Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski markahrókurinn Jamie Vardy mun yfirgefa Leicester í sumar eftir þrettán ár hjá félaginu sem keypti hann á sínum tíma frá utandeildarfélagi. Vardy var meðal annars lykilmaður í ótrúlegum Englandsmeistaratitli Leicester árið 2016. 24.4.2025 12:46
„Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Hin sænska Paulina Hersler hefur smollið eins og flís við rass inn í lið Njarðvíkur sem nú er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Bónus-deildinni í körfubolta. Hún fann það strax að hún passaði inn í liðið, við komuna í lok janúar. 24.4.2025 12:01
Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Foreldrar hans og ungur, ítalskur aðdáandi voru á meðal þeirra sem gátu glaðst með Jóni Axel Guðmundssyni í gærkvöld þegar lið hans vann sig upp í efstu deild spænska körfuboltans. 24.4.2025 11:31
Snýr aftur eftir lungnabólguna Knattspyrnustjórinn Eddie Howe hefur misst af síðustu þremur leikjum Newcastle en snýr nú aftur til starfa eftir sjúkrahúsdvöl vegna lungnabólgu. 24.4.2025 10:30
„Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla. 24.4.2025 10:00
ÍA og Vestri mætast inni Leikur ÍA og Vestra í 3. umferð Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið færður inn í Akraneshöllina. 20.4.2025 15:32
Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Hákon Arnar Haraldsson var í liði Lille sem vann 3-0 sigur gegn Auxerre í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag og komst þar með skrefi nær því að spila aftur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Félagi hans úr landsliðinu, Mikael Egill Ellertsson, varð hins vegar að sætta sig við svekkjandi jafntefli og er áfram í fallsæti á Ítalíu. 20.4.2025 15:22
Úlfarnir unnu United aftur Wolves höfðu betur gegn Manchester United í annað skiptið á tímabilinu, 1-0 á Old Trafford, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 20.4.2025 15:02
Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Arsenal sá til þess að Liverpool gæti ekki fagnað Englandsmeistaratitlinum í dag, með 4-0 sýningu gegn Ipswich á útivelli í dag. 20.4.2025 15:00
Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Chelsea náði í dag í gríðarlega mikilvæg stig í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu, þegar liðið vann Fulham 2-1 eftir að hafa lent undir, í Lundúnaslag á Craven Cottage. 20.4.2025 14:45