Þórgnýr Einar Albertsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni

Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm.

Trudeau lofar að styðja ekki síkaríki

Forsætisráðherra Kanada lofaði forsætisráðherra Punjab-ríkis Indlands í gær að yfirvöld í Kanada myndu ekki styðja aðskilnaðarhreyfingu þeirra sem vildu stofna sjálfstætt ríki síka, það er að segja þeirra sem aðhyllast trúarbrögðin síkisma.

UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi

Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna.

Róhingjar funduðu með yfirvöldum

Ríflega 5.000 Róhingjar sem fastir eru á landsvæði sem liggur á milli Bangladess og Mjanmar, og hvorugt ríkið gerir tilkall til, fengu í gær heimsókn frá sendiboðum beggja ríkja.

Merkel finnur arftaka sinn í Saarlandi

Forsætisráðherra Saarlands nýtur stuðnings kanslarans sem vill að hún verði aðalritari Kristilegra demókrata. Því starfi gegndi Angela Merkel áður en hún varð kanslari. Merkel svarar engu um framtíðina.

Gupta-bróðir berst gegn eignafrystingu

Atul Gupta, einn þriggja Gupta-bræðra sem sæta rannsókn vegna spillingarmála og tengsla við Jacob Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku, fer fram á að kyrrsetningu eigna sinna verði aflétt.

Sjá meira