Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hafi enn verið hreinn sveinn

Lisa Marie Presley segir að tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi sagt sér að hann væri hreinn sveinn þegar þau byrjuðu saman árið 1994. Hann var þá 35 ára en hún 25 ára. Jackson lést árið 2009.

Henti lista­verkinu í ruslið

Uppi varð fótur og fit í nútímalistasafni í Hollandi þegar listaverki var hent í ruslið fyrir slysni. Um var að ræða tvær dósir sem litu út fyrir að vera hefðbundnar bjórdósir en eru í raun handmálaðar dósir eftir franska listamanninn Alexandre Lavet.

Skjá­skotin hafi ekki farið í dreifingu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu.

Harry og Meghan séu ekki að skilja

Frægustu hjón veraldar, hertogahjónin Harry og Meghan, eru ekki að skilja jafnvel þó að athygli hafi vakið að þau séu nú farin að gera hluti meira í sitthvoru lagi. Þetta segir Guðný Ósk Laxdal, sérlegur sérfræðingur í málum konungsfjölskyldunnar.

„Ekki næstum því allir í­búar með þetta app“

Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar.

Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi

Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju.

Hvernig náum við fram okkar bestu and­lits­dráttum?

„Í þættinum í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum skyggingar. Skyggingar vefjast oft fyrir mörgum og við erum oft pínu hrædd við þær,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar fer Rakel yfir það hvernig best er að skyggja andlitið svo andlitsdrættir njóti sín sem best.

Space Odyssey opnar á nýjum stað

Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 

„Laxaastmi“ tekinn al­var­lega fyrir vestan

Framkvæmdastjóri laxavinnslu hjá Arctic Fish í Bolungarvík segir öndunarfærasjúkdóma líkt og „laxaastma“ vera raunverulegt vandamál í sjávarútvegi sem forsvarsmenn fyrirtækisins taki alvarlega. Hann segir að í sláturhúsi fyrirtækisins sé heilsa og vellíðan starfsmanna í fyrirrúmi.

Bjóða lands­mönnum nauð­beygð til messu

Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti.

Sjá meira