Fréttir Drekkum vatn og verndum tennurnar Lýðheilsustöð stendur fyrir árlegri tannverndarviku í næstu viku, 29. janúar til 2. febrúar. Slagorð vikunnar verða „Drekkum vatn“ og á það að minna fólk á að vatn er betri svaladrykkur en gosdrykkur. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tannheilsu íslenskra ungmenna á aldrinum sex, tólf og fimmtán ára er tannheilsa töluvert vandamál hjá þessum hópi. Innlent 25.1.2007 20:29 Heimamenn eignast Hraðfrystistöð Þórshafnar Fræ ehf., eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, hefur keypt 30% eignarhlut FSP hf. í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og fer nú með 60% eignarhlut í félaginu en 30% eru í eigu Þórskaupa og 10% í eigu Þórshafnar fjárfestingar. Innlent 25.1.2007 20:14 Bandaríkin styrkja Afganistan um 740 milljarða Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, myndi biðja þingið um að heimila 10,6 milljarða dollara fjárveitingu til Afganistan. Þetta jafngildir 740 milljörðum íslenskra króna. Erlent 25.1.2007 19:27 Fer holu í höggi Bandaríski skrautpáfagaukurinn Al hefur að undanförnu leikið listir sínar fyrir sjónvarpsáhorfendur í Flórída. Gauksi er fjölhæfur í meira lagi því á meðal íþróttagreina sem hann hefur lagt fyrir sig eru körfubolti, fimleikar og meira að segja golf. Erlent 25.1.2007 17:55 Skíðamenn í Evrópu kætast Skíðamenn í Evrópu hafa tekið gleði sína eftir snjókomu og frosthörkur undanfarinna daga. Í Bæjaralandi í Þýskalandi voru skíðasvæðin opnuð í morgun í fyrsta sinn í vetur og voru brekkurnar fljótar að fyllast af fólki á skíðum, snjóbrettum og jafnvel sleðum. Erlent 25.1.2007 17:53 Deilt um stækkun Andstæðingar stækkunar álversins í Straumsvík saka bæjarstjórann í Hafnarfirði um blekkingar og telja víst að meirihluti Hafnfirðinga muni hafna stækkuninni í íbúakosningu. Bæjarstjórinn segist hlynntur fyrirliggjandi áformum en setur þó nokkra fyrirvara. Innlent 25.1.2007 19:28 Lenti í árekstri við farþegaþotu Franskur vörubílstjóri lét lífið þegar hann lenti í árekstri við farþegaþotu á fleygiferð nærri bænum Pau í Frakklandi í dag . Þotan, sem var af gerðinni Fokker 100 og í eigu Air France, virðist hafa runnið út af flugbrautinni í þann mund sem hún var að hefja sig til flugs. Erlent 25.1.2007 17:52 Baugsmenn sýknaðir Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Innlent 25.1.2007 19:14 Egypskur bloggari fyrir dómstólum Lögfræðingar egypsks bloggara, sem hefur verið ákærður fyrir niðrandi skrif um íslam og að móðga forseta Egyptalands, segja að líklegt sé að hann verði dæmdur fyrir annað brota sinna. Abdel Karim Suleiman, sem er 22 ára fyrrum laganemi, er frjálslyndur múslimi. Hann gæti fengið allt að níu ára fangelsisdóm. Erlent 25.1.2007 19:10 Köld eru kvenna ráð Belgíska lögreglan rannsakar um þessar mundir reyfarakennt ástríðumorð sem framið var í þrettán þúsund feta hæð. Svo virðist sem kona hafi komið viðhaldi unnusta síns fyrir kattarnef með því að eyðileggja fallhlíf hennar. Erlent 25.1.2007 17:49 Útgöngubanni lýst yfir í Beirút Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Erlent 25.1.2007 17:46 Fá ríflegan skattafslátt en njóta allra réttinda Eitt hundrað og fimm hjón sem höfðu lifibrauð sitt einungis af fjármagnstekjum, samkvæmt skattframtali höfðu tæpar níu milljónir á ári að meðaltali í árstekjur, en mikill munur er á þeim tekjulægstu og tekjuhæstu í hópnum. Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga. Þeir njóta hins vegar sambærilegra réttinda til að fá barnabætur og vaxtabætur. Innlent 25.1.2007 18:17 ElBaradei hvetur til viðræðna Aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Mohamed ElBaradei, sagði í dag að eina leiðin til þess að leysa deiluna við Írani væri að hefja viðræður við þá. Þetta kom fram á hringborðsumræðum um útbreiðslu kjarnavopna hjá Efnahagsstofnun heimsins. Erlent 25.1.2007 18:14 Hillary með 19% forskot á Obama Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, varð langefst í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Time um það hver myndi verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2006. Hún fékk alls 40% atkvæða en Barack Obama, sem margir telja að verði hennar helsti andstæðingur, hlaut aðeins 19%. Erlent 25.1.2007 17:34 Utanríkisráðherra fundar í Lichtenstein Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber–Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Á fundinum voru sameiginleg hagsmunamál landanna rædd, meðal annars stækkun evrópska efnahagsvæðisins og málefni EFTA og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Þá ræddu ráðherrarnir um þróunarmál og möguleika á auknum samskiptum á sviði menningarmála. Innlent 25.1.2007 17:30 Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð Sjö ára drengur var stunginn til bana við skóla í Norrahammar suður af Jönköping í Suðurhluta landsins. Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið, en hann mun hafa stungið drenginn margsinnis með hníf. Erlent 25.1.2007 16:53 Breska kirkjan andvíg ættleiðingum samkynhneigðra Tilfinningaþrungin deila hefur sprottið upp í Bretlandi á milli ensku Biskupakirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar annars vegar og ríkisins hins vegar. Ný lög um jafnrétti sem taka gildi í apríl munu enda þá mismunun sem samkynhneigð pör sem vilja ættleiða barn hafa orðið fyrir. Kirkjunnar menn eru alfarið á móti því að nýju login nái yfir ættleiðingaskrifstofur kirkjunnar. Erlent 25.1.2007 16:45 Nam merki úr neyðarsendi flugvélar sem fórst Bandarískt herskip hefur numið merki frá neyðarsendi flugvélarinnar sem fórst með 102 manns innborðs í Indónesíu á nýársdag. Bandaríska sendiráðið í Jakarta í Indónesíu greindi frá því að merkin væru úr flugrita og frá kassa með upptökum af samtölum í flugstjórnarklefa. Erlent 25.1.2007 15:33 Eimskip hækkar afgreiðslugjald um 24 prósent Gjaldskrá Eimskips fyrir flutninga innanlands hækkar um 4,5 prósent frá 1. febrúar næstkomandi. Landssamband kúabænda bendir á að afgreiðslugjald muni að sama skapi hækka úr 129 krónum í 160 krónur en það jafngildir 24 prósenta hækkun. Það er íþyngjandi þar sem gjaldið er hátt í hlutfalli af heildar flutningskostnaði smávöru, að sögn Landssambands kúabænda. Viðskipti innlent 25.1.2007 15:31 Ford skilaði mettapi í fyrra Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði tæplega 5,8 milljarða bandaríkjadala tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta svarar til tæplega 400 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tap fyrirtækisins á árinu í heild nemur 12,7 milljörðum dala, rúmlega 875 milljörðum íslenskra króna. Síðasta ár var það versta í 103 ára sögu bílaframleiðandans. Viðskipti erlent 25.1.2007 14:57 Hóta áframhaldandi árásum Grísku öfgasamtökin Byltingarbaráttan hótuðu í morgun að standa fyrir fleiri árásum í landinu, bæði á ráðamenn og byggingar. Í yfirlýsingu sinni lýsa samtökin ábyrgð á flugskeytaárás á bandaríska sendiráðið í Aþenu fyrr í mánuðinum en enginn slasaðist í henni. Erlent 25.1.2007 12:05 Kaupþing leiðir kaup á Phase Eight Kaupþing hefur ásamt hópi fjárfesta keypt bresku tískuvöruverslunina Phase Eight á 51,5 milljónir punda, sem nemur tæpum sjö milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Times. Viðskipti innlent 25.1.2007 13:00 Herinn kynnir nýtt vopn Bandaríkjaher hefur kynnt nýtt vopn sem talsmenn hans segja að valdi brunatilfinningu en skaði ekki þá sem fyrir verða. Um er að ræða sérstaka hitabyssu sem skýtur örbylgjum að fólki af allt að 450 metra færi. Erlent 25.1.2007 12:02 Safna fé fyrir Líbanon Líbönsku ríkisstjórninni hefur verið lofað jafnvirði tvö hundruð milljarða íslenskra króna til enduruppbyggingar landsins. Þetta var ákveðið í morgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem nú fer fram í Frakklandi. Stjórnarandstæðingar segja að með fjárstuðningnum sé verið að hlaupa undir bagga með stjórnvöldum, ekki þjóðinni. Erlent 25.1.2007 11:58 British Airways fellir niður hundruð fluga Búist er við öngþveiti á flugvöllum í Bretlandi í næstu viku þegar British Airways fellir niður hundruð fluga. Allt flug félagsins frá Heathrow flugvelli verður fellt niður í tvo daga í næstu viku. Þá verður allt innanlands- og Evrópuflug fellt niður frá Gatwick flugvelli á sama tíma, frá kl. 1 aðfaranótt þriðjudags til miðnættis á miðvikudegi. Ákvörðunin var tekin eftir að samningaumleitanir flugliða og flugfélagsins sigldu í strand. Erlent 25.1.2007 11:30 Handtekin eftir dauða fallhlífastökkvara Belgíska lögreglan hefur handtekið konu eftir að vinkona hennar hrapaði til bana í hópfallhlífarstökki í Opglabbeek í Belgíu. Konan sem lést hét Els Van Doren. Hún var 37 ára, gift og tveggja barna móðir, en átti í ástarsambandi við annan fallhlífastökkvara. Hún vissi ekki að vinkona hennar Els Clottemans átti líka í ástarsambandi við manninn. Atvikið átti sér stað í nóvember, en þegar lögreglan komst að ástarþríhyrningnum bárust böndin að Clottermans. Erlent 25.1.2007 11:02 Minni væntingar í Þýskalandi Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár. Viðskipti erlent 25.1.2007 10:56 Methagnaður hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. Viðskipti erlent 25.1.2007 10:21 Framleiðslan mest hér og verðlagið hátt Verg landsframleiðsla á mann hér er mest, eða 29 prósent yfir meðaltali 25 ríkja Evrópusambandsins. Verðlag er sömuleiðis hlutfallslega hæst hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2004 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2005. Viðskipti innlent 25.1.2007 10:04 Vísitölur náðu methæðum í dag Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum. Viðskipti erlent 25.1.2007 09:03 « ‹ 245 246 247 248 249 250 251 252 253 … 334 ›
Drekkum vatn og verndum tennurnar Lýðheilsustöð stendur fyrir árlegri tannverndarviku í næstu viku, 29. janúar til 2. febrúar. Slagorð vikunnar verða „Drekkum vatn“ og á það að minna fólk á að vatn er betri svaladrykkur en gosdrykkur. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tannheilsu íslenskra ungmenna á aldrinum sex, tólf og fimmtán ára er tannheilsa töluvert vandamál hjá þessum hópi. Innlent 25.1.2007 20:29
Heimamenn eignast Hraðfrystistöð Þórshafnar Fræ ehf., eignarhaldsfélag í eigu Langanesbyggðar, hefur keypt 30% eignarhlut FSP hf. í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og fer nú með 60% eignarhlut í félaginu en 30% eru í eigu Þórskaupa og 10% í eigu Þórshafnar fjárfestingar. Innlent 25.1.2007 20:14
Bandaríkin styrkja Afganistan um 740 milljarða Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í dag að stjórn George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, myndi biðja þingið um að heimila 10,6 milljarða dollara fjárveitingu til Afganistan. Þetta jafngildir 740 milljörðum íslenskra króna. Erlent 25.1.2007 19:27
Fer holu í höggi Bandaríski skrautpáfagaukurinn Al hefur að undanförnu leikið listir sínar fyrir sjónvarpsáhorfendur í Flórída. Gauksi er fjölhæfur í meira lagi því á meðal íþróttagreina sem hann hefur lagt fyrir sig eru körfubolti, fimleikar og meira að segja golf. Erlent 25.1.2007 17:55
Skíðamenn í Evrópu kætast Skíðamenn í Evrópu hafa tekið gleði sína eftir snjókomu og frosthörkur undanfarinna daga. Í Bæjaralandi í Þýskalandi voru skíðasvæðin opnuð í morgun í fyrsta sinn í vetur og voru brekkurnar fljótar að fyllast af fólki á skíðum, snjóbrettum og jafnvel sleðum. Erlent 25.1.2007 17:53
Deilt um stækkun Andstæðingar stækkunar álversins í Straumsvík saka bæjarstjórann í Hafnarfirði um blekkingar og telja víst að meirihluti Hafnfirðinga muni hafna stækkuninni í íbúakosningu. Bæjarstjórinn segist hlynntur fyrirliggjandi áformum en setur þó nokkra fyrirvara. Innlent 25.1.2007 19:28
Lenti í árekstri við farþegaþotu Franskur vörubílstjóri lét lífið þegar hann lenti í árekstri við farþegaþotu á fleygiferð nærri bænum Pau í Frakklandi í dag . Þotan, sem var af gerðinni Fokker 100 og í eigu Air France, virðist hafa runnið út af flugbrautinni í þann mund sem hún var að hefja sig til flugs. Erlent 25.1.2007 17:52
Baugsmenn sýknaðir Það urðu tímamót í Baugsmálinu í dag þegar Hæstiréttur sýknaði sakborningana í Baugsmálinu, þau Jón Ásgeir Jóhannesson - systur hans Kristínu og endurskoðendurna Stefán Hilmarsson og Önnu Þórðardóttur. Hinu upprunalega Baugsmáli er því í raun lokið en málið er búið að fara allt í tvo hringi í íslenska dómskerfinu, en málið hófst með húsleit í ágúst 2002. Innlent 25.1.2007 19:14
Egypskur bloggari fyrir dómstólum Lögfræðingar egypsks bloggara, sem hefur verið ákærður fyrir niðrandi skrif um íslam og að móðga forseta Egyptalands, segja að líklegt sé að hann verði dæmdur fyrir annað brota sinna. Abdel Karim Suleiman, sem er 22 ára fyrrum laganemi, er frjálslyndur múslimi. Hann gæti fengið allt að níu ára fangelsisdóm. Erlent 25.1.2007 19:10
Köld eru kvenna ráð Belgíska lögreglan rannsakar um þessar mundir reyfarakennt ástríðumorð sem framið var í þrettán þúsund feta hæð. Svo virðist sem kona hafi komið viðhaldi unnusta síns fyrir kattarnef með því að eyðileggja fallhlíf hennar. Erlent 25.1.2007 17:49
Útgöngubanni lýst yfir í Beirút Á ráðstefnu sem haldin var um efnahag Líbanons í Frakklandi í dag tókst að safna rúmlega fimm hundruð milljörðum til endurreisnar landsins. Á meðan á þessu stóð kom til heiftarlegra átaka í Beirút, höfuðborg Líbanons, á milli fylgismanna og andstæðinga ríkisstjórnarinnar. Erlent 25.1.2007 17:46
Fá ríflegan skattafslátt en njóta allra réttinda Eitt hundrað og fimm hjón sem höfðu lifibrauð sitt einungis af fjármagnstekjum, samkvæmt skattframtali höfðu tæpar níu milljónir á ári að meðaltali í árstekjur, en mikill munur er á þeim tekjulægstu og tekjuhæstu í hópnum. Fjármagnseigendur greiða minna en þriðjung þeirra skatta sem venjulegir launþegar þurfa að borga. Þeir njóta hins vegar sambærilegra réttinda til að fá barnabætur og vaxtabætur. Innlent 25.1.2007 18:17
ElBaradei hvetur til viðræðna Aðalritari Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, Mohamed ElBaradei, sagði í dag að eina leiðin til þess að leysa deiluna við Írani væri að hefja viðræður við þá. Þetta kom fram á hringborðsumræðum um útbreiðslu kjarnavopna hjá Efnahagsstofnun heimsins. Erlent 25.1.2007 18:14
Hillary með 19% forskot á Obama Hillary Clinton, eiginkona Bill Clinton fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, varð langefst í skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Time um það hver myndi verða forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í forsetakosningunum árið 2006. Hún fékk alls 40% atkvæða en Barack Obama, sem margir telja að verði hennar helsti andstæðingur, hlaut aðeins 19%. Erlent 25.1.2007 17:34
Utanríkisráðherra fundar í Lichtenstein Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber–Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Á fundinum voru sameiginleg hagsmunamál landanna rædd, meðal annars stækkun evrópska efnahagsvæðisins og málefni EFTA og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Þá ræddu ráðherrarnir um þróunarmál og möguleika á auknum samskiptum á sviði menningarmála. Innlent 25.1.2007 17:30
Ungur drengur stunginn til bana í Svíþjóð Sjö ára drengur var stunginn til bana við skóla í Norrahammar suður af Jönköping í Suðurhluta landsins. Maður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið, en hann mun hafa stungið drenginn margsinnis með hníf. Erlent 25.1.2007 16:53
Breska kirkjan andvíg ættleiðingum samkynhneigðra Tilfinningaþrungin deila hefur sprottið upp í Bretlandi á milli ensku Biskupakirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar annars vegar og ríkisins hins vegar. Ný lög um jafnrétti sem taka gildi í apríl munu enda þá mismunun sem samkynhneigð pör sem vilja ættleiða barn hafa orðið fyrir. Kirkjunnar menn eru alfarið á móti því að nýju login nái yfir ættleiðingaskrifstofur kirkjunnar. Erlent 25.1.2007 16:45
Nam merki úr neyðarsendi flugvélar sem fórst Bandarískt herskip hefur numið merki frá neyðarsendi flugvélarinnar sem fórst með 102 manns innborðs í Indónesíu á nýársdag. Bandaríska sendiráðið í Jakarta í Indónesíu greindi frá því að merkin væru úr flugrita og frá kassa með upptökum af samtölum í flugstjórnarklefa. Erlent 25.1.2007 15:33
Eimskip hækkar afgreiðslugjald um 24 prósent Gjaldskrá Eimskips fyrir flutninga innanlands hækkar um 4,5 prósent frá 1. febrúar næstkomandi. Landssamband kúabænda bendir á að afgreiðslugjald muni að sama skapi hækka úr 129 krónum í 160 krónur en það jafngildir 24 prósenta hækkun. Það er íþyngjandi þar sem gjaldið er hátt í hlutfalli af heildar flutningskostnaði smávöru, að sögn Landssambands kúabænda. Viðskipti innlent 25.1.2007 15:31
Ford skilaði mettapi í fyrra Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði tæplega 5,8 milljarða bandaríkjadala tapi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Þetta svarar til tæplega 400 milljarða króna tapi á tímabilinu. Tap fyrirtækisins á árinu í heild nemur 12,7 milljörðum dala, rúmlega 875 milljörðum íslenskra króna. Síðasta ár var það versta í 103 ára sögu bílaframleiðandans. Viðskipti erlent 25.1.2007 14:57
Hóta áframhaldandi árásum Grísku öfgasamtökin Byltingarbaráttan hótuðu í morgun að standa fyrir fleiri árásum í landinu, bæði á ráðamenn og byggingar. Í yfirlýsingu sinni lýsa samtökin ábyrgð á flugskeytaárás á bandaríska sendiráðið í Aþenu fyrr í mánuðinum en enginn slasaðist í henni. Erlent 25.1.2007 12:05
Kaupþing leiðir kaup á Phase Eight Kaupþing hefur ásamt hópi fjárfesta keypt bresku tískuvöruverslunina Phase Eight á 51,5 milljónir punda, sem nemur tæpum sjö milljörðum króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Times. Viðskipti innlent 25.1.2007 13:00
Herinn kynnir nýtt vopn Bandaríkjaher hefur kynnt nýtt vopn sem talsmenn hans segja að valdi brunatilfinningu en skaði ekki þá sem fyrir verða. Um er að ræða sérstaka hitabyssu sem skýtur örbylgjum að fólki af allt að 450 metra færi. Erlent 25.1.2007 12:02
Safna fé fyrir Líbanon Líbönsku ríkisstjórninni hefur verið lofað jafnvirði tvö hundruð milljarða íslenskra króna til enduruppbyggingar landsins. Þetta var ákveðið í morgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem nú fer fram í Frakklandi. Stjórnarandstæðingar segja að með fjárstuðningnum sé verið að hlaupa undir bagga með stjórnvöldum, ekki þjóðinni. Erlent 25.1.2007 11:58
British Airways fellir niður hundruð fluga Búist er við öngþveiti á flugvöllum í Bretlandi í næstu viku þegar British Airways fellir niður hundruð fluga. Allt flug félagsins frá Heathrow flugvelli verður fellt niður í tvo daga í næstu viku. Þá verður allt innanlands- og Evrópuflug fellt niður frá Gatwick flugvelli á sama tíma, frá kl. 1 aðfaranótt þriðjudags til miðnættis á miðvikudegi. Ákvörðunin var tekin eftir að samningaumleitanir flugliða og flugfélagsins sigldu í strand. Erlent 25.1.2007 11:30
Handtekin eftir dauða fallhlífastökkvara Belgíska lögreglan hefur handtekið konu eftir að vinkona hennar hrapaði til bana í hópfallhlífarstökki í Opglabbeek í Belgíu. Konan sem lést hét Els Van Doren. Hún var 37 ára, gift og tveggja barna móðir, en átti í ástarsambandi við annan fallhlífastökkvara. Hún vissi ekki að vinkona hennar Els Clottemans átti líka í ástarsambandi við manninn. Atvikið átti sér stað í nóvember, en þegar lögreglan komst að ástarþríhyrningnum bárust böndin að Clottermans. Erlent 25.1.2007 11:02
Minni væntingar í Þýskalandi Væntingavísitala Þjóðverja til efnahagsmála í janúar drógust lítillega saman á milli mánaða. Helst er um að kenna hækkun á virðisaukaskatti, sem tók gildi í Þýskalandi um áramótin. Niðurstaðan kom greinendum á óvart enda hefur væntingavísitalan ekki mælst hærri síðastliðin 16 ár. Viðskipti erlent 25.1.2007 10:56
Methagnaður hjá Nokia Finnski farsímaframleiðandinn Nokia skilaði tæplega 1,27 milljarða evra hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs samanborið við 1,07 milljarða evra hagnað á sama tíma ári fyrr. Þetta jafngildir 113,5 milljörðum íslenskra króna og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri. Hagnaður Nokia í fyrra nam 4,3 milljörðum evra, jafnvirði 384,3 milljörðum íslenskra króna. Vöxturinn var mestur á Indlandi og í Kína. Viðskipti erlent 25.1.2007 10:21
Framleiðslan mest hér og verðlagið hátt Verg landsframleiðsla á mann hér er mest, eða 29 prósent yfir meðaltali 25 ríkja Evrópusambandsins. Verðlag er sömuleiðis hlutfallslega hæst hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs verðsamanburðar árið 2004 ásamt bráðabirgðaniðurstöðum árið 2005. Viðskipti innlent 25.1.2007 10:04
Vísitölur náðu methæðum í dag Hlutabréfavísitölur náðu um tíma methæðum í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum í Vestur-Evrópu í kjölfar birtingar afkomutalna fyrirtækja á síðasta fjórðungi liðins árs. Gengi þeirra ekki verið hærra í sex ár. Úrvalsvísitalan sló með í Kauphöll Íslands á mánudag þegar hún endaði í 6.930 stigum. Hún hefur dalað nokkuð síðan þá og endaði í gær í 6.885 stigum. Viðskipti erlent 25.1.2007 09:03
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent