Fréttir Ferðamenn í vandræðum á Kjalvegi Erlent par komst í hann krappann í gær þegar það hugðist aka yfir Kjöl á venjulegum jepplingi sem það hafði tekið á leigu. Þrátt fyrir að Kjalvegur sé rækilega merktur ófær á skiltum, lagði fólkið af stað en festi svo bílinn norðan við Bláfellsháls. Innlent 4.1.2007 07:40 Lögregla leitar manns í Hafnarfirði Leit er hafin að rúmlega fertugum karlmanni, Gísla Bryngeirssyni, sem fór frá heimili sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi á ljós bláum Chevrolet Suburban, til að viðra tvo hunda. Síðast heyrðist frá honum í grennd við Hvaleyrarvatn um klukkan hálf tólf. Innlent 4.1.2007 07:36 Læknar skilja síamstvíbura að Læknar í Bandaríkjunum skildu í gær að tvíbura sem voru samvaxnir á brjóstkassa. Að sögn þeirra gekk allt upp í aðgerðinni og sögðu þeir að tvíbrunum heilsaðist báðum vel. Eitt stærsta vandamálið í aðgerðinni var að aðskilja hjörtu stúlknanna og koma þeim fyrir í brjóstholum þeirra en engu að síður gekk það vel. Erlent 4.1.2007 07:03 Krónan styrkist á ný Krónan styrktist verulega á fyrsta viðskiptadegi ársins í gær og hækkaði um tæp tvö prósent. Fjármálasérfræðingar segja að það megi að mestu rekja til þess að hollenskur banki gaf út svonefnd krónubréf upp á þrjá milljarða króna. Þetta er einhver mesta sveifla á gengi krónunnar um langt skeið. Innlent 4.1.2007 06:59 Enn leitað að flaki flugvélar Leitin að flugvélinni sem hvarf í Indónesíu á mánudaginn var hélt áfram áfram í morgun. Flugvélar, skip og fótgönguliðar tóku þátt í leitinni. Yfirvöld í Indónesíu skýrðu frá því á þriðjudag að flak vélarinnar hefði fundist ásamt 12 eftirlifendum slyssins en þegar til kom reyndust þær fregnir rangar. Erlent 4.1.2007 06:56 Árásarmanna enn leitað Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar fengið um árásarmennina, sem frömdu alvarlega líkamsárás á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti á nýjársnótt. Upptaka af atvikinu úr eftirlitsmyndavél, var sýnd í sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi, en það hefur ekki enn borið árangur. Innlent 4.1.2007 06:57 Opinber rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali. Innlent 3.1.2007 19:07 Borgin sýknuð af kröfu erfingja Kjarvals Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu erfingja Jóhannesar Kjarvals um að fá til baka listaverk eftir meistarann sem eru í vörslu borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur fullyrt að listamaðurinn hafi gefið borginni þessi verk árið 1968 en erfingjarnir báru brigður á að um gjöf hefði verið að ræða. Þeir ætla ekki að una dómi héraðsdóms og munu áfrýja til æðri dómsstiga - jafnvel leita til dómsstóla utan landssteina. Innlent 3.1.2007 18:58 Flugstoðir hafa ekki svarað flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar samþykktu einróma í dag að ganga að samkomulagi við Flugstoðir. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu. Farsæl lending í sjónmáli, segir forstjóri Flugstoða. Innlent 3.1.2007 18:52 Hefðu farið öðruvísi að Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi. Erlent 3.1.2007 18:27 Giftursamleg björgun miskunnsams samverja Lífi 19 ára unglings var bjargað, á giftusamlegan hátt, eftir að hann féll á neðanjarðarlestarteina í New York-borg í gær. Vegfarandi kastaði sér á teinana og lagðist ofan á drenginn til að halda honum niðri um leið og lest var ekið yfir þá. Báðum heilsast vel. Erlent 3.1.2007 18:33 Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Viðskipti erlent 3.1.2007 16:47 Fyrstu jöklabréf ársins gefin út í dag ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, gaf út svokölluð jöklabréf fyrir þrjá milljarða krónur í dag. Bréfið er með gjalddaga 11. janúar á næsta ári og ber 14 prósenta vexti. Þetta er fyrsta jöklabréfið á árinu og það fyrsta síðan í byrjun desember, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Jöklabréf fyrir 35 milljarða krónur verða á gjalddaga á fyrsta fjórðungi þessa árs, þar af eru 5 milljarðar á gjalddaga á morgun. Viðskipti innlent 3.1.2007 16:33 Gengi AMR tók á rás vestanhafs Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, tóku á rás við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og hækkaði mest um rúm 7,20 prósent. Þetta er fyrsti viðskiptadagur ársins vestanhafs á árinu. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR fyrir um 29 milljarða íslenskra króna undir lok síðasta árs. Viðskipti innlent 3.1.2007 15:36 Búinn að fá nóg Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki sitja annað kjörtímabil í embætti og vill losna úr ráðuneytinu áður en núverandi tímabil er liðið. Hann gagnrýnir Bandaríkjamenn fyrir að bregðast of seint við ofbeldi í landinu. Bandaríkjamenn segja á móti að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússein öðruvísi. Erlent 3.1.2007 12:20 Ostur ekki góður fyrir bresk börn Ostur er ekki góður kostur samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi. Þar í landi er bannað að auglýsa mat sem hefur hátt innihald fitu, sykurs og salts í barnatímum. Samkvæmt stöðlunum sem notaðir eru um svokallað „ruslfæði“ þá er ostur mjög slæmur fyrir börn og reyndar talinn verri en sykrað morgunkorn, kartöfluflögur og ostborgarar. Erlent 3.1.2007 12:44 Flugvélar enn leitað Enn er allt á huldu með örlög rúmlega eitt hundrað farþega sem voru um borð í indónesískri flugvél sem hvarf að morgni nýársdags. Vélin var á leið frá Jövu til Súlavesí-eyja. Ranglega var sagt frá því í gær að flugvélin og 12 eftirlifendur hefðu fundist í gærmorgun og vakti það fyrst von hjá ástvinum þeirra sem er saknað en hún snerist síðan upp í reiði. Erlent 3.1.2007 12:16 Mesti munur á evru og jeni Gengi evru hefur aldrei verið veikara gagnvart japanska jeninu en í dag. Helstu ástæðurnar eru minna atvinnuleysi í Þýskalandi í desember auk þess sem sérfræðingar telja líkur á að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í tvígang á fyrri helmingi ársins en að japanski seðlabankinn hækki ekki vextina líkt og búist var við. Viðskipti erlent 3.1.2007 11:46 Straumur-Burðarás með útibú í Lundúnum Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur veitt Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka leyfi til að starfrækja útibú í Lundúnum í Bretlandi. Straumur hóf starfsemi í borginni á mánudag. Viðskipti innlent 3.1.2007 11:30 Vilja ekki spá fyrir um heilsu Kastrós Æðstu prestar algengustu trúarbragða á Kúbu, hinnar afrísk-kúbönsku Santeria-trúar, neituðu að spá nokkuð fyrir um heilsu Fídels Kastrós á nýju ári. Kastró hefur ekki sést opinberlega í rúmlega fimm mánuði. Nýársspá prestanna er árlegur viðburður og bíður þjóðin hennar með mikilli eftirvæntingu. Erlent 3.1.2007 08:23 Hrun í rækjuveiðum Rækjuaflinn á nýliðnu ári var aðeins 3000 tonn. Þar af var stór hluti veiddur á Flæmingjagrunni, langt utan íslensku lögsögunnar. Fyrir 10 árum fór rækjuaflinn hátt í 100 þúsund tonn, þannig að þessi grein sjávarútvegsins hefur hrunið. Innlent 3.1.2007 08:18 Hlutabréf falla í Taílandi Gengi hlutabréfa hefur fallið um 3,8 prósent í kauphöllinni í Bangkok í Taílandi í kjölfar þess að átta sprengjur sprungu í borginni á nýársnótt. Þrír létust í árásunum og um 40 manns særðust. Viðskipti erlent 3.1.2007 09:12 Fjögur ungmenni handtekinn með fíkniefni Lögreglan í Reykjavík handtók fjögur sextán ára ungmenni í nótt, eftir að kannabis og anfetamín fannst í fórum þeirra. Fólkið var saman í bíl, sem lögregla stöðvaði við umferðareftirlit. Málefni hópsins heyra undir barnaverndaryfirvöld. Innlent 3.1.2007 07:35 Friðargæsluliðar sakaðir um nauðganir Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Súdan hafa verið sakaðir um að nauðga stúlkum allt niður í tólf ára aldur. Ásakanirnar komu fyrst fram fyrir tveimur árum en Sameinuðu þjóðirnar hafa um tíu þúsund manna starfslið á svæðinu sem vinnur að uppbyggingu landsins eftir langvarandi borgarastyrjöld. Erlent 3.1.2007 07:30 Lögregla kölluð til vegna vélmennis Hreyfiskynjari í iðnaðarfyrirtæki í Kópavogi gaf í nótt til kynna að einhver væri á ferð inni í fyrirtækinu, sem átti að vera mannlaust. Lögregla kom á vettvang til að góma hinn óboðna gest, sem reyndist vera vélmenni, sem var í óða önn að hreinsa gólfin, eins og fyrir það hafði verið lagt. Ekkert varð þvi úr handtöku. Innlent 3.1.2007 07:27 Vinsælt að kafa með hákörlum Að kafa með hákörlum hljómar ekki beint spennandi en það er engu að síður orðin vinsælt á meðal ferðamanna í Suður Afríku. Ferðir í hákarlaköfun eru uppbókaðar marga mánuði fram í tíman og talið er að allt að eitt hundrað þúsund manns hafi farið í slíkar ferðir í fyrra. Erlent 3.1.2007 07:24 Afbrotamaður fenginn að láni Lögreglan á Selfossi fékk í fyrrakvöld lánaðan mann, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í haldi vegna afbrota í borginni, til þess að mæta fyrir rétti fyrir afbrot á Selfossi. Innlent 3.1.2007 07:22 Á ekki von á miklum átökum Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, sagði í gær að hann byggist ekki við miklum átökum við uppreisnarmenn héðan af þar sem vel hefur tekist að dreifa úr hermönnum þeirra. Sómalska ríkisstjórnin hefur einnig sett í gang áætlun sem miðar að því að afvopna stríðsherra um allt land. Erlent 3.1.2007 07:19 Aukinn viðbúnaður í Taílandi Aukinn öryggisviðbúnaður er nú á mörgum stöðum í Taílandi vegna sprenginganna sem áttu sér stað á nýársnótt. Alls létust þrír í árásunum og um 40 manns særðust. Erlent 3.1.2007 07:16 Losnaði fyrir eigin vélarafli Flutningaskipið Sunna, sem skipafélagið Nes gerir út, skemmdist nokkuð, þegar það strandaði við Orkneyjar í gærmorgun. Að sögn Morgunblaðsins var sjö manna pólskri áhöfninni, ekki hætta búin og losanði skipið af strandstað fyrir eigin vélarafli. Innlent 3.1.2007 07:12 « ‹ 262 263 264 265 266 267 268 269 270 … 334 ›
Ferðamenn í vandræðum á Kjalvegi Erlent par komst í hann krappann í gær þegar það hugðist aka yfir Kjöl á venjulegum jepplingi sem það hafði tekið á leigu. Þrátt fyrir að Kjalvegur sé rækilega merktur ófær á skiltum, lagði fólkið af stað en festi svo bílinn norðan við Bláfellsháls. Innlent 4.1.2007 07:40
Lögregla leitar manns í Hafnarfirði Leit er hafin að rúmlega fertugum karlmanni, Gísla Bryngeirssyni, sem fór frá heimili sínu í Hafnarfirði í gærkvöldi á ljós bláum Chevrolet Suburban, til að viðra tvo hunda. Síðast heyrðist frá honum í grennd við Hvaleyrarvatn um klukkan hálf tólf. Innlent 4.1.2007 07:36
Læknar skilja síamstvíbura að Læknar í Bandaríkjunum skildu í gær að tvíbura sem voru samvaxnir á brjóstkassa. Að sögn þeirra gekk allt upp í aðgerðinni og sögðu þeir að tvíbrunum heilsaðist báðum vel. Eitt stærsta vandamálið í aðgerðinni var að aðskilja hjörtu stúlknanna og koma þeim fyrir í brjóstholum þeirra en engu að síður gekk það vel. Erlent 4.1.2007 07:03
Krónan styrkist á ný Krónan styrktist verulega á fyrsta viðskiptadegi ársins í gær og hækkaði um tæp tvö prósent. Fjármálasérfræðingar segja að það megi að mestu rekja til þess að hollenskur banki gaf út svonefnd krónubréf upp á þrjá milljarða króna. Þetta er einhver mesta sveifla á gengi krónunnar um langt skeið. Innlent 4.1.2007 06:59
Enn leitað að flaki flugvélar Leitin að flugvélinni sem hvarf í Indónesíu á mánudaginn var hélt áfram áfram í morgun. Flugvélar, skip og fótgönguliðar tóku þátt í leitinni. Yfirvöld í Indónesíu skýrðu frá því á þriðjudag að flak vélarinnar hefði fundist ásamt 12 eftirlifendum slyssins en þegar til kom reyndust þær fregnir rangar. Erlent 4.1.2007 06:56
Árásarmanna enn leitað Lögreglan í Reykjavík hefur engar vísbendingar fengið um árásarmennina, sem frömdu alvarlega líkamsárás á móts við kínverska viðskiptasendiráðið í Garðastræti á nýjársnótt. Upptaka af atvikinu úr eftirlitsmyndavél, var sýnd í sjónvarpsstöðvunum í gærkvöldi, en það hefur ekki enn borið árangur. Innlent 4.1.2007 06:57
Opinber rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hæstiréttur hefur heimilað opinbera rannsókn á ummælum Jóns Baldvins Hannibalssonar um Sigurjón heitin Sigurðsson, fyrrverandi lögreglustjóra. Vildi Jón Baldvin að börn Sigurjóns rækju einkamál gegn sér, ættu þau eitthvað sökótt við sig en Jón Baldvin kallaði Sigurjón "alræmdan" í Kastljósviðtali. Innlent 3.1.2007 19:07
Borgin sýknuð af kröfu erfingja Kjarvals Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Reykjavíkurborg af kröfu erfingja Jóhannesar Kjarvals um að fá til baka listaverk eftir meistarann sem eru í vörslu borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur fullyrt að listamaðurinn hafi gefið borginni þessi verk árið 1968 en erfingjarnir báru brigður á að um gjöf hefði verið að ræða. Þeir ætla ekki að una dómi héraðsdóms og munu áfrýja til æðri dómsstiga - jafnvel leita til dómsstóla utan landssteina. Innlent 3.1.2007 18:58
Flugstoðir hafa ekki svarað flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar samþykktu einróma í dag að ganga að samkomulagi við Flugstoðir. Því má reikna með að flugumferð komist aftur í eðlilegt horf yfir landinu. Farsæl lending í sjónmáli, segir forstjóri Flugstoða. Innlent 3.1.2007 18:52
Hefðu farið öðruvísi að Kalt stríð er skollið á milli Bandaríkjamanna og forsætisráðherra Íraks. Ráðherrann segist vilja hverfa úr embætti hið fyrsta og segir Bandaríkjamenn hafa brugðist klúðurslega við ofbeldi í Írak. Bandaríkjamenn svara um hæl að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússeins öðruvísi. Erlent 3.1.2007 18:27
Giftursamleg björgun miskunnsams samverja Lífi 19 ára unglings var bjargað, á giftusamlegan hátt, eftir að hann féll á neðanjarðarlestarteina í New York-borg í gær. Vegfarandi kastaði sér á teinana og lagðist ofan á drenginn til að halda honum niðri um leið og lest var ekið yfir þá. Báðum heilsast vel. Erlent 3.1.2007 18:33
Líkur á hagnaði bandarískra flugfélaga Greiningardeild Landsbankans segir líkur á að nokkur af stærstu flugfélögum Bandaríkjanna muni skila hagnaði á síðasta ári en slíkt hefur ekki gerst frá árinu 2000 eftir mikla lægð. Þá segir deildin mikla umræðu hafa verið um samruna flugfélaganna vestanhafs. Gengi hlutabréfa í móðurfélagi American Airlines hækkaði mikið á fyrsta viðskiptadegi ársins í Bandaríkjunum í dag. Viðskipti erlent 3.1.2007 16:47
Fyrstu jöklabréf ársins gefin út í dag ABN Amro, einn stærsti banki Hollands, gaf út svokölluð jöklabréf fyrir þrjá milljarða krónur í dag. Bréfið er með gjalddaga 11. janúar á næsta ári og ber 14 prósenta vexti. Þetta er fyrsta jöklabréfið á árinu og það fyrsta síðan í byrjun desember, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Jöklabréf fyrir 35 milljarða krónur verða á gjalddaga á fyrsta fjórðungi þessa árs, þar af eru 5 milljarðar á gjalddaga á morgun. Viðskipti innlent 3.1.2007 16:33
Gengi AMR tók á rás vestanhafs Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, tóku á rás við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og hækkaði mest um rúm 7,20 prósent. Þetta er fyrsti viðskiptadagur ársins vestanhafs á árinu. FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR fyrir um 29 milljarða íslenskra króna undir lok síðasta árs. Viðskipti innlent 3.1.2007 15:36
Búinn að fá nóg Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki sitja annað kjörtímabil í embætti og vill losna úr ráðuneytinu áður en núverandi tímabil er liðið. Hann gagnrýnir Bandaríkjamenn fyrir að bregðast of seint við ofbeldi í landinu. Bandaríkjamenn segja á móti að þeir hefðu hagað aftöku Saddams Hússein öðruvísi. Erlent 3.1.2007 12:20
Ostur ekki góður fyrir bresk börn Ostur er ekki góður kostur samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi. Þar í landi er bannað að auglýsa mat sem hefur hátt innihald fitu, sykurs og salts í barnatímum. Samkvæmt stöðlunum sem notaðir eru um svokallað „ruslfæði“ þá er ostur mjög slæmur fyrir börn og reyndar talinn verri en sykrað morgunkorn, kartöfluflögur og ostborgarar. Erlent 3.1.2007 12:44
Flugvélar enn leitað Enn er allt á huldu með örlög rúmlega eitt hundrað farþega sem voru um borð í indónesískri flugvél sem hvarf að morgni nýársdags. Vélin var á leið frá Jövu til Súlavesí-eyja. Ranglega var sagt frá því í gær að flugvélin og 12 eftirlifendur hefðu fundist í gærmorgun og vakti það fyrst von hjá ástvinum þeirra sem er saknað en hún snerist síðan upp í reiði. Erlent 3.1.2007 12:16
Mesti munur á evru og jeni Gengi evru hefur aldrei verið veikara gagnvart japanska jeninu en í dag. Helstu ástæðurnar eru minna atvinnuleysi í Þýskalandi í desember auk þess sem sérfræðingar telja líkur á að evrópski seðlabankinn hækki stýrivexti í tvígang á fyrri helmingi ársins en að japanski seðlabankinn hækki ekki vextina líkt og búist var við. Viðskipti erlent 3.1.2007 11:46
Straumur-Burðarás með útibú í Lundúnum Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur veitt Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka leyfi til að starfrækja útibú í Lundúnum í Bretlandi. Straumur hóf starfsemi í borginni á mánudag. Viðskipti innlent 3.1.2007 11:30
Vilja ekki spá fyrir um heilsu Kastrós Æðstu prestar algengustu trúarbragða á Kúbu, hinnar afrísk-kúbönsku Santeria-trúar, neituðu að spá nokkuð fyrir um heilsu Fídels Kastrós á nýju ári. Kastró hefur ekki sést opinberlega í rúmlega fimm mánuði. Nýársspá prestanna er árlegur viðburður og bíður þjóðin hennar með mikilli eftirvæntingu. Erlent 3.1.2007 08:23
Hrun í rækjuveiðum Rækjuaflinn á nýliðnu ári var aðeins 3000 tonn. Þar af var stór hluti veiddur á Flæmingjagrunni, langt utan íslensku lögsögunnar. Fyrir 10 árum fór rækjuaflinn hátt í 100 þúsund tonn, þannig að þessi grein sjávarútvegsins hefur hrunið. Innlent 3.1.2007 08:18
Hlutabréf falla í Taílandi Gengi hlutabréfa hefur fallið um 3,8 prósent í kauphöllinni í Bangkok í Taílandi í kjölfar þess að átta sprengjur sprungu í borginni á nýársnótt. Þrír létust í árásunum og um 40 manns særðust. Viðskipti erlent 3.1.2007 09:12
Fjögur ungmenni handtekinn með fíkniefni Lögreglan í Reykjavík handtók fjögur sextán ára ungmenni í nótt, eftir að kannabis og anfetamín fannst í fórum þeirra. Fólkið var saman í bíl, sem lögregla stöðvaði við umferðareftirlit. Málefni hópsins heyra undir barnaverndaryfirvöld. Innlent 3.1.2007 07:35
Friðargæsluliðar sakaðir um nauðganir Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Súdan hafa verið sakaðir um að nauðga stúlkum allt niður í tólf ára aldur. Ásakanirnar komu fyrst fram fyrir tveimur árum en Sameinuðu þjóðirnar hafa um tíu þúsund manna starfslið á svæðinu sem vinnur að uppbyggingu landsins eftir langvarandi borgarastyrjöld. Erlent 3.1.2007 07:30
Lögregla kölluð til vegna vélmennis Hreyfiskynjari í iðnaðarfyrirtæki í Kópavogi gaf í nótt til kynna að einhver væri á ferð inni í fyrirtækinu, sem átti að vera mannlaust. Lögregla kom á vettvang til að góma hinn óboðna gest, sem reyndist vera vélmenni, sem var í óða önn að hreinsa gólfin, eins og fyrir það hafði verið lagt. Ekkert varð þvi úr handtöku. Innlent 3.1.2007 07:27
Vinsælt að kafa með hákörlum Að kafa með hákörlum hljómar ekki beint spennandi en það er engu að síður orðin vinsælt á meðal ferðamanna í Suður Afríku. Ferðir í hákarlaköfun eru uppbókaðar marga mánuði fram í tíman og talið er að allt að eitt hundrað þúsund manns hafi farið í slíkar ferðir í fyrra. Erlent 3.1.2007 07:24
Afbrotamaður fenginn að láni Lögreglan á Selfossi fékk í fyrrakvöld lánaðan mann, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í haldi vegna afbrota í borginni, til þess að mæta fyrir rétti fyrir afbrot á Selfossi. Innlent 3.1.2007 07:22
Á ekki von á miklum átökum Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, sagði í gær að hann byggist ekki við miklum átökum við uppreisnarmenn héðan af þar sem vel hefur tekist að dreifa úr hermönnum þeirra. Sómalska ríkisstjórnin hefur einnig sett í gang áætlun sem miðar að því að afvopna stríðsherra um allt land. Erlent 3.1.2007 07:19
Aukinn viðbúnaður í Taílandi Aukinn öryggisviðbúnaður er nú á mörgum stöðum í Taílandi vegna sprenginganna sem áttu sér stað á nýársnótt. Alls létust þrír í árásunum og um 40 manns særðust. Erlent 3.1.2007 07:16
Losnaði fyrir eigin vélarafli Flutningaskipið Sunna, sem skipafélagið Nes gerir út, skemmdist nokkuð, þegar það strandaði við Orkneyjar í gærmorgun. Að sögn Morgunblaðsins var sjö manna pólskri áhöfninni, ekki hætta búin og losanði skipið af strandstað fyrir eigin vélarafli. Innlent 3.1.2007 07:12
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent