„Sæmilegar fréttir“ að viðræður eigi sér stað Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir. 15.2.2023 18:21
Munu ekki sitja undir sýndarviðræðum á sama tíma og verkföll eru boðuð Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, virðist ekki vera bjartsýnn á að samningafundur í deilu samtakanna og Eflingar í Karphúsinu í dag skili niðurstöðu í dag. 15.2.2023 09:47
Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12.2.2023 21:30
Bensínið gæti klárast á fimmtudag Forstjóri Skeljungs segir að bensín bensínstöðva gæti klárast strax á fimmtudag ef af verkfalli olíubílstjóra verður á miðvikudag, eins og virðist stefna í. Hann hefur þungar áhyggjur af stöðunni, alvarlegt ástand geti skapast á örfáum dögum. 12.2.2023 19:28
Segir verkföll Eflingar vera tilgangslaus Enn og aftur kom til orðaskipta milli lögreglu og verkfallsvarða Eflingar við Íslandshótel í gær. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir engan tilgang með verkföllum Eflingar. Hann bíður átekta eftir úrskurði Landsréttar, sem væntanlegur er á allra næstu dögum - á ögurstundu í kjaradeilunni. 12.2.2023 13:13
Bjargaði lífi litla bróður síns Fimmtán ára piltur sem bjargaði bróður sínum þegar hann grófst undir snjóflóði í Hveragerði í fyrra segir það hafa verið versta augnablik lífs síns. Hin unga hetja var útnefnd skyndihjálparmanneskja ársins í dag. 11.2.2023 19:03
Styður yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ Forseti ASÍ segir havaríið við ráðherrabústaðinn í gær ekki tilefni yfirlýsingar sem miðstjórn ASÍ gaf út í gær þar sem orðræðan í kjaradeilu SA og Eflingar er gagnrýnd. Hann segist styðja baráttu Eflingar og er tilbúinn að sinna verkfallsvörslu þegar kallið kemur. 11.2.2023 13:23
Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9.2.2023 21:00
Kæra úrskurð héraðsdóms í hryðjuverkamálinu Úrskurður héraðsdóms um að vísa skuli frá ákærum er varða hryðjuverk hefur verið kærður til Landsréttar. Héraðsdómur úrskurðaði síðastliðin mánudag að Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson yrðu ekki ákærðir fyrir skipulagningu eða tilraun til hryðjuverka. 9.2.2023 14:07
Vilja láta banna fiskeldi í sjókvíum Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg. 9.2.2023 13:31