Fréttamaður

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir

Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Konan var hand­tekin í heima­húsi í Garða­bæ

Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. Lögregla verst allra frekari frétta af málinu.

Vilja vekja at­hygli á „grafalvarlegri stöðu“

Einstaklingar sem komið hafa að Kvikmyndaskóla Íslands keppast um að senda mennta- og barnamálaráðherra opin bréf þar sem tillaga ráðherrans um að nemendur fái inn hjá Tækniskólanum er harðlega gagnrýnd.

Nem­enda­fé­lag Kvikmyndaskóla Ís­lands: „Þetta er ekki eitt­hvað sem við viljum“

Nemendur í Kvikmyndaskóla Íslands eru mjög óánægðir með tillögu mennta- og barnamálaráðherra um að Tækniskólinn taki við nemendunum svo þeir fái að ljúka námi sínu. Fulltrúar nemendafélags skólans segja upplýsingaflæði til nemenda og kennara lélegt. Þá ætla þau að senda ráðherra opið bréf og safna dósum fyrir reikningum skólans.

Fölsuð verk til sýnis á Lista­safni Ís­lands

Ný sýning var opnuð í Listasafni Íslands í dag undir titlinum Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir. Þar eru fölsuð verk í sviðsljósinu og er hægt að bera þau saman við upprunaleg verk. Bæði verk fölsuð frá grunni og verk með falsaðri áritun.

Fyrir­huguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð lista­verk til sýnis

Fyrirhuguð komugjöld á ferðamenn eru út í hött í ljósi óvissutíma, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Í Kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formanninn sem segir blikur á lofti, en hátt í fjörutíu prósent af tekjum ferðaþjónustunnar komi frá bandarískum ferðamönnum. Samtökin óttast að tollastríð verði til þess að Bandaríkjamenn haldi að sér höndum.

Snjallsímar undan­skildir tollunum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Sjá meira