varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Val­kyrjur ná saman, yfir­fullar flug­vélar og mis­tök ársins

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa náð saman um myndun ríkisstjórnar og munu kynna stjórnarsáttmála um helgina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í Valkyrjunum svokölluðu sem tilkynntu þetta á blaðamannafundi á sjötta tímanum.

Vald­níðsla, rafbyssur og vitringar

Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig rætt við bæjarstjóra Akraneskaupstaðar í beinni.

„Þetta heitir á góðri ís­lensku spilling“

Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana.

Hvalveiðileyfið endur­nýjast út í eitt

Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. 

Erfið jól, ver­tíð og heit ást á sauð­kindinni

Félagsráðgjafi með tuttugu ára reynslu af hjálparstarfi dáist að seiglu og útsjónarsemi sem fátækt fólk þarf að sýna um hver mánaðarmót til að lifa af. Jólin reynast þessum hópi oft erfið og aðstoðar Hjálpastarf kirkjunnar hátt í fimm þúsund manns sérstaklega í desember. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Land­spítala falið að undir­búa nýtt með­ferðar­úr­ræði

Lagt er til að Landspítala verði falið að hefja undirbúning að nýju úrræði fyrir fólk með alvarlegan og langvinnan ópíóíðavanda í skýrslu starfshóps um skaðaminnkun. Fulltrúi í hópnum segir þetta geta nýst tugum sem hafa ekki náð árangri í hefðbundnum meðferðum.

Leyniupptaka, hálku­slys og fengitími

Ráðherrar í starfsstjórn eru hlynntir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að leyfa hvalveiðar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Land­ris virðist hafið að nýju

Landris virðist hafið að nýju í Svartsengi og virkni í gosinu fer dvínandi. Náttúruvársérfræðingur segir kunnulegan fasa líklega að hefjast.

Sjá meira