Mættu mótherjunum á göngunum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti í Stafangri í Noregi í dag eftir stutt 45 mínútna flug frá höfuðborginni Osló. Liðið æfði þar saman í Íþróttahöll Stafangurs, líkt og hún er kölluð, síðdegis – sem er þó ekki keppnishöllin hjá liðinu á HM. 28.11.2023 18:07
Fer með farm af fótboltabúnaði heim um jólin: „Þetta skiptir þau öllu máli“ Hin ganverska Samira Suleman, fótboltakona og yngri flokka þjálfari hjá ÍA, safnar nú íþróttabúnaði sem hún fer með til Gana um jólin. Að hennar sögn breytir þetta öllu fyrir ungt fólk í heimabænum hennar. 25.11.2023 08:00
Bíður niðurstöðu úr rannsóknum: „Honum líður ágætlega“ David Okeke, leikmaður körfuknattleiksliðs Hauka, var í dag fluttur með sjúkraflugi frá Akureyri til Reykjavíkur til frekari rannsókna. 24.11.2023 14:49
Vill umbylta starfinu og byggja stjórnstöð: „Dauðafæri að vinna gullið“ Húsfylli var á ráðstefnu í Hörpu í vikunni þegar kynnt var til sögunnar ný stefna í afreksíþróttum hérlendis. Afreksstjóri ÍSÍ segir Ísland vera í dauðafæri að bæta árangurinn en ljóst er að ef stefnan gengur eftir mun það kosta sitt. 23.11.2023 08:00
Atvinnuleysi í Covid og velvild prests grunnurinn að nýju félagi „Við byggðum þetta upp úr engu,“ segir stofnandi Borðtennisfélags Reykjanesbæjar. Félagið sé mikilvægt fyrir innflytjendasamfélagið á Reykjanesskaga og var stofnað vegna aukins atvinnuleysis þegar Covid-faraldurinn geisaði. 22.11.2023 07:00
Sveindís Jane að líkindum frá út árið Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verður frá út árið hið minnsta vegna meiðsla sem hafa verið að plaga hana. Þessu greindi landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson frá á blaðamannafundi í dag. 17.11.2023 13:46
Albert framlengir við Genoa Albert Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Genoa á Ítalíu. Hann hefur verið orðaður við stórlið víða um Evrópu. 17.11.2023 12:25
Arnar sagður í viðræðum við Norrköping Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings, er sagður í viðræðum við Norrköping í Svíþjóð um að taka við þjálfarataumunum hjá félaginu. 14.11.2023 23:29
„Kannski síðasta tímabilið sem við spilum undir merki Grindavíkur“ Formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur er óviss um framvindu starfs deildarinnar vegna óvissunar sem ríkir sökum jarðhræringa og mögulegs eldgoss á Reykjanesskaga. Hann er líkt og aðrir Grindvíkingar í áfalli eftir þróun mála síðustu daga. 14.11.2023 21:06
Fimm Grindvíkingar keppa í kvöld: „Við stöndum í þessu saman“ Af átta keppendum í úrvalsdeildinni í pílukasti í kvöld eru fimm Grindvíkingar. Annar riðlanna tveggja sem keppt er í er eingöngu skipaður fólki frá bænum. Einn þeirra sem mannar riðilinn segir furðulega tilhugsun að keppa við þær aðstæður sem uppi eru. 14.11.2023 13:15