Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Krefjandi útkall í hörkufrosti á Þingvöllum

Fjölmennt lið björgunarssveita á Suðurlandi kom manni til aðstoðar sem slasaðist á fæti er hann féll við klifur nálægt Öxará á Þingvöllum. Aðstæður til björgunar voru krefjandi.

Dómarinn á báðum áttum vegna sam­komu­lagsins við Ep­stein

Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins.

Vonar að þjóðin hafi skemmt sér yfir baráttunni við vindmylluna

Ásgeir Guðjónsson, einn af sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar sem kom að því að fella vindmylluna í Þykkvabæ, segir að verkefnið sé með því flóknara sem hafi komið inn á borð þeirra. Um 100 kíló af sprengiefni voru notuð til að fella vindmylluna.

Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið

Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi.

„Það er mjög seigt í turninum“

Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík.

Láta ekki líflátshótanir stoppa sig

Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði.

Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm.

Gripinn með gríðarlegt magn barnakláms sem uppgötvaðist fyrir tilviljun

Karlmaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa 132 þúsund ljósmyndir og rúmlega fimm þúsund kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í vörslum sínum. 

Sjá meira