

Norski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Åsne Seierstad var fyrir millidómstigi í Noregi í gær sýknuð af ákæru um að hafa rofið friðhelgi einkalífs í tengslum við skrif bókarinnar Bóksalinn í Kabúl.

Erlent
Fréttamynd

Býður sig fram gegn Sarkozy

Dominique de Villepin, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, ætlar að bjóða sig fram gegn Nicolas Sarkozy í forsetakosningum í vor.

Erlent
Fréttamynd

Á slóð guðseindarinnar

Vísindamenn við sterkeindahraðal evrópsku kjarnorkurannsóknastöðvarinnar (CERN) á landamærum Sviss og Frakklands hafa fundið forvitnilegar vísbendingar um tilvist Higgs-bóseindarinnar. Um er að ræða helsta markmið dýrustu vísindatilraunar allra tíma en vísindamennirnir vonast til þess að geta svarað spurningunni um tilvist hennar að fullu á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

„Hinn heppni“ var handtekinn

Hermenn í Mexíkó handsömuðu á mánudag glæpaforingjann Raul Lucio Hernandez. Hernandez, sem oft er kallaður „Hinn heppni“, stýrði hinni illræmdu Zetu-klíku. Hans var ákaft leitað og var 150 milljónum króna heitið til höfuðs honum.

Erlent
Fréttamynd

Skattamálið reynist Venstre harla erfitt

Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu.

Erlent
Fréttamynd

Segir skatt vegna skuldamála styrkja lífeyrissjóði

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna.

Innlent
Fréttamynd

Með dóp og bjúghníf á jólahlaðborði

Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra veittu á laugardagskvöld athygli tveimur karlmönnum sem sátu í stolnum bíl fyrir utan klúbbhús Vítisengla í Hafnarfirði. Mennirnir voru handteknir og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kvaðst annar þeirra hafa verið á jólahlaðborði sem Vítisenglar stóðu fyrir þá um kvöldið í höfuðstöðvum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Krydda tómatarækt með hestasýningum

„Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag.

Innlent
Fréttamynd

Pólitíkusar heykjast á samkomulagi

Ekki tókst að ná lagalega bindandi samkomulagi allra þjóða um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda í Durban. Engu að síður skuldbundu ríki sig til að ná saman um samning sem tæki gildi 2020. Umhverfissinnar hafa áhyggjur af því að það verði of seint. Kýótó-bókunin rennur út á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Jólasveinarnir mæta á safnið

Stekkjarstaur mætti í heimsókn á Þjóðminjasafnið í gærmorgun, en hann er fyrsti jólasveinninn og kom til byggða í fyrrinótt. Fjöldinn allur af börnum tók á móti Stekkjarstaur.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisvarnaráði verði komið á fót

Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun.

Innlent
Fréttamynd

Víðtæk áhrif af banni við mismunun kynja

Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent.

Innlent
Fréttamynd

Köld excel-skjöl segja ekkert

„Kaldir meðaltalsútreikningar í excel-skjölum segja ekkert til um aðstæður á einstökum stöðum,“ segir bæjarstjórn Grundarfjarðar, sem hvetur Heilbrigðisstofnun Vesturlands til að skera niður í öðru en heilsugæslunnni.

Innlent
Fréttamynd

Segja „óraunhæfa“ tillögu vonbrigði

„Tillagan var algjörlega óraunhæf, fól í sér skref aftur á bak frá undanförnum fundum og olli íslenskum stjórnvöldum því miklum vonbrigðum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslendinga í viðræðum um makrílveiðar, um tillögu ESB og Noregs varðandi veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir almenning vera að vakna

„Samfélagið er að vakna,“ sagði Mikhaíl Prokhorov, þriðji auðugasti maður Rússlands, þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetakosninga í vor.

Erlent
Fréttamynd

Fyrirtæki lokuð og skólar tómir

Sýrlendingar sýndu andstöðu sína gegn stjórnvöldum víða um land í gær með því að loka fyrirtækjum og senda börn sín ekki í skóla.

Erlent
Fréttamynd

Konur láti í sér heyra fyrir frelsi

Ellen Johnson Sirleaf, Leymah Gbowee og Tawakkul Karman fengu friðarverðlaun Nóbels afhent í Ósló á laugardag. Konurnar þrjár hafa barist gegn misrétti, einræðisherrum og kynferðislegu ofbeldi í Líberíu og Jemen. Í ræðum sínum hvöttu þær kúgaðar konur heimsins til þess að rísa upp gegn yfirráðum karla.

Erlent
Fréttamynd

Heiðra minningu Hermanns

„Þetta verða stærstu X-mas tónleikar frá upphafi,“ segir Úlfar Linnet, einn vina Hermanns Fannars Valgarðssonar sem féll frá langt fyrir aldur fram í byrjun nóvember. Hinir árlegu X-mas tónleikar X-ins verða að þessu sinni styrktartónleikar í minningu Hermanns, og verða haldnir í Kaplakrika hinn 20. desember næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Styðja öryggishópa fyrirtækja

Starfsmenn CERT-ÍS munu ekki sitja sveittir við tölvur og berjast með tölvukóðum gegn óvinveittum hökkurum, eins og einhver gæti ímyndað sér eftir ótæpilegt magn Hollywood-kvikmynda um hakkara.

Innlent
Fréttamynd

Kolaportið lagt niður um tíma

"Þetta eru óskiljanleg vinnubrögð af hálfu ríkissjóðs. Vanvirðing við mannlífið og menninguna sem tengjast starfseminni,“ segir Gunnar Hákonarson, markaðsstjóri Kolaportsins, sem verður lokað í allt að átján mánuði frá og með júní á næsta ári vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda í Tollhúsinu.

Innlent