Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trump víg­reifur en veit betur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel.

CCP kynnir nýjan leik í sögu­heimi EVE Online

Tölvuleikjafyrirtækið CCP opinberaði í dag nýjan tölvuleik sem hefur verið í smíðum hjá fyrirtækinu hér á Íslandi. Leikurinn ber heitið EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP.

Fyrsta geimganga ó­breyttra borgara

Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu.

GameTíví: Skúrkur í skýjunum

Sölvi Santos, nýr liðsmaður GameTíví, ætlar að virða fyrir sér söguheim Star Wars áfram í kvöld. Hann hefur að undanförnu verið að spila nýja leikinn Star Wars Outlaws.

Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri

Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist.

Bein út­sending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn

Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum.

Hafa fengið skotflaugar frá Íran

Klerkastjórn Íran hefur sent skammdrægar skotflaugar til Rússlands, sem nota á til árása í Úkraínu. Fregnir af þessum sendingum hafa verið á kreiki undanfarna daga en ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum segja að vopnasendingarnar hafi verið í undirbúningi um langt skeið.

Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta

Evrópudómstóllinn hefur snúið við úrskurði neðra dómstigs í máli sambandsins gegn risafyrirtækinu Apple. Fyrirtækið mun því þurfa að greiða um 14,35 milljarða dala, plús vexti, í skatta.

Siðblindur raðlygari sem sýndi aðra hlið út á við

Dominique Pelicot, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni yfir tíu ára tímabil, átti að bera vitni í dag í réttarhöldunum gegn honum og fimmtíu öðrum mönnum í dag. Það gekk hins vegar ekki eftir, vegna veikinda Pelicots, og verður réttarhöldunum mögulega frestað þar til hann hefur náð sér.

Ætla í fyrstu borgara­legu geimgönguna

Starfsmenn SpaceX skutu í morgun fjórum borgurum af stað á braut um jörðu. Geimferð þessi nefnist Polaris Down og ætla geimfararnir meðal annars að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna.

Sjá meira