Áfall fyrir Barcelona Meistaradeild Evrópu hefst í vikunni en þar verður enginn Dani Olmo á ferðinni því spænski Evrópumeistarinn verður frá keppni næstu fjórar til fimm vikurnar vegna meiðsla. 16.9.2024 16:15
Sagði fjölmiðlum að hætta að kalla Valgeir „Friðriksson“ Valgeir Lunddal lék sinn fyrsta leik fyrir Fortuna Düsseldorf í gær, í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Fjölmiðlafulltrúi þýska félagsins nýtti tækifærið til að kenna fjölmiðlum rétta notkun á nafni Íslendingsins. 16.9.2024 15:30
Alfa Brá og Katrín Anna í landsliðið Arnar Pétursson, þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, hefur valið sextán leikmenn í landsliðshóp fyrir æfingamót í Tékklandi síðar í þessum mánuði. 16.9.2024 14:34
„Ósanngjarnt“ að kærastinn fái margfalt meira fyrir sömu vinnu Knattspyrnuparið Alisha Lehmann og Douglas Luiz færði sig um set í sumar, frá Aston Villa til Juventus, en óhætt er að segja að launakjör þeirra hjá ítalska risanum, rétt eins og á Englandi, séu gjörólík. 16.9.2024 12:32
Hljóp á ljósmyndara en setti met Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld. 16.9.2024 10:32
„Skemmtileg áskorun“ að þjálfa konur sem eru mun eldri Helena Ólafsdóttir fékk til sín þjálfara á mjög ólíkum aldri þegar hún hitaði upp fyrir þriðju síðustu umferðina í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. 14.9.2024 09:01
Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid. 13.9.2024 18:01
Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson gerði sér lítið fyrir og vann 70 kílómetra utanvegahlaupið „Wild 70“ í Sviss í dag. 13.9.2024 15:17
Þórður tekur við starfi Margrétar Margrét Magnúsdóttir, sem stýrði U19-landsliði kvenna í lokakeppni EM í fyrrasumar, er hætt þjálfun liðsins og mun nú taka að sér önnur störf hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 13.9.2024 15:07
Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ánægður með það að réttarhöld yfir félaginu geti hafist á mánudaginn, vegna 115 meintra brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. 13.9.2024 14:02