Fréttir Læknar grunaðir Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. Erlent 3.7.2007 19:24 Þriggja ára bið Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Innlent 3.7.2007 17:53 36 á Grensás eftir umferðarslys Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir. Innlent 3.7.2007 18:04 6 km ljósmyndalabb Sex kílómetra ljósmyndalabb verður í boði fyrir gesti og heimamenn á Eskifirði í sumar. Sýningin er óvenjuleg því gömlum ljósmyndum er komið fyrir í námunda við þann stað sem myndirnar voru teknar. Innlent 3.7.2007 18:07 Úrvalsvísitalan í methæðum Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,08 prósent við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag og endaði vísitalan í 8.408. Hún hefur aldrei verið hærri. Mesta hækkun var á bréfum í Föroya Banka en mest varð lækkun á bréfum færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Viðskipti innlent 3.7.2007 16:29 Ákvörðun Bandaríkjaforseta umdeild Bush Bandaríkjaforseti náðaði í gær að hluta Lewis "Scooter" Libby, fyrrverandi aðstoðamann Cheneys, varaforseta. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hann misnota vald sitt. Erlent 3.7.2007 12:05 Tveir læknar í Ástralíu handteknir Tveir læknar voru í nótt og í morgun hnepptir í varðhald í Ástralíu í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um helgina. Sjö til viðbótar eru í haldi í Bretlandi - fimm þeirra eru sagðir læknar. Erlent 3.7.2007 12:00 Húsið í Lystrup sprengt Sprengjusérfræðingur í Danmörku segir að hús í Lystrup hafi verið sprengt í loft upp í fyrrinótt en það hafi viðvaningur gert. Engan sakaði þegar einbýlishúsið sprakk. Kraftur sprengingarinnar var svo mikill að helmingur af þaki hússins féll saman og veggir eyðilögðust. Nærliggjandi hús skemmdust ekki. Erlent 3.7.2007 11:57 Þúsaldarmarkmiðin í hættu Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Innlent 2.7.2007 19:37 Veiðar á undan viðræðum Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag. Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra. Erlent 2.7.2007 19:20 Læknar meðal grunaðra Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum. Erlent 2.7.2007 19:10 Launabaráttu lauk með slagsmálum Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Innlent 2.7.2007 18:28 DaimlerChrysler frestar uppgjöri Bandarísk- þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler ætlar að fresta birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung fram til loka ágúst. Upphaflega stóð til að birta uppgjörið 26. júlí næstkomandi. Ástæðan fyrir töfunum er sala á meirihluta í Chrysler-armi fyrirtækisins til bandaríska fjárfestingafélagsins Cerberus Capital Management. Viðskipti erlent 2.7.2007 13:36 Pólverji laminn Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til að nýbyggingu í Mosfellsbæ um níuleytið í morgun. Grunur leikur á að yfirmaður tveggja pólskra verkamanna hafi gengið í skrokk á þeim eftir að annar þeirra hafði gert athugasemdir við launaseðil sinn. Innlent 2.7.2007 12:42 Róbert og Sindri selja í Actavis Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason, stjórnarformaður, hafa báðir tilkynnt að þeir ætli að selja alla hluti þeim tengdum í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Actavis. Samkvæmt tilboðinu ætti Róbert að fá 12,3 milljarða fyrir bréf sín en Sindri um tvo milljarða króna. Viðskipti innlent 2.7.2007 10:39 Samruni í bígerð við Persaflóa Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:43 Tilboð í Virgin Media Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:06 Stærsta yfirtaka í Kanada Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada. Viðskipti erlent 1.7.2007 23:39 Vísað úr landi Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Erlent 1.7.2007 19:24 Orðsporið gæti orðið fjötur um fót Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót. Erlent 1.7.2007 19:08 Óttast árás Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Erlent 1.7.2007 18:16 Flugvél Icelandair fyrst Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Innlent 1.7.2007 18:25 Reykingabann tekur gildi á Englandi Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Erlent 30.6.2007 19:32 Ódýrara að hringja Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Erlent 30.6.2007 19:12 Flóttafólkið komið til Möltu Yfirvöld á Möltu hafa tekið við tuttugu flóttamönnum sem voru teknir um borð í togarann Eyborgu í Miðjarðarhafi fyrr í vikunni. Herskip sótti fólkið í dag og sigldi með það til hafnar á Möltu. Flóttamennirnir fundust í flotkvíum sem togarinn hafði í eftirdragi. Erlent 30.6.2007 18:56 Þriggja manna leitað Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Erlent 30.6.2007 12:21 Brú milli Danmerkur og Þýskalands Danir og Þjóðverjar hafa ákveðið að byggja brú milli Láglands og og Norður-Þýskalands. Brúin verður átján kílómetra löng. Framkvæmdin kostar jafnvirði hátt í 500 milljarða íslenskra króna og á að ljúka 2018. Erlent 29.6.2007 19:21 Blóðbaði afstýrt Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Erlent 29.6.2007 19:17 Askar Capital kominn til Indlands Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Viðskipti innlent 29.6.2007 15:15 Tap hjá Mosaic Fashions Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.6.2007 10:56 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Læknar grunaðir Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. Erlent 3.7.2007 19:24
Þriggja ára bið Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Innlent 3.7.2007 17:53
36 á Grensás eftir umferðarslys Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir. Innlent 3.7.2007 18:04
6 km ljósmyndalabb Sex kílómetra ljósmyndalabb verður í boði fyrir gesti og heimamenn á Eskifirði í sumar. Sýningin er óvenjuleg því gömlum ljósmyndum er komið fyrir í námunda við þann stað sem myndirnar voru teknar. Innlent 3.7.2007 18:07
Úrvalsvísitalan í methæðum Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,08 prósent við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag og endaði vísitalan í 8.408. Hún hefur aldrei verið hærri. Mesta hækkun var á bréfum í Föroya Banka en mest varð lækkun á bréfum færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum. Viðskipti innlent 3.7.2007 16:29
Ákvörðun Bandaríkjaforseta umdeild Bush Bandaríkjaforseti náðaði í gær að hluta Lewis "Scooter" Libby, fyrrverandi aðstoðamann Cheneys, varaforseta. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hann misnota vald sitt. Erlent 3.7.2007 12:05
Tveir læknar í Ástralíu handteknir Tveir læknar voru í nótt og í morgun hnepptir í varðhald í Ástralíu í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um helgina. Sjö til viðbótar eru í haldi í Bretlandi - fimm þeirra eru sagðir læknar. Erlent 3.7.2007 12:00
Húsið í Lystrup sprengt Sprengjusérfræðingur í Danmörku segir að hús í Lystrup hafi verið sprengt í loft upp í fyrrinótt en það hafi viðvaningur gert. Engan sakaði þegar einbýlishúsið sprakk. Kraftur sprengingarinnar var svo mikill að helmingur af þaki hússins féll saman og veggir eyðilögðust. Nærliggjandi hús skemmdust ekki. Erlent 3.7.2007 11:57
Þúsaldarmarkmiðin í hættu Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Innlent 2.7.2007 19:37
Veiðar á undan viðræðum Það fór vel á með Bush Bandaríkjaforseta og Pútín forseta Rússlands þar sem þeir skelltu sér í veiðiferð nærri sumardvalarstað Bush-fjölskyldunnar í Main-ríki í Bandaríkjunum í dag. Leiðtogarnir voru þar umkringdir lífvörðum en létu það ekki aftra sér í að reyna að landa þeim stóra. Erlent 2.7.2007 19:20
Læknar meðal grunaðra Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum. Erlent 2.7.2007 19:10
Launabaráttu lauk með slagsmálum Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Innlent 2.7.2007 18:28
DaimlerChrysler frestar uppgjöri Bandarísk- þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler ætlar að fresta birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung fram til loka ágúst. Upphaflega stóð til að birta uppgjörið 26. júlí næstkomandi. Ástæðan fyrir töfunum er sala á meirihluta í Chrysler-armi fyrirtækisins til bandaríska fjárfestingafélagsins Cerberus Capital Management. Viðskipti erlent 2.7.2007 13:36
Pólverji laminn Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð til að nýbyggingu í Mosfellsbæ um níuleytið í morgun. Grunur leikur á að yfirmaður tveggja pólskra verkamanna hafi gengið í skrokk á þeim eftir að annar þeirra hafði gert athugasemdir við launaseðil sinn. Innlent 2.7.2007 12:42
Róbert og Sindri selja í Actavis Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason, stjórnarformaður, hafa báðir tilkynnt að þeir ætli að selja alla hluti þeim tengdum í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Actavis. Samkvæmt tilboðinu ætti Róbert að fá 12,3 milljarða fyrir bréf sín en Sindri um tvo milljarða króna. Viðskipti innlent 2.7.2007 10:39
Samruni í bígerð við Persaflóa Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:43
Tilboð í Virgin Media Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 2.7.2007 09:06
Stærsta yfirtaka í Kanada Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada. Viðskipti erlent 1.7.2007 23:39
Vísað úr landi Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Erlent 1.7.2007 19:24
Orðsporið gæti orðið fjötur um fót Íranar eru ósáttir við skipan Tonys Blairs, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem sérlegs sáttafulltrúa um lausn deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Breskur prófessor í stjórnmálafræði telur að orðspor hans geti orðið honum fjötur um fót. Erlent 1.7.2007 19:08
Óttast árás Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Erlent 1.7.2007 18:16
Flugvél Icelandair fyrst Flugvél Icelandair var sú fyrsta sem flaug frá flugvellinum í Glasgow eftir að hann var opnaður í morgun. Vélin fór frá Keflavík á áttunda tímanum í morgun og lenti aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Innlent 1.7.2007 18:25
Reykingabann tekur gildi á Englandi Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Erlent 30.6.2007 19:32
Ódýrara að hringja Frá og með deginum í dag er mun ódýrara fyrir íbúa á Evrópusambandssvæðinu að hringja milli landa innan ESB. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir Evróputilskipun þess efnis lækka farsímareikning margra Íslendinga en þó ekki alveg strax. Erlent 30.6.2007 19:12
Flóttafólkið komið til Möltu Yfirvöld á Möltu hafa tekið við tuttugu flóttamönnum sem voru teknir um borð í togarann Eyborgu í Miðjarðarhafi fyrr í vikunni. Herskip sótti fólkið í dag og sigldi með það til hafnar á Möltu. Flóttamennirnir fundust í flotkvíum sem togarinn hafði í eftirdragi. Erlent 30.6.2007 18:56
Þriggja manna leitað Breska lögreglan leitar nú logandi ljósi að þremur mönnum vegna tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í gær. Talið er að lögregla viti hverjir þeir séu og að mynd hafi náðst af einum þeirra þar sem hann lagði bíl með sprengju innanborðs nærri næturklúbbi í fyrrinótt. Erlent 30.6.2007 12:21
Brú milli Danmerkur og Þýskalands Danir og Þjóðverjar hafa ákveðið að byggja brú milli Láglands og og Norður-Þýskalands. Brúin verður átján kílómetra löng. Framkvæmdin kostar jafnvirði hátt í 500 milljarða íslenskra króna og á að ljúka 2018. Erlent 29.6.2007 19:21
Blóðbaði afstýrt Lundúnarbúar hafa verið á varðbergi í dag eftir að breska lögreglan kom í veg fyrir sprengjutilræði í miðborginni í nótt. Sprengja í kyrrstæðum bíl var gerð óvirk. Í dag var svo götu lokað vegna annarrar grunsamlegrar bifreiðar. Íslendingur sem búsettur er í Lundúnum segir blóðbaði hafa verið afstýrt. Erlent 29.6.2007 19:17
Askar Capital kominn til Indlands Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Viðskipti innlent 29.6.2007 15:15
Tap hjá Mosaic Fashions Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna. Viðskipti innlent 29.6.2007 10:56