Stjarnan án þriggja lykilmanna gegn KA Þrír lykilleikmenn Stjörnunnar voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða því ekki með gegn KA á sunnudaginn, í Bestu deildinni í fótbolta. 13.8.2024 17:46
Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. 13.8.2024 16:54
Dusan farinn frá FH til Leiknis Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH. 13.8.2024 16:01
Barnaníðingurinn brotnaði saman í fyrsta viðtali eftir baulið á ÓL Hollenski strandblaksspilarinn Steven van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að nauðga barni. Hann hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um viðbrögðin sem hann fékk á leikunum. 13.8.2024 15:46
Orðrómur um kaup City á Liverpool-stjörnu fær engan stuðning Spænski blaðamaðurinn Marcos Benito olli titringi í félagaskiptafréttum fótboltans í dag með fullyrðingum um að Manchester City hefði gert samkomulag við Luis Díaz, leikmann Liverpool, um fimm ára samning. 13.8.2024 15:05
Tap gegn Spáni en Ísland gæti enn spilað um verðlaun Strákarnir okkar í íslenska U18-landsliðinu í handbolta urðu loks að sætta sig við tap í dag þegar þeir mættu ríkjandi Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í Svartfjallalandi. 13.8.2024 14:37
KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. 13.8.2024 14:06
Seldu Wan-Bissaka fyrir þrefalt lægra verð Enski bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka var í dag kynntur sem nýr leikmaður West Ham en Lundúnafélagið keypti hann frá Manchester United fyrir 15 milljónir punda, eða jafnvirði rúmlega 2,6 milljarða króna. 13.8.2024 13:01
„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. 13.8.2024 11:30
Vinícius fengi milljarð á viku í Sádi-Arabíu Vinícius Junior, brasilíska stórstjarnan í liði Evrópumeistara Real Madrid, gæti hugsanlega verið á leiðinni frá Spáni til Sádi-Arabíu, samkvæmt heimildum ESPN. 12.8.2024 17:16