Fréttir Bílvelta undir Úlfarsfelli Ökumaður slapp lítið meiddur, en þarf þó að gangast undir rannsóknir á hálsi, eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Vesturlandsvegi við hringtorgið undir Úlfarsfelli, með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Þetta gerðist um klukkan hálf þrjú í nótt og var ökumaður, sem var einn í bílnum, flulttur á slysadeild. Bíllinn er mikið skemmdur. Innlent 4.12.2006 08:16 Frumvarp um RÚV á skjön við samkeppnislög Samkeppniseftirlitið virðist telja frumvarp um Ríkisútvarpið ohf, eins og það er núna, fela í sér samkeppnislega mismunun, með tilliti til þess að RÚV eigi áfram að starfa á auglýsingamarkaðnum og jafnframt njóta ríkisstyrkja. Innlent 4.12.2006 07:44 Chavez endurkjörinn Hugo Chavez, forseti Venesúela, sigraði í forsetakosningum í landinu en úrslitin voru birt í gær. Þegar að 78 prósent atkvæða höfðu verið talin var Chavez með 61 prósent þeirra, en meginandstæðingur hans, Manuel Rosales, með 38 prósent. Erlent 4.12.2006 07:40 Búist við nýjum meirihluta í Árborg í dag Búist er við að nýr bæjarstjórnarmeirihluti verði myndaður í sveitarfélaginu Árborg í dag eftir að meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna brast fyrir helgi. Innlent 4.12.2006 07:32 Herinn á Fídjieyjum undirbýr valdarán Herinn Á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Talið er að herinn sé að undirbúa væntanlegt valdarán en hershöfðinginn Frank Bainimarama hefur undanfarna vikur hótað því ef forsætisráðherra eyjanna segi ekki af sér. Erlent 4.12.2006 07:28 Gamli hafnarbakkinn í Reykjavík grafinn upp Nú er verið að grafa fram gamla hafnarbakkann sem var bak við hús Rammagerðarinnar í Hafnarstræti, en minjarnar sem þar eru munu meðal annars víkja fyrir byggingu tónlistarhúss. Mikið af sýnilegum hleðslum hafa komið fram við uppgröftinn, en mestmegnis eru þetta kjallarar undan pakkhúsum kaupmanna sem stóðu við hafnarbakkann. Innlent 3.12.2006 19:05 Ekki lengur síamstvíburar Írösku tvíburasystrunum Zöruh og Fatimu heilsast vel eftir að læknar skildu þær að með skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu í gær. Erlent 3.12.2006 17:49 Kveikt í húsi við Snorrabraut vegna æfingar Tryggingarfélagið Sjóvá og forvarnarhúsið settu upp brunaæfingu í dag í samvinnu við slökkviliðið, og kveiktu í á ýmsum stöðum í húsi við Snorrabraut sem til stendur að rífa. Æfinguna á að nýta á fyrir kennslumyndband á vegum forvarnarhússins. Settir voru upp ýmsir algengir heimilisbrunar sem valda oft miklu tjóni, en auðvelt er að koma í veg fyrir. Innlent 3.12.2006 18:53 Læknarnir björguðu Pinochet Líf Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur hangið á bláþræði undanfarinn sólarhring en hann fékk alvarlegt hjartaáfall í nótt. Erlent 3.12.2006 17:47 Stjórnmálamenn fá haturspóst Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Innlent 3.12.2006 17:43 Vill ekki að Álfheiður víki fyrir sér Óvíst er hvort reglur um kynjakvóta verði notaðar við uppröðun á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Kvótinn þýðir að kona þarf að víkja fyrir karli til að jafna kynjahlutfallið, eftir forval flokksins, í gær. Innlent 3.12.2006 17:02 Aðskilja þarf akreinar til að fækka banaslysum 27 hafa látist í banaslysum á þessu ári. Framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa að aðgreina þurfi akreinar á Suðurlands- og Vesturlandsvegi sem fyrst. Innlent 3.12.2006 17:15 Pinochet veittar nábjargirnar Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er við dauðans dyr eftir alvarlegt hjartaáfall sem hann fékk í gær. Að sögn AP-fréttastofunnar hefur prestur veitt honum hinsta sakramentið. Erlent 3.12.2006 13:38 Rumsfeld hafði efasemdir Nokkrum dögum áður en Donald Rumsfeld, fyrrverandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér embætti hafði hann lagt til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak við forsetaembættið. Erlent 3.12.2006 10:05 Scaramella hinn hressasti Mario Scaramella, trúnaðarvini KGB-mannsins sáluga, Alexander Litvinenko, heilsast vel þrátt fyrir að geislavirka efnið pólóníum 210 hafi fundist í líkama hans. Erlent 3.12.2006 10:03 Mótmælin halda áfram Mótmælendur í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, láta engan bilbug á sér finna en þeir eyddu annarri í nótt í tjaldborg við stjórnarráðið til að þrýsta á ríkisstjórnina að segja af sér. Erlent 3.12.2006 10:01 Tveir létust Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstri á Sandskeiði síðdegis í gær. Þrír aðrir voru í bílunum tveimur og voru þeir fluttir á slysadeild. Innlent 3.12.2006 10:03 Pinochet við dauðans dyr Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, liggur á milli heims og helju eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall í nótt. Erlent 3.12.2006 09:59 Sótt að Rauða hverfinu Borgarstjórnin í Amsterdam hefur fyrirskipað að þriðjungi allra vændishúsa í Rauða hverfinu svonefnda skuli lokað svo að stemma megi stigu við fjölgun glæpa í borginni. Erlent 2.12.2006 18:59 Laug til um krabbamein Einstæð móðir frá Wisconsin í Bandaríkjunum á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist fyrir að skrökva að vinum og samstarfsmönnum að hún væri með ólæknandi krabbamein. Erlent 2.12.2006 18:58 Tvennir síamstvíburar skildir að Það er ekki á hverjum degi sem síamstvíburar eru skildir að, hvað þá tvennir. Það gerðist þó í vikunni þegar læknar í Kína gerðu skurðaðgerð á 28 daga gömlum systrum frá Fujian-héraði sem voru samvaxnar á búknum. Um svipað leyti hófu sádiarabískir læknar að skilja að írösku systurnar Fatimu og Zöhru en þær eru tíu mánaða gamlar. Erlent 2.12.2006 18:57 Castro hvergi sjáanlegur Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Erlent 2.12.2006 18:54 Meirihlutaviðræðum miðar áfram í Árborg Vel miðar í samningaviðræðum Framsóknar, Samfylkingar og vinstri grænna í Árborg, en fundað hefur verið í allan dag eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vegna ágreinings um skipulags- og launamál. Framtíð bæjarstjóra Árborgar er mjög ótrygg takist minnihlutaflokkunum að mynda meirihluta bæjarstjórnar segir oddviti sjálfstæðismanna. Innlent 2.12.2006 19:01 Tæplega hundrað liggja í valnum Óttast er að hátt í hundrað manns hafi farist þegar enn ein bílsprengjuárásin var gerð á sjíahverfi í Bagdad í dag. Síðastliðinn mánuður var sá mannskæðasti í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 2.12.2006 18:50 Verð áfengis á veitingastöðum lækkar Eins og fram hefur komið í umræðu síðustu daga mun hækkun áfengisgjalds verða til þess að verð algengra áfengistegunda mun að öllu jöfnu hækka hjá ÁTVR. Nýjustu útreikningar formanns efnahags- og viðskiptanefndar leiða hins vegar í ljós að verð áfengis á veitingastöðum mun lækka. Pétur Blöndal formaður nefndarinnar brá sér í ríkið í dag vopnaður blaði og penna, tók út smásöluverð algengra tegunda. Innlent 2.12.2006 18:47 Mannskæð árás í Bagdad Að minnsta kosti 43 liggja í valnum eftir að þrjár bílsprengjur sprungu nánast samtímis í miðborg Bagdad fyrr í dag. Bílunum sem sprengjunum hafði verið komið fyrir í var lagt við götumarkað sem sjía-múslimar sækja helst. Erlent 2.12.2006 16:09 Fundað um myndun nýs meirihluta í Árborg Það hriktir í stoðum bæjarstjórnar í Árborg eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks. Framsóknarmenn reyna nú að stofna meirihluta með samfylkingu og vinstri grænum. Vilji kjósenda er ekki virtur ef sjálfstæðisflokkur lendir í minnihluta segir oddviti sjálfstæðismanna. Upp úr meirihlutasamstarfinu slitnaði vegna óleysanlegs ágreinins varðandi skipulagsmál og ganga ásakanir á víxl um ástæður þess. Innlent 2.12.2006 12:17 250 hafa kosið í forvali VG Forval Vinstri grænna, í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins, fór vel af stað í morgun að sögn framkvæmdastjóra flokksins, en með utankjörfundaratkvæðum hafa um 250 manns kosið. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu í kvöld. Innlent 2.12.2006 11:59 Sex hundruð taldir af Nánast engar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi í eðjunni við rætur eldfjallsins Mayon á Filippseyjum en miklar aurskriður féllu úr því í fyrrinótt í kjölfar fellibyls sem gekk yfir eyjarnar. Erlent 2.12.2006 10:05 Castro ennþá veikur Hátíðarhöldum í tilefni áttræðisafmælis Fídels Castro Kúbuleiðtoga lýkur í dag með mikilli hersýningu í höfuðborginni Havana. Margt fyrirmenna er samankomið á Kúbu í tilefni afmælisins, þar á meðal Evo Morales og Daniel Ortega, forseta Bólivíu og Níkaragva, en sjálft afmælisbarnið hefur hins vegar enn ekki látið sjá sig. Erlent 2.12.2006 10:02 « ‹ 287 288 289 290 291 292 293 294 295 … 334 ›
Bílvelta undir Úlfarsfelli Ökumaður slapp lítið meiddur, en þarf þó að gangast undir rannsóknir á hálsi, eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Vesturlandsvegi við hringtorgið undir Úlfarsfelli, með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og valt. Þetta gerðist um klukkan hálf þrjú í nótt og var ökumaður, sem var einn í bílnum, flulttur á slysadeild. Bíllinn er mikið skemmdur. Innlent 4.12.2006 08:16
Frumvarp um RÚV á skjön við samkeppnislög Samkeppniseftirlitið virðist telja frumvarp um Ríkisútvarpið ohf, eins og það er núna, fela í sér samkeppnislega mismunun, með tilliti til þess að RÚV eigi áfram að starfa á auglýsingamarkaðnum og jafnframt njóta ríkisstyrkja. Innlent 4.12.2006 07:44
Chavez endurkjörinn Hugo Chavez, forseti Venesúela, sigraði í forsetakosningum í landinu en úrslitin voru birt í gær. Þegar að 78 prósent atkvæða höfðu verið talin var Chavez með 61 prósent þeirra, en meginandstæðingur hans, Manuel Rosales, með 38 prósent. Erlent 4.12.2006 07:40
Búist við nýjum meirihluta í Árborg í dag Búist er við að nýr bæjarstjórnarmeirihluti verði myndaður í sveitarfélaginu Árborg í dag eftir að meirihlutasamstarf Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna brast fyrir helgi. Innlent 4.12.2006 07:32
Herinn á Fídjieyjum undirbýr valdarán Herinn Á Fiji-eyjum afvopnaði í morgun viðbragðssveitir lögreglunnar í höfuðborginni Suva. Talið er að herinn sé að undirbúa væntanlegt valdarán en hershöfðinginn Frank Bainimarama hefur undanfarna vikur hótað því ef forsætisráðherra eyjanna segi ekki af sér. Erlent 4.12.2006 07:28
Gamli hafnarbakkinn í Reykjavík grafinn upp Nú er verið að grafa fram gamla hafnarbakkann sem var bak við hús Rammagerðarinnar í Hafnarstræti, en minjarnar sem þar eru munu meðal annars víkja fyrir byggingu tónlistarhúss. Mikið af sýnilegum hleðslum hafa komið fram við uppgröftinn, en mestmegnis eru þetta kjallarar undan pakkhúsum kaupmanna sem stóðu við hafnarbakkann. Innlent 3.12.2006 19:05
Ekki lengur síamstvíburar Írösku tvíburasystrunum Zöruh og Fatimu heilsast vel eftir að læknar skildu þær að með skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu í gær. Erlent 3.12.2006 17:49
Kveikt í húsi við Snorrabraut vegna æfingar Tryggingarfélagið Sjóvá og forvarnarhúsið settu upp brunaæfingu í dag í samvinnu við slökkviliðið, og kveiktu í á ýmsum stöðum í húsi við Snorrabraut sem til stendur að rífa. Æfinguna á að nýta á fyrir kennslumyndband á vegum forvarnarhússins. Settir voru upp ýmsir algengir heimilisbrunar sem valda oft miklu tjóni, en auðvelt er að koma í veg fyrir. Innlent 3.12.2006 18:53
Læknarnir björguðu Pinochet Líf Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur hangið á bláþræði undanfarinn sólarhring en hann fékk alvarlegt hjartaáfall í nótt. Erlent 3.12.2006 17:47
Stjórnmálamenn fá haturspóst Fjöldi stjórnmálamanna, meðal annars frambjóðendur í prófkjöri vinstri grænna, hefur að undanförnu fengið nafnlaus bréf þar sem óhróðri er ausið yfir múslima. Nokkrir hafa sent lögreglu bréfin til rannsóknar. Innlent 3.12.2006 17:43
Vill ekki að Álfheiður víki fyrir sér Óvíst er hvort reglur um kynjakvóta verði notaðar við uppröðun á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Kvótinn þýðir að kona þarf að víkja fyrir karli til að jafna kynjahlutfallið, eftir forval flokksins, í gær. Innlent 3.12.2006 17:02
Aðskilja þarf akreinar til að fækka banaslysum 27 hafa látist í banaslysum á þessu ári. Framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa að aðgreina þurfi akreinar á Suðurlands- og Vesturlandsvegi sem fyrst. Innlent 3.12.2006 17:15
Pinochet veittar nábjargirnar Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, er við dauðans dyr eftir alvarlegt hjartaáfall sem hann fékk í gær. Að sögn AP-fréttastofunnar hefur prestur veitt honum hinsta sakramentið. Erlent 3.12.2006 13:38
Rumsfeld hafði efasemdir Nokkrum dögum áður en Donald Rumsfeld, fyrrverandi landvarnaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér embætti hafði hann lagt til meiriháttar breytingar á stefnunni í Írak við forsetaembættið. Erlent 3.12.2006 10:05
Scaramella hinn hressasti Mario Scaramella, trúnaðarvini KGB-mannsins sáluga, Alexander Litvinenko, heilsast vel þrátt fyrir að geislavirka efnið pólóníum 210 hafi fundist í líkama hans. Erlent 3.12.2006 10:03
Mótmælin halda áfram Mótmælendur í miðborg Beirútar, höfuðborgar Líbanons, láta engan bilbug á sér finna en þeir eyddu annarri í nótt í tjaldborg við stjórnarráðið til að þrýsta á ríkisstjórnina að segja af sér. Erlent 3.12.2006 10:01
Tveir létust Fimm ára stúlka og maður um þrítugt létust í árekstri á Sandskeiði síðdegis í gær. Þrír aðrir voru í bílunum tveimur og voru þeir fluttir á slysadeild. Innlent 3.12.2006 10:03
Pinochet við dauðans dyr Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, liggur á milli heims og helju eftir að hafa fengið alvarlegt hjartaáfall í nótt. Erlent 3.12.2006 09:59
Sótt að Rauða hverfinu Borgarstjórnin í Amsterdam hefur fyrirskipað að þriðjungi allra vændishúsa í Rauða hverfinu svonefnda skuli lokað svo að stemma megi stigu við fjölgun glæpa í borginni. Erlent 2.12.2006 18:59
Laug til um krabbamein Einstæð móðir frá Wisconsin í Bandaríkjunum á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist fyrir að skrökva að vinum og samstarfsmönnum að hún væri með ólæknandi krabbamein. Erlent 2.12.2006 18:58
Tvennir síamstvíburar skildir að Það er ekki á hverjum degi sem síamstvíburar eru skildir að, hvað þá tvennir. Það gerðist þó í vikunni þegar læknar í Kína gerðu skurðaðgerð á 28 daga gömlum systrum frá Fujian-héraði sem voru samvaxnar á búknum. Um svipað leyti hófu sádiarabískir læknar að skilja að írösku systurnar Fatimu og Zöhru en þær eru tíu mánaða gamlar. Erlent 2.12.2006 18:57
Castro hvergi sjáanlegur Fimm daga hátíðarhöldum vegna áttræðisafmælis Fidels Castro lauk í dag með hersýningu á heimsmælikvarða. Sökum veikinda var afmælisbarnið hins vegar hvergi sjáanlegt og það hefur gefið þeim orðrómi byr undir báða vængi að Castro liggi banaleguna. Erlent 2.12.2006 18:54
Meirihlutaviðræðum miðar áfram í Árborg Vel miðar í samningaviðræðum Framsóknar, Samfylkingar og vinstri grænna í Árborg, en fundað hefur verið í allan dag eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vegna ágreinings um skipulags- og launamál. Framtíð bæjarstjóra Árborgar er mjög ótrygg takist minnihlutaflokkunum að mynda meirihluta bæjarstjórnar segir oddviti sjálfstæðismanna. Innlent 2.12.2006 19:01
Tæplega hundrað liggja í valnum Óttast er að hátt í hundrað manns hafi farist þegar enn ein bílsprengjuárásin var gerð á sjíahverfi í Bagdad í dag. Síðastliðinn mánuður var sá mannskæðasti í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Erlent 2.12.2006 18:50
Verð áfengis á veitingastöðum lækkar Eins og fram hefur komið í umræðu síðustu daga mun hækkun áfengisgjalds verða til þess að verð algengra áfengistegunda mun að öllu jöfnu hækka hjá ÁTVR. Nýjustu útreikningar formanns efnahags- og viðskiptanefndar leiða hins vegar í ljós að verð áfengis á veitingastöðum mun lækka. Pétur Blöndal formaður nefndarinnar brá sér í ríkið í dag vopnaður blaði og penna, tók út smásöluverð algengra tegunda. Innlent 2.12.2006 18:47
Mannskæð árás í Bagdad Að minnsta kosti 43 liggja í valnum eftir að þrjár bílsprengjur sprungu nánast samtímis í miðborg Bagdad fyrr í dag. Bílunum sem sprengjunum hafði verið komið fyrir í var lagt við götumarkað sem sjía-múslimar sækja helst. Erlent 2.12.2006 16:09
Fundað um myndun nýs meirihluta í Árborg Það hriktir í stoðum bæjarstjórnar í Árborg eftir að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks. Framsóknarmenn reyna nú að stofna meirihluta með samfylkingu og vinstri grænum. Vilji kjósenda er ekki virtur ef sjálfstæðisflokkur lendir í minnihluta segir oddviti sjálfstæðismanna. Upp úr meirihlutasamstarfinu slitnaði vegna óleysanlegs ágreinins varðandi skipulagsmál og ganga ásakanir á víxl um ástæður þess. Innlent 2.12.2006 12:17
250 hafa kosið í forvali VG Forval Vinstri grænna, í þremur kjördæmum höfuðborgarsvæðisins, fór vel af stað í morgun að sögn framkvæmdastjóra flokksins, en með utankjörfundaratkvæðum hafa um 250 manns kosið. Fyrstu tölur verða birtar upp úr klukkan tíu í kvöld. Innlent 2.12.2006 11:59
Sex hundruð taldir af Nánast engar líkur eru taldar á að fleiri finnist á lífi í eðjunni við rætur eldfjallsins Mayon á Filippseyjum en miklar aurskriður féllu úr því í fyrrinótt í kjölfar fellibyls sem gekk yfir eyjarnar. Erlent 2.12.2006 10:05
Castro ennþá veikur Hátíðarhöldum í tilefni áttræðisafmælis Fídels Castro Kúbuleiðtoga lýkur í dag með mikilli hersýningu í höfuðborginni Havana. Margt fyrirmenna er samankomið á Kúbu í tilefni afmælisins, þar á meðal Evo Morales og Daniel Ortega, forseta Bólivíu og Níkaragva, en sjálft afmælisbarnið hefur hins vegar enn ekki látið sjá sig. Erlent 2.12.2006 10:02