Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Forsætisráðherrann fær ekki að segja af sér

Forsætisráðherra Líbanons hefur loks afhent afsagnarbréf sitt. Rúmar tvær vikur eru síðan hann tilkynnti um afsögn en Sádi-Arabar eru sagðir hafa neytt hann til að segja af sér.

Nærri fjörutíu ára valdaskeið nú á enda

Robert Mugabe sagði af sér simbabveska forsetaembættinu í gær. Afsagnarbréf hans var óvænt lesið upp á þingfundi þar sem rætt var um embættissviptingartillögu á hendur honum.

Undirbúa embættissviptingu Mugabe

Simbabveska þingið kemur að öllum líkindum saman í dag. Tillaga um að svipta Robert Mugabe forseta embætti gæti verið afgreidd áður en dagurinn er úti. Yfirgnæfandi meirihluti sagður fyrir tillögunni.

Höfuðborgarstjórinn flýr Venesúela

Ledezma er yfirlýstur andstæðingur Nicolas Maduro forseta og hefur verið í stofufangelsi á skrifstofu sinni frá árinu 2014 kjölfar þess að Maduro sakaði hann um að reyna að hrinda af stað áætlun Bandaríkjamanna um valdarán.

Herinn fagnar velgengni í Simbabve

Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins.

Fráfarandi ráðherra sagður brátt á heimleið

Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons, er frjáls ferða sinna og mætti ferðast til Frakklands hvenær sem er. Þetta sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í gær. Þá sagði hann fund sinn með Hariri í Sádi-Arabíu hafa verið góðan, Hariri væri heill heilsu og hann myndi senn snúa aftur til Líbanons.

Sjá meira