Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Annar um­deildur fáni hékk við annað hús dómara

Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta.

Niður­skurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi

Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land.

Höfða mál gegn hundrað lög­reglu­þjónum vegna á­rásarinnar í Uvalde

Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað.

Undir á­hrifum og með eftir­líkingu af skot­vopni

Tveir menn undir áhrifum fíkniefna og með eftirlíkingu af skotvopni með sér voru handteknir nærri Klambratúni í dag. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan sex í dag tilkynning um vopnaðan mann í miðbænum og var viðbúnaður lögreglunnar umfangsmikill.

Lokabardagi Pingsins í Baldur's Gate

Föruneyti Pingsins lýkur ferðalagi sínu um Sverðsströndina í kvöld. Í þessum síðasta þætti Pingsins fer fram lokabardagi Baldur's Gate 3.

Einn stofn­enda Train er látinn

Charlie Colin, bassaleikari og einn stofnanda hljómsveitarinnar Train, er látinn. Hann var 58 ára gamall en hann er sagður hafa látist af slysförum.

Stefna ríkinu eftir and­lát tveggja ára dóttur og ör­lög sjó­manna sem hurfu

Fimm klukkustundir liðu frá skoðun hjúkrunarfræðings og þar til tveggja ára stúlka lést úr Covid-19. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Foreldarnir ætla að stefna ríkinu.

Sagðist opinn fyrir tak­mörkunum á getnaðar­varnir

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagðist í dag vera opinn fyrir því að takmarka aðgengi Bandaríkjamanna að getnaðarvörnum og að framboð hans myndi brátt birta stefnuskjal um málefnið. Þetta sagði hann í sjónvarpsviðtali, skömmu áður en hann dróg í land og sagði að ummæli sín hefðu verið rangtúlkuð.

Úr tveggja milljarða tekjum í fimm en töpuðu þrjá­tíu

Tekjur Alvotech á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru 37 milljónir dala. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar sextán milljónir dala en upphæðirnar samsvara um 5,1 milljarði króna annars vegar og um 2,2 milljörðum hinsvegar.

Sjá meira