Forsetaáskorunin: Höfuðborgin ætti að vera í góða veðrinu fyrir norðan eða austan Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 20.5.2024 19:01
Ragnar Freyr segist hreinsaður af sök Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir, segir þar til gerða eftirlitsnefnd um rafræna sjúkraskrá hafa hreinsað hann og aðra lækna af sökum að hafa flett upp upplýsingum í sjúkraskrá í andstöðu við lög. Málinu sé lokið og muni ekki hafa afleiðingar fyrir hann. 12.5.2024 14:53
Fyndnustu gæludýramyndir ársins Dómarar hinnar árlegu Comedy Pet Photo Awards gæludýraljósmyndakeppninnar hafa valið þær þrjátíu myndir sem keppa til úrslita í ár. Þar má sjá kostulegar myndir af gæludýrum sem sendar voru inn í keppnina víðsvegar að úr heiminum. 12.5.2024 14:05
Fjölbýlishús hrundi í Belgorod Hluti fjölbýlishús í borginni Belgorod í Rússlandi hrundi í morgun. Ráðamenn í Rússlandi hafa haldið því fram að húsið hafi orðið fyrir braki úr úkraínskum eldflaugum sem Rússar skutu niður. 12.5.2024 12:32
Pólitíkin, dánaraðstoð, NATO og kosningar á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. 12.5.2024 09:41
Fyrsti lifandi svínsnýrnaþeginn er látinn Fyrsti maðurinn sem fékk grætt í sig svínsnýru á meðan hann var lifandi er látinn, um tveimur mánuðum eftir að nýrun voru grædd í hann og rúmum fimm vikum eftir að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi. Richard Slayman fékk tvö erfðabreytt nýru úr svíni á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum í mars og var vonast til þess að nýrun myndu duga honum í minnst tvö ár. 12.5.2024 08:50
Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. 12.5.2024 08:05
Kvartar yfir Ísrael og vill að þeim verði vísað úr keppni Bambi Thug, sem flytur lag Írlands í Evrópsku söngvakeppninni í kvöld, hefur lagt fram kvörtun til stjórnenda keppninnar. Hán vill að Ísraelum verði vísað úr keppninni vegna orðræðu um atriði háns í undankeppninni á þriðjudagskvöldið. 11.5.2024 14:29
Kappræðurnar höfðu talsverð áhrif á kjósendur Kappræður Ríkisútvarpsins þann 3. maí virðast hafa haft talsverð áhrif á hug kjósenda. Frammistaða frambjóðenda hafði þó meiri áhrif á konur en karla og meiri áhrif á ungt fólk en eldra. 11.5.2024 13:44
Hitaveitulögn sprakk í Breiðholti Heitavatnslaust er í Breiðholti eftir að hitaveitulögn virðist hafa sprungið þar í morgun. Íbúar eru beðnir um að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatn kemst á að nýju. 11.5.2024 11:29