Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hlutafjárútboð Ljósleiðarans bjóði hættunni heim

Meirihluti rýnihóps borgarráðs hefur gefið Ljósleiðaranum græna ljósið til að ráðast í hlutafjárútboð um allt að ellefu milljarða króna. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands vill að fjarskiptainnviðir séu í eigu almennings og gefur lítið fyrir varnagla meirihlutans um að halda meirihlutastjórn í fyrirtækinu.

Hinn látni karlmaður um áttrætt

Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Stór hópur í lausu lofti eftir nýja skilgreiningu á kulnun

Sálfræðingar hafa áhyggjur af því að ný og þrengri skilgreining Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar WHO á kulnun – um að hún geti eingöngu verið vinnutengd – verði til þess að fólk sem búið er að keyra streitukerfið sitt í þrot fái ekki viðurkenningu á vanda sínum og að það geti átt á hættu að fá ranga greiningu. Sálfræðingarnir benda á að það geti verið skaðlegt fyrir fólk í kulnun að fá meðferð við þunglyndi. Vont ástand geti orðið verra.

Fjár­mála­á­ætlun dapur­leg lesning frá sjónar­hóli ís­lenskrar tungu

Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu.

Vilja að Ísland fari að fordæmi Bandaríkjamanna og heimili Naloxone í lausasölu

Matvæla-og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur heimilað nefúðann Narcan nalaxone í lausasölu til að mæta þeirri alvarlegu ógn sem ópíóðafaraldurinn er. Teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum bindur vonir við að Ísland feti sömu slóð. Rauði krossinn dreifði á síðasta ári hátt í sex hundruð stykkjum af nefúðanum hér á landi.

Dæmi um að foreldrar borgi hátt í milljón fyrir fermingarveislur

Fermingarveislur í dag eru orðnar allt of umfangsmiklar og þær kosta of mikið. Þetta segir einstæð móðir sem nú stendur í fermingarundirbúningi. Dæmi séu um að foreldrar hafi borgað hátt í eina milljón króna fyrir fermingarveislu barna sinna.

Finnst réttast að dóms­mála­ráð­herra stígi til hliðar

Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar.

Sjá meira