Dægrastytting í heimsfaraldri uppskar óvænta frægð Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa. 14.7.2024 09:01
Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13.7.2024 22:23
Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13.7.2024 21:27
Fannst á lífi eftir tvo sólarhringa neðanjarðar Pólskur námuverkamaður fannst í dag eftir umfangsmikla björgunaraðgerð í kolanámunni í bænum Rydułtowy í Suður-Póllandi. Maðurinn hafði verið fastur í námunni í tvo sólarhringa. 13.7.2024 20:36
Starfsmaður verslunar réðst á „þjóf“ sem reyndist saklaus Starfsmaður matvöruverslunar á höfuðborgarsvæðinu var handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að til átaka kom milli hans og meints þjófs, sem reyndist síðan saklaus. 13.7.2024 19:19
Sæmdur gullmerki í síðustu opinberu heimsókninni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var sæmdur gullmerki Ferðafélags Íslands á tindi Glissu í heimsókn sinni Árneshreppi í dag. Heimsóknin er síðasta opinbera heimsókn Guðna i embætti. 13.7.2024 18:47
Biskupsbústaðurinn brátt falur Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá. 13.7.2024 18:14
Shelley Duvall látin Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall. 11.7.2024 15:43
Aurskriða í Syðridal: „Ég hef aldrei séð svona áður“ Aurskriða féll í Syðridal nærri Bolungarvík klukkan ellefu í dag. Mikill hávaði fylgdi og svart ský myndaðist fyrir ofan skriðuna, sem náðist á myndband. 11.7.2024 14:47
Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. 11.7.2024 14:07