„Lærum eitthvað nýtt á hverjum degi“ Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að leikmenn og starfsteymi íslenska kvennalandsliðsins læri margt á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Ísland mætir Ólympíumeisturum Frakka klukkan 17:00 í dag. 2.12.2023 11:01
Þórir um Ísland: „Rosalega mikilvægt“ Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Evrópumeistara Noregs, segir gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska kvennalandsliðið að vera á yfirstandandi heimsmeistaramóti upp á frekari þróun liðsins. Hann vonast til að fleiri leikmenn í liðinu komist að utan landssteinanna. 2.12.2023 10:01
„Hlakka til að berja aðeins á þeim“ Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag. 2.12.2023 08:00
„Snerist um brjóta vonina þeirra“ Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma. 1.12.2023 23:25
Afmælisbarnið þurfti að slökkva á símanum Óhætt er að segja að Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Íslands, hafi átt eftirminnilegan afmælisdag í gær er hún þreytti frumraun sína á heimsmeistaramóti. 1.12.2023 19:30
Keðjureyktu á meðan stelpurnar fóru í viðtöl: „Auðvitað furðulegt“ Leikmenn franska kvennalandsliðsins í handbolta tóku sér reykpásu hver á eftir annarri á meðan leikmenn Íslands sinntu viðtölum við fjölmiðla. Liðin deila hóteli í Stafangri. 1.12.2023 13:30
Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30.11.2023 22:30
Þessar sextán spila gegn Slóveníu í dag Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið þá 16 leikmenn sem verða á skýrslu er Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik á HM kvenna í handbolta í Stafangri í dag. 30.11.2023 15:20
Stjarna Slóvena verði ekki með gegn Íslandi Ana Gros, ein besta handboltakona heims, verður ekki með slóvenska landsliðinu gegn Íslandi í fyrsta leik liðanna í C-riðli HM kvenna í handbolta í dag ef marka má TV 2 í Danmörku. 30.11.2023 14:39
Langþráður draumur að rætast „Við erum mjög spenntar og kannski aðeins óþolinmóðar,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir um leik Íslands við Slóveníu sem fram fer í dag. Leikurinn verður hennar fyrsti á stórmóti á ferlinum, líkt og hjá stærstum hluta íslenska hópsins. 30.11.2023 13:00