Okkar eigið Ísland: Leiddi félaga sína á vitlausan topp Í nýjasta þætti Okkar eigið Ísland er Garpur I. Elísabetarson í för með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni á Lómagnúp, eitt af kennileitisfjöllum Suðausturlands. Ferðin gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig þó hún hafi verið hin fallegasta. 21.8.2024 14:03
Líf og fjör þegar lundapysjum var sleppt út á haf Líf og fjör var um borð í Herjólfi í gær, þegar fjölskyldur úr Vestmannaeyjum drógu lundapysjur upp úr kössum og slepptu þeim á haf út. Pysjutímabilið hefst yfirleitt í seinnihluta ágúst í Eyjum, þegar pysjur leita inn í bæinn og villast út á götur og inn í garða. 21.8.2024 12:45
Ítrekað með tárin í augunum á leið í vinnuna Maren Brynja Kristinsdóttir segir mikilvægt að fólk þekki einkenni kulnunar og bregðist við áður en rauðu flöggin verði orðin of mörg. Maren varð sjálf orðin mjög lasin án þess að átta sig á því og lýsir því í Íslandi í dag hvernig einkennin voru farin að ágerast. 21.8.2024 10:55
Helgi Björns ber sig ekki eins vel milli ára Óskar Magnússon rithöfundur og stjórnarformaður Eimskips er efstur á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins, annað árið í röð. Á listanum er að finna mörg kunnugleg nöfn, meðal annars Siggu Beinteinsdóttur söngkonu, Steinda jr. grínista og Örn Árnason leikara. Helgi Björnsson tónlistarmaður fer úr sæti næsttekjuhæsta listamannsins og niður í 26. sæti, miðað við greitt útsvar. 20.8.2024 16:24
Sunneva Einars tekur risastökk á tekjulista áhrifavalda Skemmtikrafturinn og útvarpskonan Eva Ruza Miljevic er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda, annað árið í röð. Á eftir henni eru Birgitta Líf Björnsdóttir, Sunneva Eir Einarsdóttir og Guðmundur Birkir Pálmason, sem betur er þekktur sem Gummi Kíró. Sunneva var ekki meðal tíu tekjuhæstu stjarnanna í fyrra og er hástökkvari á listanum í ár. 20.8.2024 13:23
Snerting tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Snerting, kvikmynd Baltasars Kormáks, hefur verið tilnefnd til hinna virtu kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs. Myndin er ein af sex sem tilnefndar eru en tilnefningarnar voru gerðar opinberar á Alþjóðlegu norsku kvikmyndahátíðinni í Haugesund. 20.8.2024 11:27
Þormóður og Þóra skelltu sér til Marokkó Þormóður Jónsson athafnamaður og eigandi Íslensku auglýsingastofunnar og Þóra Björk Schram listakona eru nýjasta par landsins. Þau hafa undanfarin misseri spókað sig um í Friðheimum og skellt sér til Marokkó svo fátt eitt sé nefnt. 20.8.2024 10:20
Jökull í Kaleo í Glæstar vonir Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. 19.8.2024 16:50
Spjótin hætta ekki að beinast að Blake Lively Spjótin beinast enn og aftur að Hollywood leikkonunni Blake Lively á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið fyrir ummæli sem hún lét falla um trans fólk árið 2012. Leikkonan hefur undanfarna daga og vikur verið undir smásjá netverja vegna einkennilegrar markaðssetningar hennar á bíómyndinni It Ends With Us sem nú er í kvikmyndahúsum. 19.8.2024 15:10
Ritúalið verður að Skjóli Stækkuð sauna er meðal þess sem verður hluti að upplifuninni Skjól í baðlóninu Sky Lagoon á Kársnesi í Kópavogi. Upplifunin verður afhjúpuð á næstu dögum en samkvæmt tilkynningu er um að ræða dýpkun á því sem hingað til hefur verið kallað sjö skrefa Ritúal og notið hefur mikilla vinsælda gesta lónsins. 19.8.2024 14:26