Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hóp­upp­sögnum

Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Stjórnarformaður Bankasýslunnar biðst afsökunar á þeim mistökum að hafa ekki kynnt mun betur fyrir almenningi hvað væri í vændum með sölu á Íslandsbanka. Hann segir ekki laust við að verið sé að koma ábyrgðinni á því sem misfórst yfir á Bankasýsluna.

Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart

Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að greiða fólki sem dvaldi á barnaheimili á Hjalteyri á síðustu öld sanngirnisbætur. Hann segir nú þegar liggja fyrir nægar sannanir um að fólkið hafi verið beitt gríðarlegu ranglæti. Við ræðum við karlmann sem beittur var ofbeldi á barnaheimilinu í fréttatímanum.

Sjá meira