Sigmundur yrði líklega skutlaður af Kristjáni Loftssyni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er byrjaður í megrunarátaki. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ófyrirleitinn brandara samstarfsfélaga og stefnir á að prófa sjósund. Hann segist hræddur við nálar og því eigi megrunarlyf ekki við hann. 13.8.2024 10:09
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13.8.2024 07:01
Rannsaka hugsanleg veikindi af völdum E.coli Veikindi meðal göngufólks á Rjúpnavöllum í Rangárþingi ytra sem mögulega er talið að megi rekja til kólíbaktería, E.coli eru til rannsóknar hjá Sóttvarnalækni og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. 12.8.2024 17:04
Hætt að rannsaka mál hollenska Eurovision-farans Sænsk yfirvöld hafa hætt rannsókn á máli Joost Klein, hollenska keppandans í Eurovision sem rekinn var úr keppni í Malmö í maí eftir meintar hótanir gegn ljósmyndara. Samkvæmt ríkissaksóknara eru ekki næg sönnunargögn í málinu. 12.8.2024 16:14
Gelt á Heiðu Eiríks í miðborginni Gelt var á Heiði Eiríksdóttur tónlistarkonu á laugardagskvöld af ungum drengjum, þar sem hún var á leið heim á göngu í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni eftir gleðskap þeirra í tilefni af Hinsegin dögum. Drengirnir tóku geltið upp á myndband. Hún segir að um hafi verið að ræða ömurlegan endi á kvöldinu og að það sé alveg ljóst að þörf sé á hinsegin dögum. 12.8.2024 15:23
Stjórnvöld sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. 12.8.2024 13:32
Stúlka og kona stungnar á Leicester torgi Ellefu ára gömul stúlka og 34 ára gömul kona voru stungnar á Leicester torgi í miðborg London í morgun. Þær hafa verið færðar á sjúkrahús, ekki í lífshættu, og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. 12.8.2024 12:34
Okkar eigið Ísland: Plataði vini sína uppi á jökli Fjórða þáttaröðin af Okkar eigið Ísland, ferðaþættir með Garpi I. Elísabetarsyni er farin af stað. Horfa má á fyrsta þáttinn hér fyrir neðan á Vísi og á Stöð 2+ en þar fer Garpur upp á Snæfellsjökul. Garpur segir að nýja serían verði með breyttu sniði þar sem kafað verður dýpra ofan í ferðalagið og ferðafélagana. 11.8.2024 09:01
Krakkatían: Sólarstrandir, Ólympíuleikar og teiknimyndir Krakkatían er mætt aftur eftir sumarfrí! Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! 11.8.2024 07:00
Fréttatía vikunnar: Ólympíuleikar, erlend ódæði og rafhlaupahjól Fréttatían er komin aftur úr sumarfríi! Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 10.8.2024 07:00