Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Taka þurfi öllum tíðindum frá Bak­hmut með fyrir­­vara

Sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur leiðtogafund G-7-ríkjanna hafa verið mikilvægan fyrir Úkraínumenn. Selenskí fái bandarískar F-16 herþotur á næstu mánuðum, sem miklu muni skipta. Taka þurfi yfirlýsingum Rússa með fyrirvara.

Þor­leifur hvergi af baki dottinn: Ís­lands­met Mari í hættu

Þorleifur Þorleifsson hefur hlaupið 40 hringi í Bakgarðshlaupi meistaranna sem fer fram í þýska smábænum Rettert. Hann er hvergi af baki dottinn og heilsan er góð. Ofurhlaupakonan Mari Järsk á Íslandsmetið í bakgarðshlaupi, með 43 hringi, en hún lauk keppni í dag á 34. hring.

Veðrið meira og minna eins út mánuðinn

„Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Skammaðist sín fyrir að vera Ís­lendingur

Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur.

„Versta niður­staða sem hægt er að hugsa sér“

Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér.

Sjá meira