Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Íslendingnum í Malaga sleppt úr haldi lögreglu

Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins.

Puigdemont vill stýra Katalóníu frá Brussel

Fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar vill setjast aftur á forsetastól. Segist vel geta stýrt frá Brussel en hann er á flótta eftir að hafa verið ákærður fyrir uppreisn.

Ungliði SPD er erkióvinur Angelu Merkel kanslara

Ástæðan er sú að hreyfingin hefur talað einna hæst gegn því að SPD hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður og fari aftur í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum Merkel.

Merkel vongóð og ber traust til flokks Schulz

Þýskalandskanslari bíður nú eftir að flokksmenn Jafnaðarmannaflokksins samþykki að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Stjórnarkreppa hefur verið í landinu mánuðum saman en nú stefnir í að stórbandalagið starfi saman aftur.

Fráleitt að flóttamaður verði forseti Katalóníu

Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, má ekki verða forseti héraðsins aftur nú, eftir að aðskilnaðarsinnar héldu meirihluta sínum í héraðsþingkosningum í desember.

Íranska skipið Sanchi lekur olíu í tonnavís

Íranska olíuflutningaskipið Sanchi, sem sökk í gær eftir að hafa staðið í ljósum logum á Austur-Kínahafi undanfarna viku, lekur nú olíu. Skipið var á leið til Kína með 136.000 tonn af hráolíu, alls um 960.000 tunnur, og er mengunin ekki sjáanleg á yfirborðinu að því er BBC greinir frá.

Sjá meira